Meistaraskipti – Hvernig fara þau fram?

Heimild:  

 

Um iðnmeistaraskipti

Hætti iðnmeistari umsjón með verki áður en hans verkþætti við mannvirki er lokið skal byggingarstjóri sjá um og ber ábyrgð á að nýr iðnmeistari taki tafarlaust við störfum og tilkynna það byggingarfulltrúa. Byggingarstjóri skal sjá til þess að framkvæmdir séu stöðvaðar við þá verkþætti sem fráfarandi iðnmeistari bar ábyrgð á þar til nýr iðnmeistari hefur undirritað ábyrgðaryfirlýsingu og hún verið staðfest af byggingarfulltrúa. Byggingarstjóri skal gera stöðuúttekt á verkþáttum fráfarandi iðnmeistara sem undirrituð skal af fráfarandi og viðtakandi iðnmeisturum, sé þess kostur, ásamt byggingarstjóra. Byggingarstjóri afhendir byggingarfulltrúa stöðuúttektina til varðveislu en heldur eftir afriti. Nýr iðnmeistari ber ábyrgð á þeim verkþáttum sem unnir eru eftir að hann tók við verki.

Nánar sjá gr. 4.10.11 í byggingarreglugerð nr. 112 / 2012  ..smella á hlekk

..smella á mynd (eyðublað frá Reykjavíkurborg, hvert sveitarfélag hefur sýna útgáfu)

Fleira áhugavert: