Rafmagns mótorhjól – Tesla, 201 hestafl

Heimild:  mbl

 

Júlí 2015

Elo Musk

Elon Musk

Það mátti svosem bú­ast við því að það væri ekki nóg fyr­ir Elon Musk að búa til ótrú­lega afl­mikla raf­bíla, svosem Model S, og bæta svo bráðlega við jepp­lingn­um Model X.

Nei, næsta út­spilið er mótor­hjól sem sver sig ræki­lega í ætt­ina. Þó hjól­in séu helm­ingi færri en á fara­tækj­um Tesla hingað til þá á hjólið tvennt sam­eig­in­legt með bíl­un­um sem hingað til hafa rúllað af færi­band­inu og rak­leiðis inn í drauma bíla­áhuga­manna: það er raf­knúið og ógur­lega rammt að afli.

Geymslu­hólf í stað vél­ar

Þar sem ekki er eig­in­legri bens­ín­vél til að dreifa fer téð rými mest­megn­is í geymslu­hólf þar sem hönnuður­inn, Jans Shlap­ins, sér fyr­ir sér að not­andi geymi hjálm­inn, far­tölv­una og annað til­fallandi. Lit­hi­um-ion raf­hlöðurn­ar liggja rétt ofan við göt­una til að tryggja lág­an þyngd­arpunkt og há­marks snerpu í stýr­ingu á ál­stelli hjóls­ins. Aflið er ærið, 201 hestafl, og hægt að stilla milli fjög­urra forstill­inga: Race, Cruise, Stand­ard og Eco. Hjólið er að sönnu nokkuð klossað að sjá en það er engu að síður í létt­ari kant­in­um og dekk úr koltrefja­efni hjálpa þar til.

Sé mið tekið af því að aflið nem­ur 201 hestafli, má eins gera ráð fyr­ir því að þetta verði sjón­ar­hornið sem flest­ir sjá í um­ferðinni.

Ef akst­ur þessa raf­vél­hjóls – sem er enn á hug­mynda­stig­inu, vel að merkja – verður eitt­hvað í lík­ingu við það sem öku­menn þekkja frá Tesla Model S, þá eiga hjóla­menn og -kon­ur nær og fjær gott í vænd­um.

 

Tesla Mótorhjól

Fleira áhugavert:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *