Lokar þú kósettsetunni áður en þú sturtar?

Grein/Linkur:  Þú munt alltaf loka kló­sett­inu eft­ir þetta

Höfundur: Morgunblaðið

Heimild:

.

Margur myndi halda að hér væri um stórkostlega flugeldasýningu að …

Marg­ur myndi halda að hér væri um stór­kost­lega flug­elda­sýn­ingu að ræða – en svo er ekki raun­in. Mbl.is/​Jon­ath­an Know­les/​SWNS

.

Mars 2021

Þú munt alltaf loka kló­sett­inu eft­ir þetta
.
Legg­ur þú set­una niður áður en þú sturt­ar niður? Hvort held­ur sem er, þá verður þú að vita þetta hér.

Við höf­um áður minnst á mik­il­vægi þess að loka kló­sett­inu áður en sturtað er niður en aldrei séð þetta al­menni­lega fyr­ir okk­ur, hvað ger­ist í raun og veru ef við ger­um það ekki. Þá koma þess­ar mynd­ir til sög­unn­ar.

Þess­ar ótrú­legu mynd­ir sýna okk­ur hvernig bakt­erí­urn­ar skjót­ast upp úr postu­líns­skál­inni ef þú lok­ar ekki áður en þú sturt­ar. Í hvert sinn sem þú sturt­ar niður mynd­ast ör­smá­ir úðadrop­ar sem inni­halda bakt­erí­ur og jafn­vel vírusa og geta mengað yf­ir­borðið í allt að sex metra fjar­lægð. Þess­ar mynd­ir voru tekn­ar með há­hraðamynda­vél­um sem fanga hvern ein­asta dropa og agn­ir sem skjót­ast upp á yf­ir­borðið, og við fyrstu sýn mætti halda að lit­rík­ar eld­gosam­ynd­ir væru á ferðinni.

En það sem lít­ur út eins og flug­eld­ar á mynd­un­um eru í raun úðadrop­ar sem þjóta um and­rúms­loftið. Talað er um að kló­sett­vatn sé „mengað“ í nokkr­ar skol­an­ir eft­ir að það hef­ur orðið fyr­ir skaðlegri sýk­ingu. Og þess­ir hugs­an­legu menguðu drop­ar geta flogið yfir á annað yf­ir­borð baðher­berg­is­ins og jafn­vel á and­lit fólks. Og snerti maður yf­ir­borðið get­ur maður smit­ast ef maður snert­ir beint á eft­ir nef eða munn. Það þarf ekk­ert að út­skýra þetta neitt frek­ar fyr­ir okk­ur, við setj­um alltaf set­una niður og mun­um klár­lega halda því áfram eft­ir þetta.

Myndirnar hér fyrir neðan sýna hvernig klósettvatnið skvettist í úðaformi …

Mynd­irn­ar hér fyr­ir neðan sýna hvernig kló­sett­vatnið skvett­ist í úðaformi í allt að sex metra radíus, ef þú lok­ar ekki set­unni. Mbl.is/​Jon­ath­an Know­les/​SWNS

Mbl.is/​Jon­ath­an Know­les/​SWNS

Mbl.is/​Jon­ath­an Know­les/​SWNS

Mbl.is/​Jon­ath­an Know­les/​SWNS

Fleira áhugavert: