Verðskrá hitaveitu – Hitinn/orkan ýmist 70-80°C

Heimild: 

 

Júní 2015

Mismunandi hversu heitt vatn heimili eru að fá

Á langflestum stöðum á höfuðborgarsvæðinu er meðalhiti á vatni 70-75°, en þetta er þó mismunandi eftir svæðum. Þannig getur eitt heimili verið að fá um 80° heitt vatn, á meðan annað heimili era ð fá 70° heitt vatn að meðaltali. Innheimta á vatni er þó samkvæmt sama verðlista hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Það er vegna þess að OR hefur ekki talið skynsamlegt að setja upp hita- og rennslismæla hjá öllum viðskiptavinum. Þeir mælar eru dýrir og fyrirséð að sá kostnaður myndi lenda á viðskiptavinum.

Lesandi spyr:

 Ég kaupi heitt vatn af Orkuveitu Reykjavíkur, vatnið sem ég kaupi af þeim er tæplega 70¨C við mæli, félagi minn, sem býr á öðrum stað í Reykjavík er hinsvegar að fá um 80¨C heitt vatn. Vatnið er selt eftir rúmmáli, sá mælir er vottaður, en það er ljóst að ég er að fá um 20% lakari vöru en félagi minn sem er að fá 80¨C heitt vatn. Hversu heitt á vatnið að vera og hvaða reglur gilda um sölu þess?

Spyr.is hafði samband við Orkuveitu Reykjavíkur og fyrir þeirra hönd svaraði Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi:

Það er hárrétt sem fram kemur hjá fyrirspyrjanda að það hitinn á hitaveituvatninu er ekki sá sami allsstaðar. Á langflestum stöðum á höfuðborgarsvæðinu er hann innan við 5° frá meðalhita, sem er 70-75° á höfuðborgarsvæðinu. Meðalhitinn er annar í öðrum hitaveitum. Hann veltur á uppsprettunni og getur verið lægri á sumrin en á veturna í mörgum veitum vegna minni notkunar og þar af leiðandi meiri kólnunar í kerfinu.
Orkuveitan hefur ekki talið skynsamlegt, enn sem komið er í það minnsta, að setja upp hita- og rennslismæla hjá öllum viðskiptavinum. Það væri óhemjudýrt og kostnaðurinn við slíkt mælakerfi myndi vitaskuld lenda á viðskiptavinum á endanum, líka þeim sem eru þannig í sveit settir að fá vatn undir meðalhita hverrar veitu.

Fleira áhugavert: