Samgönguáætlun 2015-2018

Heimild:  

 

Október 2016

Samgönguáætlun til fjögurra ára var samþykkt á þinginu af öllum viðstöddum þingmönnum. Áætlunin gerir ráð fyrir að rúmum 100 milljörðum króna verði varið til framkvæmda í samgöngumálum á árunum 2015 til 2018.

„Þetta var rýr áætlun til að byrja með en í meðferðum nefndarinnar tók hún jákvæðum breytingum. Við í minnihlutanum lögðum mesta áherslu á aukið fjármagn í viðhald til þess að koma í veg fyrir að vegakerfið drabbist niður. Á endanum tókst að fá meirihlutann til þess að standa með okkur,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.

Samkvæmt samgönguáætluninni er umtalsverðu fé ráðstafað í jarðgangagerð. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdum við Norðfjarðargöng á næsta ári og hefja framkvæmdir við Dýrafjarðargöng sama ár. Undirbúningsvinnu Fjarðarheiðarganga lýkur árið 2018 og áfram verður unnið að jarðgöngum við Bakka, en í heildina er rúmum tíu milljörðum ráðstafað í jarðgangaframkvæmdir.

Til stofnvegakerfisins er ráðstafað rúmum 35 milljörðum ásamt átján milljörðum sem er ráðstafað í viðhald með vegum og vegmerkingum. Ný Vestmannaeyjaferja verður smíðuð og snjóflóðavörnum verður komið fyrir í Súðavíkurhlíð.

„Vegakerfið hefur verið vanrækt allt þetta kjörtímabil og það var kominn tími til þess að ráðstafa fé í það. Við þurfum að huga miklu betur að vegakerfinu enda eru þetta mikilvægustu innviðirnir fyrir ferðaþjónustu og byggðaþróun,“ segir Svandís.

Einar af viðamestu framkvæmdunum í samgönguáætlun ríkisins árin 2016 til 2018.

Fleira áhugavert: