Norðfjarðargöng – um 300 metrar í gegnumslag

Rúv

Norðfjarðargögng

Mynd: Hnit – Ófeigur Örn Ófeigson – Í Norðfjarðargöngum

„Það er nálægt 300 metrum sem eftir eru í gegnumslag og við vitum ekki annað en að við séum lausir við öll vandræðalög,“ segir Guðmundur Þór Björnsson, byggingatæknifræðingur hjá Verkfræðistofan Hnit hf og eftirlitsmaður með greftri Norðfjarðarganga.

Gangamenn sem grafa nú aðeins Eskifjarðarmeginn eru búnir með 96% leiðarinnar en göngin verða 7542 metra löng. Guðmundur býst við að þeir komist í gegn eftir 5 eða 6 vikur en þá tekur við lokafrágangur, styrkingar, vegagerð inni í göngunum og lagnavinna. Gröfturinn hófst 11. nóvember 2013.

Guðmundur Þór Björnsson

Guðmundur Þór Björnsson

Klofkrani flytur vegskálamótið

Guðmundur segir að nú starfi 40-50 manns við göngin, þó færri við sjálfan gröftinn en áður en á móti sé hafin vinna við að steypa vegskála Norðfjarðarmegin. „Það er búið að steypa talsvert af undirstöðum og farið að reisa mót fyrir bogavirkið, vegskálann sjálfan. Við erum með væntingar um að geta steypt fyrstu eininguna í næstu viku. Og svo er verið að steypa brú yfir Eskifjarðará,“ segir Guðmundur.

Hann segir að útbúinn hafi verið sérstakur krani á hjólum til að flytja til mótið fyrir vegskálann. Kraninn keyri klofvega yfir vegskálann sem er steyptur í 12 metra einingum. Vegskálarnir tveir verða samtals 366 metra langir.

Heimild: RÚV

 

 

 

Fleira áhugavert:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *