Hvaðan á raforkan að koma?

Heimild: 

 

Janúar 2018

Á raforkan að koma frá Skrokkölduvirkjun á hálendinu miðju?

Ketill Sigurjónsson

Auka þarf raforkuframleiðslu á Íslandi til að mæta aukinni eftirspurn. En hvaðan á raforkan að koma?

Á kom­andi árum þarf að auka raf­magns­fram­leiðslu á Íslandi tölu­vert. Eftir um ára­tug þarf árleg orku­fram­leiðsla hér senni­lega að hafa auk­ist um u.þ.b. 2.000 GWst til að mæta eft­ir­spurn­inni. Það er rúm­lega 10% aukn­ing frá því sem nú er. Þetta orku­magn er nærri því að jafn­gilda hátt í fjórum Búð­ar­háls­virkj­unum eða fjórum Kröflu­virkj­unum.

Eftir stendur spurn­ingin hvaða nýju virkj­anir eiga að skila allri þess­ari við­bót­ar­orku inn á flutn­ings­kerfið? Og það innan ein­ungis um tíu ára. Einn mögu­leiki er að orkan komi að mestu frá tveimur nýjum vatns­afls­virkj­un­um; Hvamms­virkjun í neðri hluta Þjórsár og að útfall Hágöngu­lóns verði virkjað með s.k. Skrokköldu­virkjun á hálend­inu miðju.

Í þess­ari grein er fjallað um hvernig unnt verður að upp­fylla raf­orku­þörf á kom­andi ára­tug. Í grein­inni kemur m.a. fram að nokkuð langt kann að vera í að hér rísi enn fleiri nýjar stórar vatns­afls- eða jarð­gufu­virkj­an­ir. Þess í stað kann að vera upp­lagt að bæta nýrri teg­und end­ur­nýj­an­legrar raf­orku­vinnslu við íslenska orku­geirann, með því að reisa hér nokkur hund­ruð mega­vött (MW) af vind­myll­um. Það væri hag­kvæm og til­tölu­lega umhverf­is­væn leið til að tryggja nægt fram­boð raf­orku á Íslandi á kom­andi ára­tug.

Allt að helm­ingur orkunnar frá yfir­stand­andi verk­efnum

Brátt verður lokið við hina nýju Búr­fells­virkjun svo og annan áfanga Þeista­reykja­virkjunar. Þær verða sam­tals 190 MW (þá er fyrsti áfangi Þeista­reykja með tal­inn). Og munu skila um 1.020 GWst árlega. Það jafn­gildir nálægt helm­ingi auk­innar orku­þarfar hér næsta ára­tug­inn eða svo. Er þá miðað við mat Orku­spár­nefndar og Lands­virkj­unará þróun raf­orku­notk­un­ar.

Að vísu er sá ljóður á Þeista­reykja­virkjun að vandi er að koma raf­orkunni þaðan til ann­arra lands­hluta. Fram hefur komið í máli for­stjóra Lands­virkj­unar að þetta sé vegna flösku­hálsa í flutn­ings­kerfi Lands­nets, sem stendur til að laga með s.k. Hóla­sands­línu. Vegna þessa má gera ráð fyrir að Þeista­reykja­virkjun muni, til að byrja með, að skila minni orku inn á kerfið en upp­sett afl hennar (90 MW) stendur til. Sem myndi þá, eðli máls­ins sam­kvæmt, halda aftur af hag­kvæmni þess­arar nýj­ustu jarð­varma­virkjunar.

 Vantar um 1.000 GWst

Gefum okkur engu að síður að unnt verði að koma allri raf­orkunni frá Þeista­reykja­virkjun (90 MW) til not­enda innan ekki of langs tíma. Og að þannig muni virkj­unin ásamt nýrri Búr­fells­virkjun (100 MW) mæta orku­þörf sem nemi um 1.020 GWst. Næsta ára­tug þarf þá að bæta við öðrum 1.000 GWst eða þar um bil inn í kerf­ið. Stóra spurn­ingin er hvaðan þær ca. 1.000 GWst eiga að koma?

Munu Hvamms­virkjun og Skrokköldu­virkjun mæta orku­þörf­inni?

Hjá Lands­virkjun hefur áherslan einkum virst vera á Hvamms­virkjun í neðri hluta Þjórsár og Skrokköldu­virkjun á hálend­inu miðju sem lík­leg næstu verk­efni. Og það vill einmitt svo til að þessar tvær nýju vatns­afls­virkj­anir myndu sam­tals geta skilað um eða rúm­lega 1.000 GWst á ári. Og smellpassa þannig séð inn í kerfið til að mæta auk­inni raf­orku­notkun á kom­andi ára­tug. Vand­inn er bara sá að það er ekki víst að Hvamms­virkjun og/eða Skrokköldu­virkjun verði að veru­leika alveg á næst­unn­i. Þarna koma einkum til umhverf­is- og nátt­úru­vernd­ar­sjón­ar­mið. Í stefnu­yf­ir­lýs­ingu núver­andi rík­is­stjórnar segir að stefnt sé að setn­ingu „lang­tíma­orku­stefn­u“, að hlið­sjón verði höfð „af áformum um stofnun þjóð­garðs á mið­há­lend­inu“ og að for­gangs­verk­efni verði að „nýta með sem hag­kvæmustum hætti þá orku sem þegar hefur verið virkj­uð“. Í þessu ljósi virð­ist mega gera ráð fyrir að var­lega verði farið í að rík­is­orku­fyr­ir­tækið Lands­virkjun ráð­ist í nýjar stórar vatns­afls- eða jarð­varma­virkjv­anir og þá kannski sér­stak­lega á mið­há­lend­inu.

Sam­kvæmt þessu hlýtur að vera nokkuð lík­legt að Lands­virkjun þurfi nú að horfa til ann­arra val­kosta en að virkja við Skrokköldu. Og nýjum umhverf­is­ráð­herra, ásamt a.m.k. einum af stjórn­ar­flokk­unum, er vafa­lítið annt um að forð­ast meiri spjöll á Þjórsá. Það er því ekki víst að Hvamms­virkjun verði að veru­leika a.m.k. í bili. Þá vaknar spurn­ingin hvaða aðrir val­kostir séu mögu­leg­ir?

Hvaða aðrir val­kostir eru í boði?

Aðrir lík­leg­ustu mögu­leikar af hálfu Lands­virkj­unar virð­ast vera Holta­virkjun (sem myndi rísa aðeins neðar í Þjórsá en Hvamms­virkj­un), stækkun Kröflu­virkj­unar og/eða Blöndu­veita. HS Orka stefnir að jarð­varma­virkjun í Eld­vörpum á Reykja­nesi. Orku­veita Reykja­víkur (þ.e. Orka nátt­úr­unn­ar) virð­ist ekki hyggja á fram­kvæmdir við nýjar afl­stöðvar í bili, heldur ein­beita sér að því að bora eftir meiri jarð­gufu til þess að ná að við­halda raf­orku­fram­leiðsl­unni í Hell­is­heið­ar­virkjun, sem því miður hefur farið mjög hnign­andi.

Það eru sem sagt uppi áætl­anir um nokkrar stórar virkj­anir og þá fyrst og fremst af hálfu Lands­virkj­un­ar. Í reynd er þó ekki aug­ljóst hvaða virkj­anir rísa hér næst. Bæði er að Ramma­á­ætlun er ekki alveg að reyn­ast sú sátta­gjörð sem vænst var og svo virð­ist hin nýja rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur nokkuð lík­leg til að vilja skoða aðra mögu­leika. Hvort þar kæmu til greina virkj­anir í neðri hluta Þjórsár og/eða t.a.m. stækkun Kröflu­virkj­un­ar, Blöndu­veita eða aðrar fram­kvæmdir er óvíst.

Nokkuð langt í næstu stóru virkj­anir

Und­an­farið hefur líka mikið verið rætt um Hval­ár­virkjun á Strönd­um. Hún er háð nokkuð mik­illi upp­bygg­ingu í flutn­ings­kerfi Lands­nets og virð­ist hæpið að hún rísi í bráð. Nokkrar smærri virkj­anir eru í far­vatn­inu, eins og Brú­ar­virkjun og Svart­ár­virkjun, en þær myndu bæta við um 150 GWst. Ennþá er þó óvíst um fram­kvæmda­hrað­ann þar, auk þess sem þetta eru litlar og senni­lega ekki mjög hag­kvæmar virkj­an­ir.

Þegar litið er til jarð­varmans, þá virð­ist fremur ólík­legt að ný virkjun verði risin í Eld­vörpum fyrr en eftir fjölda­mörg ár, enda þurfa miklar rann­sóknir að fara þar fram áður en virkjað verð­ur. Sama má kannski segja um stækkun Kröflu­virkj­un­ar; þar er enn tölu­vert í að fram­kvæmdir geti haf­ist. Eftir að lokið verður við hina nýju Búr­fells­virkjun og Þeista­reykja­virkjun gæti því verið nokkuð langt í að ráð­ist verði í fram­kvæmdir við næstu umtals­verða virkjun meira vatns­afls eða jarð­varma á Íslandi.

Það er sem sagt nokkur óvissa um það hvernig útvega á þær u.þ.b. 1.000 GWst sem þarf í við­bót af raf­orku á kom­andi ára­tug eða þar um bil. Og senni­lega rök­rétt að gera ráð fyrir því að finna þurfi fleiri eða aðra hag­kvæma kosti, sem eru lík­legir til að geta bætt umræddu orku­magni inn á íslenska raf­orku­mark­að­inn innan ára­tug­ar.

Að fanga afl vinds­ins gæti verið besta leiðin

Núver­andi óvissa um nýjar afl­stöðvar þarf þó ekki að skapa orku­vand­ræði. Því það eru sann­ar­lega til ýmsar prýði­legar leiðir  til að mæta raf­orku­þörf­inni. Raun­hæft er að veru­legum hluta af umræddum 1.000 GWst verði mætt með vindafli. Þar gæti orðið um að ræða vind­myllur upp á sam­tals nokkur hund­ruð mega­vött.

Þetta gæti dreifst á nokkra vind­myllu­garða af hóf­legri stærð; kannski þrjá til fimm tals­ins, þar sem hver þeirra væri á bil­inu u.þ.b. 10-25 vind­myll­ur. Einn kostur vind­orkunnar er sá að ein­falt er að reisa vind­myllur nokkuð hratt, þ.e.a.s. bæta jafn­óðum við aflið. Fyrir vikið er fjár­fest­inga­þörfin í upp­hafi ekki eins mikil eins og oft þegar er ráð­ist í stórar vatns­afls­virkj­anir eða dýrar rann­sóknir og upp­bygg­ingu á nýjum jarð­varma­svæð­um. Þarna væri því um að ræða raun­hæfa, hag­kvæma og umhverf­is­væna leið til að mæta vax­andi raf­orku­þörf kom­andi ára.

Myndaniðurstaða fyrir Skrokkölduvirkjun

Ekki liggur á að virkja Skrokköldu eða meira í Þjórsá

Um leið og farið yrði í að reisa hér hóf­lega vind­myllu­garða, gæti Lands­virkjun mögu­lega ráð­ist í Blöndu­veitu og eftir atvikum sam­hliða reist fyrsta áfanga fyr­ir­hug­aðs s.k. Blöndu­lundar. Fyrsti áfanga slíks vind­myllu­garðs við Blöndu­virkjun gæti t.d. verið um 50 MW. Með honum og fleiri vind­orku­verk­efnum mætti eftir atvikum bæta alls um 200-400 MW af vindafli í kerfið á ólíkum stöðum á land­inu öllu á u.þ.b. tíu ára tíma­bili. Það afl myndi mæta veru­legum hluta af auk­inni raf­orku­eft­ir­spurn á kom­andi ára­tug.

Það er sem sagt ekki nauð­syn­legt að ráð­ast í stórar virkj­anir eins og Hvamms­virkjun eða Holta­virkjun í Þjórsá. Og ekki er heldur nauð­syn­legt að reisa hálendis­virkj­un­ina sem kennd er við Skrokköldu. Enn síður yrði þörf á nýjum jarð­varma­virkj­unum alveg á næst­unni, en slík verk­efni eru bæði nokkuð áhættu­söm og dýr. Hag­kvæm og umhverf­is­væn vind­orka kann að vera skyn­samasti val­kost­ur­inn til að full­nægja auk­inni raf­orku­eft­ir­spurn kom­andi ára. Við stað­ar­val yrði í for­gangi að gæta vel að sjón­rænum áhrif­um, verndun fugla og auð­veldri teng­ingu við raf­orku­kerf­ið.

Hæg­ari upp­bygg­ing kís­il­vera hefði áhrif á upp­bygg­ingu nýrra afl­stöðva

Hafa ber í huga að vegna óvissu um fram­tíð kís­il­vinnslu í Helgu­vík gæti ný afl­þörf á kom­andi árum orðið tölu­vert minni en hér hefur verið rak­ið. Komi ekki til þess að kís­il­ver Thorsil rísi og/eða starf­semi United Sil­icon fari ekki aftur af stað, er ennþá lengra í að þörf verði á t.a.m. Hvamms­virkjun eða Skrokköldu­virkjun en ella. Um leið yrði upp­bygg­ing vinda­fls á kom­andi ára­tug mögu­lega ekki umfram það lág­mark sem hér hefur verið lagt til, þ.e. um 200 MW.

Myndaniðurstaða fyrir hálendiðÞrír til fimm nettir  á næstu tíu árum

Sam­kvæmt ofan­greindu væri eðli­legt að orku­stefna stjórn­valda til næstu ára myndi mið­ast við að hér á Íslandi rísi u.þ.b. þrír til fimm vind­myllu­garðar á næsta ára­tug eða svo. Upp­sett afl hvers þeirra gæti verið á bil­inu 40-80 MW og yrðu á bil­inu u.þ.b. 10-25 vind­myll­ur. Um leið yrði unnt að fara hægar í að reisa hér nýjar vatns­afls- og jarð­varma­virkj­anir og eftir atvikum mætti jafn­vel fremur vernda slík svæði, þ.e. lítt snert vatns­föll og háhita­svæði.

Skyn­sam­legt gæti verið fyrir stjórn­völd að hámarka bæði orku­fag­legan- og umhverf­is­legan árangur með því t.d. að hvetja til sam­vinnu öfl­ugra orku­fyr­ir­tækja og sveit­ar­fé­laga sem áhuga hafa á að koma svona vind­myllu­verk­efnum í fram­kvæmd. Þar væri kannski við­eig­andi að rík­is­valdið setti sveit­ar­fé­lögum til­tekin við­mið eða leið­bein­ing­ar, sem einkum mið­uðu að því að gæta að sjón­rænum áhrifum og fugla­lífi.

Nor­egur áhuga­verð fyr­ir­mynd

Þarna gæti norsk lög­gjöf verið góð fyr­ir­mynd, en Norð­menn hafa einmitt verið afar far­sælir í raf­orku­upp­bygg­ingu sinni og hafa þar staðið skyn­sam­lega að bæði upp­bygg­ingu vatns­afls og vinda­fls. Þá eru aðstæður í Nor­egi ekki ósvip­að­var eins og hér, svo sem þegar litið er til strjál­býlis og heið­ar­landa eða hálend­is. Þá hafa Norð­menn sögu­lega staðið með afar áhuga­verðum hætti að skatt­lagn­ingu raf­orku­geirans. Það er því ýmis­legt sem mælir með því að hafa hlið­sjón af norska kerf­inu. Um leið gæti verið skyn­sam­legt að útbúa reglu­um­hverfi um aðgang vind­myllu­garða að vara­afli, þar sem einkum vatns­afls­virkj­anir og miðl­un­ar­lón Lands­virkj­unar yrðu í mik­il­vægu hlut­verki við sveiflu­jöfnun.

Sam­starf sveit­ar­fé­laga og reyndra vind­orku­fyr­ir­tækja

Vænt­an­lega er eðli­leg­ast að sveit­ar­felögin sjái sjálf um að meta stað­ar­val vind­myllu­garða, m.a. út frá umhverf­is­legum og við­skipta­legum for­send­um, í sam­starfi við fram­kvæmda­að­ila. Slíkt sam­starf heima­fólks og fyr­ir­ækja með bestu þekk­ingu og reynslu á vind­orku­verk­efnum gæti reynst far­sæl leið til að tryggja hér nóg fram­boð af raf­magni.

Með slíkri sam­vinnu mætti stuðla að sem bestum árangri og sem mestri sátt um verk­efn­in. Um leið myndi þetta skila auknum tekjum til sveit­ar­fé­laga, svo og til bænda og ann­arra land­eig­enda.

Sam­tímis yrðu hér sköpuð ný verð­mæti með því að nýta vind­inn sem blæs um land­ið. Og þar með bætt nýrri og áhuga­verðri stoð í end­ur­nýj­an­lega orku­fram­leiðslu Íslands! Þarna eru tæki­færi sem ástæða er til að veita athygli, enda getur nýt­ing vinds­ins á Íslandi verið skyn­sam­leg bæði fjár­hags­lega og umhverf­is­lega. Og orðið far­sæl leið til að upp­fylla aukna raf­orku­þörf á kom­andi árum.

Gleði­legt nýtt ár!

Höf­undur er MBA frá CBS í Dan­mörku, kenndi um ára­bil umhverf­is­rétt og fleiri greinar við laga­deild HÍ og vinnur nú, í sam­starfi við evr­ópskt vind­orku­fyr­ir­tæki, að und­ir­bún­ingi þess að reisa vind­myllu­garð(a) hér á landi.

Fleira áhugavert: