Fituskiljur – Leiðbeiningar og hollráð..

Heimild:  

 

1. Almennt um fituskiljur

Fituskiljur eru notaðar til að hreinsa dýra- fiski- og jurtafitur, fisk- og jurtaolíur úr fráveituvatni og eru því skilgreindar sem mengunarvarnarbúnaður. Aðskilnaður þessara efna frá vatni byggist á því að þau hafa lægri eðlisþyngd en vatn og fljóta ofan á því, þ.e. þyngdaraflsskiljur.

Dýra- og jurtafita er hörð fita þar sem hún er mettuð og því í föstu formi við stofuhita (20°C).
Hitastig í skilju er í flestum tilfellum lægra og við það harðnar fitan enn.
Jurta- og fiskolíur eru í fljótandi formi við stofuhita þar sem þær innihalda ómettaðar fitusýrur. Hægt er að herða jurta- og fiskolíur og gera þær harðar og er þá verið að tala um olíur eins notaðar eru t.d. í smjörlíki og fleiri vörur.
Sé fita sæmilega fljótandi er hægt að dæla henni en sé hún hörð getur þurft talsverðar tilfæringar og er þá krafa ÍST EN 1825 um rýmri og jafnvel fleiri mannop (þvermál minnst 1000 mm).
Staðall sá sem gildir um þennan málaflokk er ÍST EN 1825. Framleiðsla Borgarplasts byggist á þessum staðli og hafa farið fram fjölþættar prófanir á henni, m.a. gerðarprófanir hjá Iðntæknistofnun (nú Nýsköpunarmiðstöð) og lauk því ferli árið 2007. Borgarplast telst því vera viðurkenndur framleiðandi á búnaði fyrir fitu- og olíumengað fráveituvatn; sá eini á Íslandi (2008).

Framleiðsla á fituskiljum og fylgibúnaði

Skiljur Borgarplasts (fitu og fastefna) eru úr Polyethylene (MDPE) sem er viðurkennt efni til þessara nota samkvæmt ÍST EN 1825.
Stöðluð framleiðsla nær frá NS=3 til NS=37. Sérframleiddar eru bæði minni og stærri skiljur.
Auk þess er framleiddir sýnatöku- og eftirlitsbrunnar. Einnig leggur Borgarplast til og kemur fyrir vöktunarbúnaði í skiljunum sé þess óskað (aðeins þar sem fita er dælanleg).
Framleiddir eru tveir styrkleikaflokkar skilja. Annars vegar skiljur sem ætlað er að vera vel utan allrar umferðar bifreiða og þungavinnutækja, til frambúðar, og hins vegar skiljur sem standast þyngstu umferð, samkvæmt „Reglugerð um stærð og þyngd ökutækja“ nr. 688/2005 að uppfylltum kröfum Borgarplasts um frágang við endanlegt jarðvegsyfirborð (að steinsteyptir járnbentir brunnhringir séu notaðir undir steypujárnskarma og lok).

 

2. Pöntun á fituskiljubúnaði

Við pöntun á fituskiljubúnaði þarf hönnuður að fara yfir öll neðanskráð atriði áður en fituskilja er pöntuð og koma þeim upplýsingum áfram með öruggum hætti og best er að hægt sé að lesa upplýsingarnar beint af uppdrætti.
Lágmarksupplýsingar hönnuðar þegar notuð er skilja frá Borgarplasti.

a. Sé skiljan valin eftir ÍST EN 1825 þarf það að koma fram á uppdrætti. Nauðsynlegt er að hönnuður geti um þau atriði sem talin eru upp í liðum b – g til þess að framleiðsla og niðursetning skilja geti gengið snurðulaust fyrir sig.

b. Gefa þarf upp afköst skiljunnar (NS gildið).

c. Gefa þarf upp hvort skiljunni er ætlað að vera vel utan allrar umferðar fólksbifreiða, dælubíla og þungavinnuvéla til frambúðar eða hvort reiknað er með umferð. Skilja í eða við umferð fær viðbótina U (umferð) fyrir aftan vörunúmerið, t.d nr 44894U, en annars nr 44894, utan umferðar.

d. Sé keila notuð á mannop þarf að liggja nokkurn veginn fyrir hver er kótinn á endanlegu yfirborði auk botnkóta á inn- og úttakspípu á fituskiljunnar. Ástæðan er að erfitt er að lækka keilu, en auðveldara að bæta ofan á hana.

e. Upplýsingar um hvort eigi að nota vöktunarbúnað eða hvort sýnatökubrunnur eigi að fylgja. Þar sem um harða fitu er að ræða er ekki ráðlegt að nota hefðbundinn vöktunarbúnað vegna atgangs við tæmingu..

f. Á að nota nota fastefnaskilju? Lágmarksstærð slíks búnaðar er 100 x NS samkvæmt staðli. ÍST EN 1825 staðallinn mælir með 200 x NS sem lágmarki þar sem slátrun eða kjötvinnsla fer fram.

g. Athuga þarf gerð fitunnar, sérstaklega ef um harða fitu er að ræða, og hvort þörf er á auka mannopum og geta um vídd þeirra.

Grunnvatn eða sjór í skiljustæðinu

Varhugavert ástand getur myndast þegar grunnvatn eða sjór nær hátt upp á skiljuna eða kaffærir hana. Hönnuðurinn verður að kunna glögg skil á mögulegum uppákomum í skiljustæðinu.
Við slíkar aðstæður eru eingöngu notaðar skiljur af U-gerð og oft duga þær ekki. Þá verður að grípa til þess ráðs að sérsteypa skiljuna með aukinni veggþykkt.
Nauðsynlegt getur verið að þyngja skiljuna til að koma í veg fyrir hugsanlega hreyfingu uppá við. Einnig verður að hafa það í huga að ekki má gæta „flóðs og fjöru“ í skilju. Þá er hún gagnslaus og grípa verður til annara lausna t.d. að stýra rennslinu.
Ráðlagt er að hafa samband við tæknimenn Borgarplasts í slíkum tilvikum.

Val á skiljum með tilliti til jarðvegsdýptar

Sé dýpt frá endanlegu yfirborði niður á skiljubotn meiri en u.þ.b. 2,5 m þarf skiljan að vera af U-gerð (rauðbrún). Þegar dýpt er niður á skiljubotn er komin yfir 3,8 m þarf að skoða aðstæður betur og er þá ráðlegt að hafa samband við tæknimenn Borgarplasts (sjá kafla 12, um jarðvegsdýpt).

Pípuvídd, inntak/úttak
Þvermál á pípu skal fullnægja kröfum ÍST EN 1825. Inn- og úttak skal vera af sama sverleika og aldrei vera minna en Ø 110 mm. Pípukerfið inni í skiljunni er mun voldugra og aldrei undir Ø 200 mm og uppúr.
Í töflum um stærðir fituskilja (10.1) og fastefnaskilja (11.1), sjá kafla 10 og 11, er að finna upplýsingar um pípuvíddir (þvermál stúta).

 

3. Hvar á að nota fituskiljur?

Í staðlinum ÍST EN 1825 eru taldar upp all margar rekstrareiningar þar sem nota skal fituskiljur. Því til viðbótar er rétt að benda á að þar sem notaðar eru rotþrær og mikið er um að vera, t.d. í eldamennsku, er full ástæða til að taka fituna frá eldhúsinu í gegnum fituskilju áður en afrennslið er leitt í rotþró. Þetta getur jafnvel átt við frístundahús og þá einkum í eigu félagasamtaka.

„Fituskiljur skal nota hvar sem þörf er á að skilja fitu, jurtaolíu eða olíu úr dýraríkinu úr fráveituvatni, eins og í verslunar- og iðnaðarmannvirkjum, t.d.

· framleiðslueldhúsum og stórum veitingastöðum, t.d. krám, hótelum, vegasjoppum, matsölum;
· stöðum þar sem er grillað eða ofnsteiking eða pönnusteiking fer fram;
· þar sem matvæladreifing fer fram (og leirtaui er skilað);
· kjötvinnslu, hvort sem þar er aðstaða til slátrunar eða ekki;
· kjöt- og pylsuframleiðslu, hvort sem þar er aðstaða til slátrunar eða ekki;
· sláturhúsum;
· kjúklingaslátrun;
· vinnslustöðvum fyrir innmat;
· dýrafitubræðslum;
· beinasuðu og matarlímframleiðslu;
· sápu- og steríngerðum;
· jurtaolíu- og lýsisverksmiðjum;
· hreinsistöðvum fyrir grænmetisolíu;
· smjörlíkisgerðum;
· súrsunarstöðvum;
· skyndibitaframleiðslu;
· framleiðslu á frönskum kartöflum og kartöfluflögum;
· verksmiðjum sem rista hnetur;

Fráveituvatn, sem inniheldur talsvert magn fitu á óaðskiljanlegu formi (þ.e. vökvaþeyta) frá starfsemi eins og mjólkurbúi, ostagerð og fiskvinnslu, eða frá dreifingarstöðvum sem hafa eingöngu uppþvottaaðstöðu, eða þjöppun á blautum úrgangi, er aðeins hægt að meðhöndla með árangri í fituskiljum við sérstakar aðstæður. Fráveituvatnið gæti þurft að meðhöndla enn frekar.“

 

4. Nafnstærð

Nafnstærð, NS, er einingarlaus tala (hvorki m³/klst né l/s) og verður hönnuðurinn að reikna hana út. NS-talan gefur vísbendingu um afköst viðkomanadi skilju.
NS stærðir skilja Borgarplasts eru gefnar upp í köflum 10 og 11 um stærðir fitu- og fastefnaskilja, töflur 10.1 og 11.1.

Heimilt er samkvæmt staðlinum að tengja samsíða saman margar fituskiljur af sömu nafnstærð þannig að aðrennsli sé skipt jafnt á milli þeirra.
Borgarplast telur heppilegra að nota eina skilju, verði því við komið, þar sem nokkur vandkvæði gætu verið á að stýra rennslinu jafnt á milli tveggja eða fleiri skilja.

 

5. Val á nafnstærð

Val á nafnstærð fituskilju ræðst af magni og eðli þess fráveituvatns sem meðhöndla skal þar sem tekið er mið af:

· hámarksrennsli fráveituvatns;
· hámarkshitastigi fráveituvatns;
· eðlisþyngd fitu/olíu sem á að skilja frá vatninu;
· áhrifum frá þvotta- og hreinsiefnum.

Ákveða skal NS samkvæmt eftirfarandi formúlu:

NS = QSftfdfr

þar sem

NS er reiknuð nafnstærð fituskiljunnar, einingarlaus tala;
QS er hámarksrennsli fráveituvatns sem berst inn í fituskiljuna í lítrum á sekúndu (sjá kafla 7);
fer tálmunarstuðull fyrir hitastig aðrennslis;
fer eðlisþyngdarstuðull fyrir viðkomandi fitu/olíu;
fr  er tálmunarstuðull fyrir áhrif þvotta- og hreinsiefna.

Ofanskráða stuðla er að finna í kafla 6 um stuðla.
Í kafla 9 „dæmaútreikningur“ er farið yfir nokkur dæmi tengd staðlinum.

Eftir að útreikningar hafa verið gerðir, skal velja útreiknaða nafnstærð eða næstu fyrir ofan í köflum 10 og 11 um stærðir fitu- og fastefnaskilja.

Ákvörðun um sértækar nafnstærðir

Hámarksrennsli fráveituvatns QS skal ákvarða af:

a) mælingu, eða
b) útreikningi byggðum á þeim tækjum/búnaði sem losar efni í fituskilju, eða
c) útreikningi byggðum á tegund atvinnustarfsemi sem losar efni í fituskilju, eða
d) sérstökum útreikningi fyrir einstök tilvik, ef slíkt er samþykkt af viðkomandi stjórnvaldi.

Þar sem gögn liggja fyrir til að ákvarða QS samkvæmt b) eða c) og hönnuður er ekki viss um hvorn valkostinn sé hentugast að nota, er mælt með að nota þann valkostinn sem reiknar með meira rennsli.

 

6. Stuðlar og eðlisþyngd fitu

Hitastigsstuðull ft

Hátt hitastig á fráveituvatni dregur úr skilvirkni fituskilja.  Hitastigsstuðlar ft eru tilgreindir í töflu 1.

Tafla 6.1 — Hitastuðull ft

Tafla 60 fituskiljur

Eðlisþyngdarstuðull fd

Nota skal eðlisþyngdarstuðullinn fd = 1,0 fyrir fráveituvatn frá eldhúsum, sláturhúsum og kjöt- og fiskvinnslustöðvum.

Sé eðli fitu/olíu vel þekkt má lesa eðlisþyngdarstuðulinn af grafinu á mynd 1 þar sem fd er dreginn miðað við fitu/olíur með mismunandi eðlisþyngd.

Sé eðlisþyngd fitu/olíu > 0,94 g/cm3, skal nota eðlisþyngdarstuðulinn 1,5.

Eðlisþyngd mismunandi fita/olía er sýnd hér að neðan og í töflu nr 8 um eðlisþyngd fitu.

Linurit fituskiljur

 

Mynd 1 — Samband milli fd og eðlisþyngdar (úr ÍST EN 1825)

Þvotta- og hreinsiefnastuðull fr

Þvottaefni, þar á meðal uppþvottaduft og hreinsiefni, ætti að velja af vandvirkni og nota sparlega.  Slík efni eiga eftir því sem framast er unnt ekki að hafa áhrif á aðskilnaðarferli eða mynda stöðuga vökvaþeytu þar sem þau eru notuð framan við fituskilju.  Nota skal þvotta- og hreinsiefnastuðul samkvæmt því sem segir í töflu 6.2.

Tafla 6.2 — Þvotta- og hreinsiefnastuðull fr

Tafla 62 fituskiljur

Notkun sumra þvotta- og hreinsiefna og leysiefna kann að vera takmörkuð með lögum eða staðbundnum reglum.

Sérstök tilvik

ÍST EN 1825 kveður á um að þegar um er að ræða verksmiðjur eins og sláturhús og kjötheildsala skal ákveða nafnstærð fituskilju á grundvelli sérstakrar vettvangsskoðunar.

 

7. Töflur fyrir dæmaútreikning – reiknireglur

Útreikningar á hámarksflæði fráveituvatns Qs

1            Útreikningar byggðir á tækjum/tengihlutum sem losa efni í fituskilju

1.1         Almennt

Þessi reikniaðferð er byggð á fjölda og tegund tækja og búnaðar sem losa efni í fituskilju.  Hana má nota fyrir allar tegundir eldhúsa, kjöt- og fiskvinnslna og gildir jafnt um núverandi aðstöðu og aðstöðu sem áætlað er að setja upp.

1.2         Hámarksrennsli fráveituvatns Qs

Hámarksrennsli fráveituvatns er reiknað samkvæmt jöfnunni:

71 fituskiljur                                                                         (7.1)

þar sem

QS      er hámarksrennsli í lítrum á sekúndu;

i         er einingalaus teljari;

m       er tilvísunarnúmer tengihluta búnaðar, einingalaus;

n        er fjöldi tengihluta/búnaðar sömu tegundar, einingalaus;

qi       er hámarksrennsli frá tengihlutum/búnaði í lítrum á sekúndu;

Zi(n)   er tíðnistuðull úr töflu 7.1, einingalaus.

Tafla 7.1 — Gildi qi og Zi(n) fyrir dæmigerðan búnað/tengihluti

Tafla 71 fituskiljur

Þar sem tvö eða fleiri niðurföll eru fyrir hendi og eingöngu ætluð fyrir skolvatn og ekki tengd við neinn búnað, skal reikna rennsli þeirra samkvæmt jöfnu 1 og nota gildi úr töflu 2.

Tafla 7.2 — Gildi qi og Zi(n) fyrir niðurföll

Tafla 72 fituskiljur

ATHUGIР         Nota skal gildi framleiðanda, séu þau frábrugðin gildum í töflum 1 og 2.

Fyrir búnað og tengihluti sem ekki er upp talið í töflum 7.1 og 7.2 skulu gildi qi og Zi(n) ákvörðuð með prófunum eða með tilvísun í gögn framleiðanda.

2            Aðferð sem ræðst af tegund atvinnustarfsemi sem losar efni í fituskilju

2.1         Almennt

Þessi reikniaðferð byggist á tegund eldhúss eða kjötvinnslu sem losar efni í fituskilju án tillits til uppsetts búnaðar og tengihluta.

2.2         Hámarksrennsli fráveituvatns Qs

Hámarksrennsli fráveituvatns er reiknað samkvæmt jöfnunni:

72 fituskiljur                                                                            (7.2)

þar sem

QS     er hámarksrennsli fráveituvatns í lítrum á sekúndu;

V      er meðalmagn fráveituvatns á dag (sjá 2.2.1) í lítrum;

F      er hámarksrennslisstuðull, sem ræðst af tegund starfsemi (sjá 2.2.2), einingalaus;

t       er meðallengd starfstíma á hverjum degi í klukkutímum.

2.2.1     Meðalmagn fráveituvatns á dag V

Meðalmagn fráveituvatns á dag má ákvarða með mælingu á vatnsnotkun eða, ef slík gögn er ekki til staðar, með útreikningi.

Atvinnueldhús

Meðalmagn fráveituvatns á dag sem kemur frá atvinnueldhúsum má reikna með jöfnunni:

73 fituskiljur                                                                                  (7.3)

þar sem

V      er meðalmagn fráveituvatns á dag (sjá 2.2.1) í lítrum;

M      er fjöldi máltíða á dag;

Vm     er vatnsmagn sem notað er við hverja máltíð, fengið úr töflu 7.3 í lítrum.

Tafla 7.3 — Vatnsmagn sem notað er við hverja máltíð

Tafla 73 fituskiljur

Kjötvinnslur

Meðalmagn fráveituvatns á dag sem kemur frá kjötvinnslum má reikna með jöfnunni:

74 fituskiljur                                                                                 (7.4)

þar sem

V      er meðalmagn fráveituvatns á dag (sjá 2.2.1) í lítrum;

Mp     er magn kjötvara sem framleiddar eru á dag í kílógrömmum;

Vp     er vatnsmagn sem notað er við framleiðslu á hvert kílógramm af kjötvöru, fengið úr töflu 7.4, í lítrum.

Tafla 7.4 — Vatnsmagn sem notað er við framleiðslu á hverju kg af pylsum

Tafla 74 fituskiljur

2.2.2     Hámarksrennslisstuðull F

Hámarksrennslisstuðull F er sýndur í töflu 5 fyrir ýmsar tegundir eldhúsa og kjötvinnslna.

Tafla 7.5 — Hámarksrennslisstuðull F

Tafla 75 fituskiljur

Þar sem handunnið er við kjötvinnslu má reikna með kjötmagni u.þ.b. Mp ≈ 100 kg/GV.  Viðbótarmagn fráveituvatns á dag frá, t.d. veisluþjónustu, matar/nasldreifingu, skal bætt við þegar meðalmagn fráveituvatns, V, er reiknað.

 

8. Eðlisþyngd fitu og lífrænna olía

Nær yfir dýra- og plöntuolíur

Eðlisþyngdir fitu og lífrænnar olíu eru sýndar í töflu 8.1.

Tafla 81 fituskiljur

 

9. Dæmaútreikningur – stærðir PDF ..smella á hlekk

 

10. Stærðir fituskilja

Tafla 10.1
Fituskiljur skv. IST EN 1825

Tafla 10.1 Fituskiljur

U táknar að skiljan eigi að standast umferðarþunga, bæði gagnvart umferð beint ofan á hana og umferð sem er til hliðar við hana.
Fylgja þarf leiðbeiningum um jarðvegsdýpt í skiljustæði.

Mynd 4:

Mynd 4 fituskilja

Mynd 5:

Mynd 5 fituskilja

Sýnatökubrunnur:

Synatokubrunnur_fituskiljur

 

11. Stærðir fastefnaskilja

Fastefnaskiljur við fituskiljur

Tafla 111 Fastefnaskiljur

U táknar að skiljan eigi að standast umferðarþunga, bæði gagnvart umferð beint ofan á hana og umferð sem er til hliðar við hana.
Fylgja þarf leiðbeiningum um jarðvegsdýpt í skiljustæði.

 

12. Frágangur fitu- og fastefnaskilja í jörð

Borgarplast óskar eftir að eftirfarandi háttur verði hafður á við frágang fituskiljubúnaðar í jörð
(sjá myndir 1 og 2) Fjarlægja skal allan lífrænan jarðveg undan fituskiljubúnaðinum og grafið niður á „fast“ jarðlag. Sé mjög djúpt á „fast“ má fjarlægja lífræna jarðveginn minnst 100 sm niður fyrir búnaðinn og fylla upp undir hann með ólífrænum jarðvegi, t.d. hrauni eða grús sem vélþjappast í mest 30 sm þykkum lögum. Grúsina skal bleyta vel fyrir þjöppun.
Síðustu 10 sm undir búnaðinn skal vera sandur sem skal umlykja hann.
Allur sandur að fituskiljubúnaðinum skal þjappast í mest 30 sm lögum með 100 kg víbrasleða. Bleytt skal vel í sandinum áður en þjöppun hefst.
Um leið og fyllt er að fituskiljubúnaðinum skal hann fylltur af vatni sem tryggir eðlilega virkni strax.Sé einhver hætta á að grunnvatn eða sjór nái upp á fituskiljubúnaðinn eða umlyki hann, skal leitað ráða hjá tæknimönnum Borgarplasts. Skiljur á kafi í vatni eða sjó virka ekki eðlilega nema með sérstökum ráðstöfunum og þær þurfa þar að auki að vera þykkari en aðrar skiljur.

Val á skiljum með tilliti til jarðvegsdýptar í skiljustæði 
Vegna frosthættu er ekki ráðlegt að staðsetja skilju of grunnt og einnig getur álag frá umferð ökutækja sett skorður við hve grunnt megi setja skilju. Í töflu hér að neðan er ráðlögð lágmarksdýpt undir botn skilju skilgreind.

Lágmarksdýpt undir botn skilju (m)

Tafla 12.1

tafla 121 fituskilja

Borgarplast hefur látið meta álagsþol skiljanna út frá tveimur mismunandi forsendum, annars vegar að aflögun þeirra verði óveruleg og hins vegar að nokkur aflögun sé leyfð. Val á skilju miðað við þessar tvær ólíku forsendur er sýnt hér að neðan.

Val á skiljum miðað við að óveruleg aflögun þeirra sé leyfð. 
Taka þarf tillit til jarðvegsálags og hugsanlegs umferðarálags við val á skilju.
Fyrir þær aðstæður þar sem dýpt frá endanlegu jarðvegsyfirborði niður undir skiljubotn er minni en u.þ.b. 2,5 m (háð skiljugerð) duga vel hefðbundnar skiljur Borgarplasts sem framleiddar eru í grænum lit. Sé jarðvegsdýpi meira þarf skiljan að vera af U-gerð (þykkari og rauðbrún). Sama gildir ef ætla má að keyrt verði á jarðvegsyfirborði ofan við skiljuna eða tankbíl lagt þar þegar skilja er tæmd.

Ef gert er ráð fyrir umferðarálagi á skilju, er hagstæðast að dreifa álaginu með því að steypa stífa plötu í jarðvegsyfirborð og a.m.k. 1,5 m út fyrir skilju í allar áttir. Í töflu hér að neðan er sýnt hversu þykka skilju þurfi í þessum tilfellum.

Tafla 12.2

tafla 122 fituskilja

Val á skiljum miðað við að nokkur aflögun þeirra sé leyfð. 
Mat á álagsþoli tekur hér mið af leiðbeiningum í evrópska staðlinum EN 13476-1:2007, fyrir þrýstingslaus „prófíleruðuð“ rör úr HDPE, PP og PVC og kröfum hér á landi og erlendis til hringstífni röra í fráveitukerfum.  Skiljurnar eru hluti af fráveitukerfi og því eðlilegt að leyfa svipaða aflögun í þeim og rörunum. Jafnframt er leyfð aflögun í endum og fótum skiljanna. Vegna þeirrar rúmmálsminnkunar sem aflögunin hefur í för með sér er nauðsynlegt að valin aðeins stærri skilja ef þessi nálgun er tekin varðandi álagsþol, næsta stærð fyrir ofan á vörulista Borgarplast er þar fullnægjandi. Greining skv. þessari aðferðafræði hefur leitt til þeirrar niðurstöðu að eftirfarandi þykkta sé þörf:

Tafla 12.3

tafla 123 fituskilja

Hér á landi og víða annarsstaðar er algengast að miða við að stífni fráveitulagna sé SN4 sem samsvarar skilju af U-gerð hjá Borgarplasti. Þá eiga þær að þola umferð miðað við hefðbundnar aðstæður og dýpt (allt að 6 m). Á hafnarsvæðum og annarsstaðar þar sem álag er meira þykir rétt að hafa stífni (efnisþykkt) meiri. Best er að ræða slíkt við tæknimenn Borgarplasts. Sé tryggt að umferð ökutækja sé aldrei ofan á eða a.m.k. tvo metra frá skilju, þá á þynnri gerðin hins vegar að duga.

Sé tekin ákvörðun um að leyfa nokkra aflögun skiljunnar eins og hér er lýst, þá er nauðsynlegt að vanda til frágangs hennar. Bæði undir skilju og um leið og fyllt er að henni þarf að þjappa vel í 30 sm lögum, en samt varlega á þeim 15 sm sem næst eru skilju. „Proctor“-gildi fyrir þjappaða fyllingu þyrfti að ná 94%.

Mynd 1 fituskilja

Mynd 2 fituskilja

 

13. Lagnir að og frá skiljubúnaði

ÍST EN 1825 gefur nokkur góð ráð varðandi lagnir að og frá fituskiljubúnaði sem er vert að hönnuðir hafi hugfast við sín störf, en þar stendur:

„Ef sérstakar staðbundnar reglur mæla ekki fyrir um annað skal tengja fituskiljur við frárennsli og holræsi eins og hér segir:

Fráveituvatn skal vera sjálfrennandi í fituskilju. Ef vatnsyfirborðið í fituskiljunni er lægra en grunnvatnsyfirborð skal nota dælubúnað til að flytja afrennsli frá fituskiljunni í holræsi.
Lagnir að fituskilju skal leggja með lágmarkshalla 2% til að varna uppsöfnun fitu.
Ef þetta er ekki hægt vegna rekstrar eða skipulags og/eða ef lengri lagnir reynast nauðsynlegar, skal gera viðeigandi ráðstafanir til að varna fitusöfnun eða myndun botnfalls.
Breyting úr lóðréttum lögnum í láréttar skal gerð með því að nota tvö 45° hné og hafa a.m.k. 250 mm langa pípu þar á milli eða nota samsvarandi hné með langri beygju. Síðan skal koma rennslisjöfnunarpípa, sem á lengdina er a.m.k. 10 sinnum þvermál aðrennslispípunnar og skal staðsett fyrir framan inntak skiljunnar.
Staðbundnar reglur kunna að setja takmarkanir á hitastig fráveituvatns sem rennur í almenna holræsalögn.
Losunarstaðir eins og niðurföll skulu vera útbúin síum með botnfallsíláti sem hægt er að fjarlægja og hreinsa.“

Til að losna við síur og botnsfallsílát er ráðlagt að nota fastefnaskilju sem er síðan dælt úr reglulega.

ÍST EN 1825 kveður á um að þéttihringir lagna skulu vera gúmmíelastískir. Gúmmíhringir skulu uppfylla kröfur staðalsins EN 681-1 til tegundar WC og harka þeirra skal ekki vera minni en 40 (IRHD skv. staðlinum ISO 48).

Mynd 4 fituskilja

Mynd 5 fituskilja

Mynd 6 fituskilja

 

14. Loftun lagna

ÍST EN 1825 segir að lagnir að og frá fituskilju skuli útloftaðar á viðunandi hátt. Loftunarrör skal vera á aðrennslislögn fituskilju og greinar úr loftunarrörinu skulu tengdar við allar greinar aðrennslislagnarinnar sem eru lengri en 5 m. Þetta getur t.d. verið gert með því að útlofta skolp stofna, þar sem vökvi með fitu rennur um, vel yfir þak.

Þar sem næsta útloftun á aðrennslislögn er lengra en 10 m frá fituskilju, skal viðbótarloftun sett á lögnina eins nálægt skiljunni og kostur er, þ.e. að skiljan sjálf útloftist líka í gegnum umræddar loftanir sem getur valdið miklum óþef og því þarf að færa slíkar útloftanir í örugga fjarlægð frá híbýlum og öðrum stöðum sem lyktin angrar fólk. Fita úldnar við mismunandi langa geymslu og gefur þá frá sér mikinn fnyk gegnum útloftunarrör, en staðsetning þeirra ætti að taka mið af því.

 

15. Aðgerðir til að hindra fitusöfnun í aðrennslisæðum fituskiljunnar

Oft skapast vandræði í kringum lagnir sem flytja vatnsblandaða fitu annaðhvort um köld rými eða í jörð þar sem grunnt er á lagnir.

Hér koma nokkur heilræði úr staðlinum:

Markmiðið með öllum framkvæmdum með fituskiljur ætti að vera að skipuleggja og koma kerfinu þannig fyrir að ekki þurfi að grípa til sérstakra ráðstafana til að koma í veg fyrir að fita safnist saman og setjist í leiðslurnar framan við fituskiljuna.
Af byggingar- og/eða rekstrarlegum ástæðum, til að mynda þar sem langar leiðslur eru nauðsynlegar við lágt umhverfishitastig, kann að þurfa að grípa til sérstakra ráðstafana, til dæmis með því að varmaeinangra leiðslur eða hita leiðslustæði sem er varmaeinangrað.

– Verið getur að varmaeinangra þurfi leiðslur sem liggja um svala kjallara.

– Þegar leiðslur liggja um byggingarhluta þar sem hætt getur verið við frosti, svo sem bílageymslur neðanjarðar, getur þurft að hita leiðslustæði sem er varmaeinangrað.

– Hitastigi leiðslustæða ætti að stýra með hitastilli (milli 25 °C og 40 °C) til að mæta árstíðabundnum sveiflum.

– Hitun leiðslustæða er aðeins gagnleg þegar fitumengað fráveituvatn rennur um leiðslur og því er mælt með að tímarofi sé notaður.

Leiðslur í upphituðum herbergjum, leiðslur á frostfrírri dýpt, t.d. undir óupphituðum bílageymslum og leiðslur á frostfrírri dýpt utandyra, þarfnast ekki sérstakra aðgerða.

 

16. Ráðlögð vídd mannopa eftir rekstri – Lok

Jurta- og fiskolíur eru yfirleitt fljótandi og því dælanlegar og þurfa skiljurnar því aðeins Ø 600 mm mannop.
Dýra- og jurtafita er hörð fita og þarf þá að fara niður í skiljuna og brjóta fituna úr. Þykkt fitu í hefðbundinni skilju fer ekki yfir 5 sm. Sé notuð skilja með auknu fiturými getur þykkt fitunnar orðið 25 sm. Þægilegast er að slík mannop séu Ø 1000 mm og nái óskert upp á jarðvegsyfirborð.
Hægt er að notast við keilu sem breikkar úr Ø 600 mm í Ø 1000 mm snarlega undir keilunni. ÍST EN 1825 gerir kröfur um stærri mannop en Ø 600 mm þar sem hörð fita myndast í fituskilju. Mannop stærri en Ø 600 mm krefjast í flestum tilfellum sérsmíðaðra loka.

Hér koma nokkur dæmi um fitutegundir frá ýmskonar vinnslu og rekstri:

a. Hótel, veitingahús og stóreldhús nota fitu úr öllum flokkum og geta hlutföllin verið breytileg dag frá degi og því ráðlegt að hafa fituskilju með Ø 1000 mm mannopi, einu eða fleiri og með eða án keilu.

b. Að frátöldum sláturhúsum fyrir fiskeldi þá inniheldur fita dýrasláturhúsa harða fitu og því þurfa fituskiljur þeirra að hafa Ø 1000 mm mannop eitt eða fleiri, án keilu, eftir lengd skilju.

c. Frá kjötiðnaði kemur hörð dýrafita. Því er öruggara að hafa Ø 1000 mm mannop, eitt eða fleiri og án keilu.

d. Fita frá mjólkuriðnaði og ostagerð má ná upp með dælingu og þarf því aðeins Ø 600 mm mannop.

e. Lýsis- og fiskimjölsframleiðendur eru nær eingöngu með fiskolíu, lýsi og búklýsi, og þurfa því aðeins Ø 600 mm mannop.

f. Sælgætisiðnaður notar bæði harða fitu og olíur. Mannop þarf því að vera Ø 1000 mm, eitt eða fleiri og með eða án keilu.

g. Úrgangur frá fiskiðnaði er nær eingöngu fiskolía. Þar nægir Ø 600 mm mannop.

Ofanskráðar ráðleggingar koma frá matvælafræðingi.

Lok
ÍST EN 1825 kveður á um að lok skuli vera í samræmi við ÍST EN 124:1994. Sé skilja innandyra eða nálægt íverustöðum skulu lok ekki vera með loftræstigötum.

Dæmi 1:

daemi 1 fituskiljur

Dæmi 2:

daemi 2 fituskiljur

Dæmi 3:

daemi 3 fituskiljur

Dæmi 4:

daemi 4 fituskiljur

 

17. Merking og nauðsynlegar upplýsingar varðandi fituskiljur samkv. ÍST EN 1825

Staðall ÍST EN 1825 kveður á um að innan í mannop á fituskiljunni komi merkiplata úr áli eða ryðfríu stáli á aðgengilegum stað. Á þeirri plötu skal koma fyrir ýmsum upplýsingum um fituskiljuna, svo sem nafni framleiðanda, framleiðsluári, NS, vökva- og fiturúmmálum, efnið í skiljunni o.fl.Merkiplatan er 93 x 89 mm.

Merkiplata_fituskilja

Allar fituskiljur Borgarplasts hafa leyfi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands til að CE merkja framleiðsluvörur sínar á fituskiljum samkvæmt IST EN 1825-1.

 

18. Flutningur á fituskiljubúnaði

Þegar fituskiljubúnaður er lestaður eða affermdur af flutningatæki skal nota gaffallyftara eða búnaðurinn hífður í stroffum.

Sé lengd einstakra hluta yfir 5 m skulu þeir hífðir í tveimur stroffum. Sé hluturinn yfir 10 m skal nota tvær stroffusamstæður (fjórar stroffur).

 

19. Rekstur- og viðhald fituskiljubúnaðar

Fituskiljur skal skoða, tæma og hreinsa reglulega. Athygli er vakin á því að nauðsynlegt er að fylgja stjórnvaldsreglum um förgun úrgangsefna. Tæmingu og förgun innihalds fituskiljubúnaðar mega eingöngu annast þeir aðilar sem fengið hafa viðurkenningu til slíkra verka frá heilbrigðisyfirvöldum á viðkomandi svæði og er rétt að fá það upplýst hjá heilbrigðisfulltrúa hverjir séu hæfir. Úrgangur fituskilja er yfirleitt urðaður.
Hversu oft fituskilja er skoðuð, tæmd og viðhaldið ræðst af geymslurými skiljubúnaðarins fyrir fitu og fastefni og reynslu af notkun skiljunnar. Ef annað er ekki tekið fram, ætti fituskilja að vera tæmd, hreinsuð og fyllt með hreinu vatni að minnsta kosti einu sinni í mánuði og helst hálfsmánaðarlega. Ástæðan er sú að að fitan úldnar fljótlega í skiljunni með tilheyrandi fnyk.

 

20. Lög, reglugerðir, staðlar, eftirlits- og umsagnaraðilar og hönnuðir

Af helstu stöðlum og reglugerðum sem tengjast fituskiljum með einum eða öðrum hætti má nefna:
ÍST EN 1825, „Reglugerð um hollustuhætti“, nr. 941/2002,
„Reglugerð um fráveitur og skólp“, nr. 798/1999 og
„Mengunarvarnarreglugerð“ nr. 48/1994, lög um veitinga-og gististaði nr.288/1987.

Einnig gilda „Byggingarreglugerð“ nr. 441/1998, „Reglugerð um brunavarnir“, „Reglugerð um starfsleyfisskylda starfsemi“, nr. 785/1999, ÍST EN 124:1994 sem fjallar um frágang mannopa á skiljum, brunnum o.s.frv.
Öll lagnavinna fellur undir ÍST 65 og 68.
Eftirlits- og umsagnaraðili er heilbrigðisfulltrúi í hverju umdæmi. Einnig kemur byggingarfulltrúi við sögu, fyrir atbeina heilbrigðisfulltrúa, varðandi samþykkt teikninga og framkvæmd úttekta, þá væntanlega í umboði heilbrigðisfulltrúa.
Verk- og tæknifræðingar hanna fituskiljubúnað og ákvarða stærð hans og staðsetningu. Frágangur fituskiljubúnaðar í jörð og frágangur mannopa, við endanlegt jarðvegsyfirborð, sem Borgarplast framleiðir skal unninn samkvæmt leiðbeiningum Borgarplasts.

Fleira áhugavert: