Bensínbílar – Stöðva sölu eftir 3ár?

 

Heimild:  

 

Smella á mynd til að heyra umfjöllun RÚV

Ágúst 2017

Stöðva þyrfti sölu á bensín- og dísilbílum eftir þrjú ár ef ná á því markmiði umhverfisráðherra, að rafbílavæða bílaflotann fyrir 2030. Þetta segir framkvæmdastjóri Íslenskrar nýorku. Framkvæmdastjóri FÍB segir það bratt hjá umhverfisráðherra að ætla að rafbílavæða íslenska bílaflotann á næstu þrettán árum.
Stór hluti losunar gróðurhúsalofttegunda hér á landi er vegna iðnaðar eða 2.021 kílótonn og vega álverin þar þyngst. Flugið losar helmingi minna, eða 1.095 kílótonn. Vegasamgöngur losa minna en flugið, 839 kílótonn. Og fiskiskipin losa um einn fjórða af því sem iðnaðurinn losar, eða 456 kílótonn.

Alþingi samþykkti fyrir tveimur mánuðum áætlun um orkuskipti. Þar segir að stefnt sé að fjörutíu prósent samgangna á landi byggi á endurnýjanlegri orku árið 2030. Umhverfisráðherra gekk lengra í fréttum RÚV í gær þegar hún sagði að stefnt væri að því að allur bílaflotinn yrði rafbíla- eða metanvæddur fyrir 2030. Það eru því þrettán ár til stefnu.

„Ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta svolítið bratt og ég veit ekki alveg hvað hún á við með hennar stefna. Ég geri ráð fyrir að þetta fari í gegnum ríkisstjórn fyrst. Þarna er hún að fara 10 árum á undan Frökkum sem  hafa lagt í mikla vinnu við að skoða þetta landslag allt,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda.

„Stjórnvöld hafa gert margt gott undanfarið með ívilnunum fyrir vistvæna bíla, rafmagnsbíla og vetnisbíla og aðra slíka bíla, en það er engin langtímastefnumótun í gangi. Það er algjörlega nauðsynlegt ef við ætlum að hraða þeirri þróun sem nú hefur orðið er að fá langtíma stefnumótun stjórnvalda varðandi í hvaða umhverfi slíkir bílar munu starfa, verða fluttir inn o.s.frv. Einnig verður alveg nauðsynlegt að stórauka fjárfestingar í innviðum fyrir eldsneyti, þ.e.a.s. fyrir þá ragmagnsinnviði eða þá vetnisbíla til þess að hægt sé að fá viðskiptavini til að kaupa slík tæki,“ segir Þetta segir Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslenskrar nýorku, fyrirtækis í eigu orkufyrirtækja, ríkisins og fleiri.

„Fyrir okkur sem samfélag er verulegur ávinningur af því að það verði nokkuð ör rafbílavæðing en við verðum auðvitað að gera það af skynsemi og forðast það að vera bara í yfirlýsingum,“ segir Runólfur.

„Líftími bíla er í dag einhver 10 til 15 ár. Ef við ætlum að vera að fullu rafbílavædd 2030 þá þyrftum við að hætta að selja bensín- og díselbíla 2020,“ segir Jón Björn.

Fleira áhugavert: