Hvernig framleiðum við rafmagn?

Heimild: 

 

Hvernig framleiðum við rafmagn?
PictureRafmagn er framleitt með vatnsorku og fer þannig að stífla safnar saman vatni úr ám. Oft er það úr stórum lónum ef náttúrulegt rennsli í ánni er sveiflukennt. Á myndinni hér fyrir neðan er rafmagn til dæmis framleitt í Búrfelli.

Úr lóninu er vatnið yfirleitt leitt um hallandi göng niður í stöðvarhús. Í stöðvarhúsinu knýr vatnið vatnshverfla eða túrbínur sem snúast og drífa rafal sem býr til rafmagn. Í Búrfellstöðinni í Þjórsá. Árið 2000 var framleitt um 2.100.000 megavattstundir en það fullnægir rafmagnsþörf um 70.000 heimila. Aðrar stöðvar sem framleiða mikið rafmagn úr vatnsorku eru virkjanirnar við Hrauneyjafoss, Sigöldu, Blöndu, Sultartanga og við Sogið.

Framleiðsla rafmagns úr jarðhita: Það er borað eftir mikli gufu sem kemur uppúr jörðinni með miklum látum.  Þegar framleiða á rafmagn úr jarðhita er borað eftir heitri gufu sem kemur upp úr jörðinni með miklu offorsi. Gufan er notuð til þess að snúa gufuhverflum eða túrbínum sem drífa rafal sem síðan framleiðir rafmagn. Orkuverið að Nesjavöllum rétt fyrir utan Reykjavík framleiðir mest rafmagn af jarðhitastöðvunum eða um 479.000 MWh á ári. Krafla við Mývatni fylgir fast á eftir með rúmlega 461.000 MWh á ári en sú virkjun er enn í þróun og byggingu. Svartsengi við Bláa lónið framleiðir um það bil 370.000 MWh á ári. Alls eru um 200 háhitaborholur í landinu.

 

Fleira áhugavert: