Dagur rafmagnssins – Hvernig væri lífið án rafmagns?

Heimild:  

 

23.janúar 2018

Hvernig væri lífið án rafmagns?

givewatts_1Rafmagn er sjálfsagt og aðgengilegt í daglegu lífi okkar Íslendinga. Við njótum þeirra forréttinda að finnast ísskápar og uppþvottavélar sjálfsagður hlutur og langt skammdegið hefur engin áhrif á okkar daglegu athafnir – við getum lesið kvöldsögu fyrir börnin okkar og þau lært heima án þess að nokkur þurfi að hugsa sig tvisvar um. Auk þess er orkan okkar ódýr og hrein, en 99,99% raforku á Íslandi er framleidd með endurnýjanlegum hætti.

Svo er ekki allsstaðar.

1,3 milljarður manna um allan heim býr við takmarkað aðgengi að rafmagni.

Víða í Afríku miðast daglegt amstur við þann tíma sem sólin er á lofti. Þegar hún gengur niður er niðadimmt og erfitt að athafna sig.  Húsakynni eru lýst með heilsuspillandi og dýrum orkugjöfum, eins og steinolíu.

givewatts_2012_pic_00104Vegna þess að olían er dýr þarf að velja birtustundirnar vel. Því er ekki endilega auðsótt að börn geti fengið að nota steinolíulampa til að lýsa sér við heimanámið og því erfiðara fyrir þau að ná markmiðum síðum. Án menntunar verður framþróun hægari og erfiðari.

 

Áhrif sólarorkulampa

Sólarlampinn gefur birtu sem auðveldar allar athafnir á heimili fjölskyldunnar, til dæmis heimanám. Það er ekki dýrt að leyfa barninu að lesa við birtuna frá sólarorkulampanum, ólíkt því sem áður var með steinolíulampa. Barnið andar ekki að sér skaðlegum gufum frá steinolíunni, sem eyðileggur lungnavef og veldur ertingu í augum.

kakamega-photos927Hærri einkunnir nemenda skila þeim miklu frekar í mennta- og háskóla, sem svo skilar sér í hærra menntunarstigi fyrir þjóðina alla, en það er ákaflega mikilvægt fyrir þróunarlönd.

Sólarorkulampinn getur einnig hlaðið farsíma.

Fjölskyldan getur notað peningana sem hefðu annars farið í kol og steinolíu í eitthvað annað, eins og lyf, eða betri mat. Fjölskyldan getur fjárfest meira í menntun auk þess sem í hana getur farið meiri tími sem annars hefði farið í að ferðast á markaðinn til að kaupa olíu og hlaða farsíma. Á þennan hátt er líklegra að fjölskyldan geti brotist út úr fátækt.

 

     #sendustraum 

Taktu þátt Í degi rafmagnsins með Samorku. Taktu mynd sem lýsir mikilvægi rafmagnsins í þínu lífi og deildu henni á Facebook/Instagram dagana 23.-30. janúar undir merkinu #sendustraum. Fyrir hverja mynd sem berst leggur Samorka 300 kr. til Givewatts.org og saman komum við sólarorkulömpum þangað sem þörfin er mest í Afríku.

givewatts_2Endurnýjanlegur orkugjafi í stað heilsuspillandi

Samorka tekur nú höndum saman við Givewatts.org í annað sinn í tilefni af degi rafmagnsins, sem haldinn hefur verið hátíðlegur á Norðurlöndum um nokkurra ára skeið. Markmið Givewatts er að gefa fjölskyldum í Kenýa og Tansaníu kost á því að fjárfesta í hreinni og ódýrri orku í formi sólarorkulampa í stað steinolíulampa við leik og störf.

Í fyrra fjármögnuðum við 160 lampa, sem bætir lífsgæði um 800 manns, þar sem fimm að meðaltali nýta hvern lampa á heimili.

Við viljum hjálpa til við að skipta út heilsuspillandi orkugjafa fyrir endurnýjanlegan, eins og við búum við hér á landi.

Samorka ætlar að fjármagna fleiri sólarorkulampa þangað sem þörfin er mest og markmiðið er að koma yfir 100 lömpum til viðbótar á svæðið.

 

Fleira áhugavert: