Landspítalalóð – Bætt við stórhýsum

Heimild: 

 

Janúar 2018

Áformað er að bæta þrem­ur stór­hýs­um við fyr­ir­hugað svæði nýs Land­spít­ala. Hús­in þrjú verða við Hring­braut, alls 15 þúsund fer­metr­ar. Þau eru skil­greind sem rand­byggð.

Þá hef­ur verið teiknuð viðbygg­ing við fyr­ir­hugaðan meðferðar­kjarna. Sam­kvæmt kynn­ing­ar­gögn­um á vef nýs Land­spít­ala er gert ráð fyr­ir vöru­mót­töku vest­an við meðferðar­kjarn­ann. Á lóðinni sé mögu­legt að stækka meðferðar­kjarn­ann.

Sam­kvæmt teikn­ingu ASK arki­tekta, sem birt er í Morg­un­blaðinu, hafa verið gerð drög að bygg­ingu á um­ræddri lóð. Hún verður á móti áformaðri sam­göngumiðstöð. Í blaðinu seg­ir Ei­rík­ur Hilm­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Vís­indag­arða Há­skóla Íslands ehf., áformað að ljúka bygg­ingu rand­byggðar­inn­ar 2025.

 

Fleira áhugavert: