Afríka – Nóg vatn neðanjarðar

Heimild:  

.

Apríl 2012

Nóg vatn er í Afríku þótt gríðarstórar eyðimerkur séu í álfunni og mörg svæði plöguð af þurrkum. Vandamálið er að það er neðanjarðar. Talið er að þar sé að finna jafn mikið vatn og fellur til jarðar í álfunni allri á hundrað árum.

Vísindamenn bresku jarðvísindastofnunarinnar og University College í Lundúnum, hafa kortlagt hvar og hve mikið er af vatni neðanjarðar um alla Afríku. Og hve stóran hluta af því er hægt að nýta, án þess að ganga á birgðirnar. Breska ríkisútvarpið segir frá rannsókninni á heimasíðu sinni. Þar kemur fram að um 300 milljónir Afríkubúa hafi ekki nógu gott aðgengi að drykkjarvatni. Þá muni þörf fyrir vatn aukast á komandi áratugum vegna fólksfjölgunar og aukins landbúnaðar. Sem stendur er akuryrkja aðeins stunduð á fimm prósentum ræktanlegs lands í Afríku.

Stórar neðanjarðarár og vötn eru í Norður-Afríku, í Chad og jafnvel undir Sahara-eyðimörkinni. En þótt mikil þörf sé fyrir vatn, víða í Afríku, segja vísindamen að fara þurfi varlega. Hægt er að bora eftir vatninu, en vísindamenn segja að fyrst þurfi menn að rannsaka vel aðstæður og hvernig best sé að nýta vatnið. Víða er um að ræða vatnsból sem vatn hefur safnast í á mjög löngum tíma. Með stórtækri nýtingu, myndi ganga hratt á vatnið í þeim. Því segja vísindamennirnir sem gerðu rannsóknina, að það geti borgað sig að gera litlar borholur eða brunna, þar sem vatnið er sótt með handafli.

Fleira áhugavert: