Hvalárvirkjun (55 MW) – 5 stífl­ur við heiðar­vötnin blá

Heimild: 

 

Október 2017

Vötn­in á Ófeigs­fjarðar­heiði í Árnes­hreppi á Strönd­um eru mörg hver krist­al­tær og líkj­ast helst djúp­blá­um aug­um í lands­lag­inu. Hrein­leik­inn og yfir 300 metra fall­hæð vatns­ins um jök­ulsorfn­ar klapp­ir niður að sjó gera svæðið eft­ir­sókn­ar­vert til virkj­un­ar en að sama skapi og af sömu ástæðu er um­hverfið ákjós­an­legt til úti­vist­ar. Þá er það sér­stætt á marg­an hátt og vernd­ar­gildið því mikið. Foss­arn­ir í ánum ofan af heiðinni eru sum­ir hverj­ir stór­feng­leg­ir. Dyn­ur­inn í hinum 70 metra háa Drynj­anda berg­mál­ar í Hvalár­gljúfri og á góðviðris­dög­um mynd­ar vatnsúðinn nokk­urs kon­ar reykjar­bólstra við Rjúk­anda­foss. Fyr­ir utan niðinn í ánum og foss­un­um er kyrrðin nán­ast al­gjör í miðju þess­ara mestu víðerna Vest­fjarða.

Vest­ur­Verk, sem er í meiri­hluta­eigu HS Orku, áform­ar nú að reisa Hvalár­virkj­un í eyðifirðinum Ófeigs­firði í Árnes­hreppi. Virkjað yrði rennsli þriggja áa á Ófeigs­fjarðar­heiði: Hvalár, Rjúk­anda og Ey­vind­ar­fjarðarár. Gert er ráð fyr­ir að afl virkj­un­ar­inn­ar verði 55 MW og orku­fram­leiðslan um 320 gíga­vatt­stund­ir (GWh) á ári. Til sam­an­b­urðar er orku­notk­un Vest­fjarða í dag um 260 GWh.

Byggðar yrðu fimm stífl­ur við heiðar­vötn til að mynda þrjú miðlun­ar­lón. Sú hæsta yrði 33 metr­ar. Lón­in yrðu tóm að vori og myndu í fyrsta lagi fyll­ast í byrj­un júlí. Rennsli allra ánna myndi minnka veru­lega á köfl­um. Far­veg­ur Hvalár yrði þurr á löng­um kafla þegar lónið væri ekki fullt og rennsli um Drynj­anda á sama tíma um 1/​50 af því sem það er nú. Foss­inn yrði því sem næst vatns­laus þegar liði á sum­ar nema á rign­ing­ar­dög­um, að mati Skipu­lags­stofn­un­ar.

 

mbl.is/​Krist­inn Garðars­son

Vatni úr Rjúk­anda yrði veitt í lón og áin því mjög vatns­lít­il á kafla. Um 40% af nátt­úru­legu rennsli yrði náð þegar komið væri niður að hinum 40 metra háa Rjúk­anda­fossi. Með yf­ir­falls­vatni yrði rennslið um 80% af því sem það er í dag.

Far­veg­ur Ey­vind­ar­fjarðarár yrði þurr á tæp­lega tveggja kíló­metra kafla frá stíflu nema þegar lón­in væru full sem að meðaltali yrði frá júlí til des­em­ber.

Fram­kvæmt yrði á óbyggðu víðerni en sam­kvæmt lög­um um nátt­úru­vernd skal standa vörð um slík svæði. Þá njóta foss­arn­ir og sum vatn­anna á heiðinni sér­stakr­ar vernd­ar í lög­un­um og skal þeim ekki raskað nema brýna nauðsyn beri til og al­manna­hags­mun­ir séu í húfi. Skipu­lags­stofn­un tel­ur að fram­kvæmd­in myndi skerða víðáttu­mesta sam­fellda óbyggða víðerni á Vest­fjörðum um að minnsta kosti 200 fer­kíló­metra eða um 13%.

 

Vinnu­veg­ir er snjóa leys­ir

Rætt hef­ur verið um Hvalár­virkj­un í ára­tugi en aldrei sem nú. Virkj­un­ar­kost­ur­inn var sett­ur í ork­u­nýt­ing­ar­flokk ramm­a­áætl­un­ar árið 2013 og gert ráð fyr­ir hon­um í aðal­skipu­lagi Árnes­hrepps ári síðar. Þegar hef­ur farið fram mat á um­hverf­isáhrif­um, og skipu­lags­breyt­ing­ar, m.a. vegna vinnu­vega um Ófeigs­fjarðar­heiði, verið aug­lýst­ar. Vinnu­veg­ina á að nota til frek­ari rann­sókna á svæðinu og verði fram­kvæmda­leyfi vegna þeirra gefið út á næstu vik­um eða mánuðum hefst veglagn­ing um heiðina er snjóa leys­ir í vor. Veg­irn­ir yrðu þar með lagðir án þess að aðrir þætt­ir fram­kvæmd­ar­inn­ar væru að fullu frá­gengn­ir.

Frek­ari breyt­inga á skipu­lagi Árnes­hrepps er þörf og eru þær nú í und­ir­bún­ingi. Í kjöl­farið verður sótt um fram­kvæmda­leyfi fyr­ir virkj­un­inni. Gangi áætlan­ir fram­kvæmdaaðila eft­ir mun Hvalár­virkj­un fara að fram­leiða raf­magn á ár­un­um 2023-2024.

Margt er þó enn ófrá­gengið.

Virkj­un­in yrði langt frá meg­in­flutn­ings­kerfi raf­orku og enn er ekki búið að ákveða hvernig hún verður tengd því. Vest­ur­Verk vill að lín­an verði lögð í jörð um 30 kíló­metra leið yfir Ófeigs­fjarðar­heiði og að tengipunkti, sem enn er ekki til staðar, í Ísa­fjarðar­djúpi. Ekki er víst að það sé tækni­lega fram­kvæm­an­legt þó að lík­lega séu streng­ir hag­kvæm­ari en loftlína á þessu veðurfars­lega erfiða svæði, svo ekki sé talað um um­hverf­i­s­vænni. Að sögn for­stjóra Landsnets má líta á þetta sem kvóta. Dreifi­kerfi Vest­fjarða er veikt og af raf­magns­fræðileg­um ástæðum hef­ur lagn­ing jarðstrengs á ein­um stað áhrif á hvað hægt er að leggja af strengj­um ann­ars staðar. Þetta þurfi því að rann­saka sér­stak­lega.

Nokkuð er því í að vinna við mat á um­hverf­isáhrif­um línu­lagn­ar­inn­ar hefj­ist. Verði jarðstreng­ur lagður mun það hafa óveru­leg áhrif til frek­ari skerðing­ar víðern­anna. Verði niðurstaðan hins veg­ar sú að leggja þurfi loftlínu að hluta eða í heild mun skerðing­in nema allt að 100 km² til viðbót­ar. Þá myndu sam­an­lagt um 20% af óbyggðum víðern­um svæðis­ins skerðast með fram­kvæmd­inni allri.

 

mbl.is/​Krist­inn Garðars­son

Skipu­lags­stofn­un tel­ur æski­legt að leyf­is­veit­ing­ar vegna línu­lagn­ar og virkj­un­ar, sem háðar eru hvor ann­arri, fari fram sam­hliða. Dæm­in sanni að það sé far­sæl­ast. „Við þurf­um að vanda okk­ur sér­stak­lega vel og stíga var­lega til jarðar í þessu máli,“ seg­ir Eva Sig­ur­björns­dótt­ir, odd­viti Árnes­hrepps, um þessi til­mæli Skipu­lags­stofn­un­ar. „Ekki láta neina duttl­unga stjórna okk­ur og gæta okk­ur á því að gera ekki neina vit­leysu.“

Þrjár fjöl­skyld­ur fluttu í fyrra

Fólks­fækk­un hef­ur verið viðvar­andi í Árnes­hreppi árum og ára­tug­um sam­an. 46 manns eru þar nú með lög­heim­ili og um 30 hafa þar vet­ur­setu. Í fyrra fluttu tíu úr hreppn­um, þar af tvær barna­fjöl­skyld­ur og þar með yngstu bænd­ur sveit­ar­inn­ar. Slíkt er mikið áfall í litlu sam­fé­lagi og tíma tek­ur fyr­ir þá sem eft­ir eru að ná vopn­um sín­um. Aðeins tvö börn eru nú í Finn­bog­astaðaskóla, eina grunn­skóla hrepps­ins, og út­lit fyr­ir að hvor­ugt þeirra verði þar eft­ir ára­mót. Þá yrði skól­an­um lokað og 80 ára sam­felld skóla­saga rof­in.

Barns­radd­irn­ar í sveit­inni myndu þar með þagna um hríð.

Jóhanna Engilráð Hrafnsdóttir er annar af tveimur nemendum Finnbogastaðaskóla í ...

Jó­hanna Engil­ráð Hrafns­dótt­ir er ann­ar af tveim­ur nem­end­um Finn­bog­astaðaskóla í Árnes­hreppi. Skól­an­um verður að óbreyttu lokað um ára­mót. Þá munu barns­radd­irn­ar í sveit­inni þagna um hríð. mbl.is/​Golli

Á þess­um viðkvæma tíma­punkti í sam­fé­lagi sem hef­ur í ára­tugi bar­ist fyr­ir sam­göngu­bót­um og ann­arri innviðaupp­bygg­ingu hófst svo umræða um Hvalár­virkj­un af mikl­um krafti. Ólík sjón­ar­mið kall­ast á en þegar íbú­arn­ir eru farn­ir að ótt­ast að heils­árs­bú­seta legg­ist jafn­vel af taka því sum­ir fagn­andi að einka­fyr­ir­tæk­in Vest­ur­Verk og HS Orka ætli sér í virkj­ana­fram­kvæmd­ir og bjóði sam­hliða stuðning við ýms­ar um­bæt­ur svo sem ljós­leiðara, þriggja fasa raf­magn, betri veg til Ófeigs­fjarðar, sum­ar­veg yfir Ófeigs­fjarðar­heiði og hita­veitu í hluta hrepps­ins.

Eins og „óarga­dýr“

„Mér finnst erfitt að fram­kvæmdaaðilar skuli nota þetta mál til að spila á til­finn­ing­ar fólks,“ seg­ir Elín Agla Briem, kenn­ari í Finn­bog­astaðaskóla.

„Þeir segj­ast vera að koma hingað til að styrkja innviði. Það er gagn­rýni­vert að gera slíkt hér núna, þegar til­finn­ing­ar eru svona hrá­ar og staðan erfið. Við hefðum ein­mitt þurft að hafa hér næði til að vinna úr þessu áfalli sam­an, finna okk­ar leiðir til að tak­ast á við það og byggja upp á ný. Virkj­ana­áformin koma eins og óarga­dýr inn í sam­fé­lagið á meðan þetta er allt að ger­ast.“

Guðlaug­ur Ágústs­son, bóndi í Stein­stúni og hrepps­nefnd­armaður, er í hópi þeirra sem von­ast til þess að virkj­un hafi já­kvæð áhrif á sam­fé­lagið. „Ef maður sér fram á að á þriggja til fimm ára fram­kvæmda­tíma virkj­un­ar­inn­ar gæti byggð hald­ist hér áfram verður maður bara að gjöra svo vel að vera já­kvæður fyr­ir því. Það er ekk­ert betra í boði. Ég hef mikla trú á því að þessi fram­kvæmd geti skipt heil­miklu máli.“

Ákvörðunin um Hvalár­virkj­un hvíl­ir á herðum Guðlaugs og fjög­urra annarra sveit­ar­stjórn­ar­manna í Árnes­hreppi. Þrír þeirra eru nú fylgj­andi fram­kvæmd­inni en tveir á móti.

Ann­ar þeirra er Ingólf­ur Bene­dikts­son, vara­odd­viti og bóndi í Árnesi II. Hann var fylgj­andi virkj­un­ar­áformun­um á þeim tíma er til stóð að þeim myndu fylgja raun­veru­leg­ar sam­göngu­bæt­ur og heils­ár­störf. „Ég var kannski alltof lengi fylgj­andi þessu, ég viður­kenni það. En svo fór ég að kynna mér þetta allt sam­an miklu bet­ur og skipti um skoðun.“

Nú er svo komið að ekk­ert heils­árs­starf mun skap­ast og einu beinu tekj­ur sveit­ar­fé­lags­ins verða fast­eigna­gjöld upp á 20-30 millj­ón­ir króna á ári. Slíkt er þó bú­bót í fá­menn­inu á Strönd­um. Á móti þeirri tekju­aukn­ingu munu hins veg­ar fram­lög úr jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­laga skerðast að ein­hverju leyti.

Eva odd­viti er hins veg­ar sann­færð um að íbú­arn­ir muni njóta góðs af fram­kvæmd­un­um þegar upp er staðið. „Ef það verða ráðnir út­lend­ing­ar til verks­ins verða þeir að öll­um lík­ind­um með lög­heim­ili hér í sveit­inni þannig að þá fáum við út­svarið þeirra,“ tek­ur hún sem dæmi. Vinnu­búðir eru ráðgerðar á fram­kvæmda­svæðinu fyr­ir um tvö hundruð manns.

Ásgeir Mar­geirs­son, for­stjóri HS Orku, seg­ir að þótt eng­in heils­árs­störf yrðu til eft­ir að bygg­ingu virkj­un­ar­inn­ar lyki myndi hún hafa marg­vís­leg af­leidd áhrif: „Stór­bætt fjar­skipti. Stór­bætt raf­magn. Stór­bætt­ar sam­göng­ur. Stór­bætt tæki­færi til at­vinnu­sköp­un­ar. Sama hvað hver seg­ir.“

Lofa aðstoð við innviðaupp­bygg­ingu

Í bréfi sem Vest­ur­Verk sendi sveit­ar­stjórn Árnes­hrepps í byrj­un sum­ars voru tí­unduð sam­fé­lags­verk­efni sem fyr­ir­tækið gæti tekið þátt í „komi til virkj­un­ar Hvalár í Ófeigs­firði“, eins og það var orðað. Eva seg­ir að til­boðið hafi verið rætt í hrepps­nefnd en eng­ar ákv­arðanir verið tekn­ar. „Við mun­um fara af­skap­lega var­lega í öll svona mál.“

Ekki er að finna sér­stök ákvæði um slíka samn­inga í skipu­lagslög­um. Hægt er að halda því fram að það geti verið sann­gjarnt að þeir sem fá heim­ild til að nýta landsvæði og auðlind­ir til verðmæta­sköp­un­ar leggi í staðinn eitt­hvað af mörk­um til viðkom­andi nærsam­fé­lags. Hins veg­ar er það mat margra að samn­ing­ar sem þess­ir þurfi að vera uppi á borðum og fyr­ir þurfi að liggja að slík fram­lög ráði ekki úr­slit­um um það hvort viðkom­andi fram­kvæmd telst ásætt­an­leg eða ekki.

„Ef ein­hver lof­orðalisti er til, af hverju er hann ekki bara op­in­ber og til umræðu?“ spyr Val­geir Bene­dikts­son sem býr á bæn­um Árnesi II. „Ég myndi fyr­ir mitt leyti ekki vilja fórna þess­ari heiði fyr­ir eina máln­ing­ar­fötu utan á skól­ann,“ seg­ir hann og vís­ar þar til vil­yrðis Vest­ur­Verks um end­ur­nýj­un klæðning­ar á Finn­bog­astaðaskóla.

Í tengsl­um við virkj­un­ar­fram­kvæmd­ina yrði veg­ur­inn frá Tré­kyll­is­vík og um eyðifirðina Ing­ólfs­fjörð og Ófeigs­fjörð bætt­ur. Þá yrði lagður línu­veg­ur yfir Ófeigs­fjarðar­heiði og vest­ur í Djúp sem aðeins væri fær að sum­ar­lagi. Það er þó veg­ur­inn í hina átt­ina, suður til Hólma­vík­ur, sem sveit­ung­ar hafa kallað eft­ir úr­bót­um á ára­tug­um sam­an. Einn ill­fær­asti hluti hans, Veiðileysu­háls, er nú þegar á sam­göngu­áætlun. Til stóð að hefja fram­kvæmd­ir á næsta ári en vegna niður­skurðar síðasta vet­ur ýtt­ust mörg verk­efni aft­ar í tímaröð. Nú er út­lit fyr­ir að fram­kvæmd­ir hefj­ist 2020. „Það fyrsta sem er gert þegar það vant­ar klink í rík­iskass­ann er að hætta við sam­göngu­bæt­ur hér,“ seg­ir Guðlaug­ur í Stein­stúni.Lestu meira

Ingólf­ur vara­odd­viti bend­ir á að þess­ar vega­bæt­ur og virkj­un séu al­gjör­lega óháðar fram­kvæmd­ir. „Sá sem held­ur öðru fram er að búa það til til að rétt­læta þetta.“

Eva seg­ir að þó að fram­kvæmd­irn­ar teng­ist ekki beint sé hún sann­færð um að því meira sem væri um­leikis í hreppn­um því meiri þrýst­ing­ur væri á aukið fjár­magn og fram­kvæmd­ir af hálfu Vega­gerðar­inn­ar. Ingvi Árna­son, svæðis­stjóri hjá Vega­gerðinni, seg­ir að al­mennt kalli meiri um­svif í sveit­ar­fé­lagi á bætta þjón­ustu og betri vegi. „Um það eru þó eng­in lof­orð,“ ít­rek­ar hann.

Vega­bæt­ur á Stranda­vegi óháðar virkj­un

Á síðustu árum hef­ur farsíma- og net­sam­band batnað til muna í Árnes­hreppi og Orku­bú Vest­fjarða vinn­ur nú að því að leggja þriggja fasa raf­streng í jörðu. Þeirri lagn­ingu á sam­kvæmt áætl­un að ljúka fyr­ir árið 2030, al­veg óháð því hvort Hvalár­virkj­un verður að veru­leika. Elías Jónatans­son, for­stjóri Orku­bús­ins, seg­ir að miðað við það sem fram hafi komið í frétt­um megi þó ætla að fjár­mögn­un virkj­un­araðilans í verk­efn­inu myndi flýta því.

Þó að hita­veita frá Kross­nesi til Norður­fjarðar sé nefnd til sög­unn­ar í bréfi Vest­ur­Verks eru eng­ar viðræður, hvorki form­leg­ar né óform­leg­ar, hafn­ar við land­eig­end­ur um lagn­ingu henn­ar. Land­eig­and­inn Úlfar Eyj­ólfs­son seg­ist þó mögu­lega op­inn fyr­ir slíku.

En eru bætt­ar sam­göng­ur, þriggja fasa raf­magn, bæt­ur á hafn­ar­svæðinu og fleira ekki hlut­ir sem sveit­ar­fé­lög og ríki eigi að sjá til að séu fyr­ir hendi, al­veg óháð virkj­un? „Ja, ríkið get­ur nú ekki einu sinni séð um að hér séu veg­ir mokaðir tvisvar í viku yfir vetr­ar­mánuðina,“ svar­ar Eva. „Þannig að þú sérð hvernig þetta er.“

Frá höfninni á Gjögri í Árneshreppi. VesturVerk hefur boðist til ...

Frá höfn­inni á Gjögri í Árnes­hreppi. Vest­ur­Verk hef­ur boðist til að aðstoða við bæt­ur á höfn­inni í Norðurf­irði. mbl.is/​Golli

Ein­stakt sam­fé­lag og nátt­úra dreg­ur fólk að

Í Árnes­hreppi hef­ur ferðamennska tekið við sér síðustu ár, þó ekk­ert í lík­ingu við það sem orðið hef­ur víðast ann­ars staðar á land­inu. Íbú­arn­ir eru ým­ist á þeirri skoðun að virkj­un myndi hafa já­kvæð eða nei­kvæð áhrif á ferðaþjón­ust­una. Benda sum­ir á að veg­ur inn í Ófeigs­fjörð og þaðan yfir í Djúp gæti „opnað nýj­ar vídd­ir“ fyr­ir ferðamenn eins og odd­vit­inn orðar það. Aðrir telja að með því að mann­gera um­hverfið og minnka rennsli ánna myndi svæðið tapa aðdrátt­ar­afli sínu.

Helga Árna­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar, seg­ir ljóst að Hvalár­virkj­un myndi hafa áhrif á ferðamennsku á þessu lítt raskaða svæði. „Virkj­un­in yrði í útjaðri göngu­leiðar sem tals­vert er notuð. Óhjá­kvæmi­lega myndi hún því hafa áhrif á upp­lif­un þeirra ferðamanna sem þessa leið fara.“

Hún seg­ir að vegna fram­kvæmd­anna myndu veg­ir inn á svæðið vissu­lega batna. „Hins veg­ar má velta fyr­ir sér, hvort held­ur sem er á þessu svæði eða öðrum, hvort vega­bæt­ur geti ekki orðið á öðrum for­send­um en vegna virkj­un­ar­fram­kvæmda?“

Páll Ey­steinn Guðmund­son, fram­kvæmda­stjóri Ferðafé­lags Íslands, seg­ir að virkj­un á svæðinu myndi skerða tæki­færi til upp­bygg­ing­ar út frá for­send­um nátt­úr­unn­ar. Hann heim­sæk­ir Árnes­hrepp á hverju ári og þekk­ir þar ágæt­lega til. „Mér finnst alltaf eins og ég sé að keyra inn í nýj­an heim,“ seg­ir hann. Hin óspillta og mik­il­feng­lega nátt­úra spili þar stórt hlut­verk en hið ein­staka sam­fé­lag þeirra sem þar búa ekki síður. „Og það er þetta sem dreg­ur mann þangað aft­ur og aft­ur. Þetta er stóra auðlind­in á svæðinu.“

Eng­inn veit hvað átt hef­ur fyrr en misst hef­ur

Eyðifjörður­inn Ófeigs­fjörður er að mestu í eigu Pét­urs Guðmunds­son­ar og fjöl­skyldu hans.

Árið 2008 gerðu land­eig­end­urn­ir samn­ing við Vest­ur­Verk um vatns­rétt­ind­in. Pét­ur ólst upp í firðinum en hef­ur und­an­farna ára­tugi dvalið þar á sumr­in. Hann hef­ur ekki áhyggj­ur af áhrif­um virkj­un­ar á ferðamennsk­una. Kyrrðin, sem fólk sæk­ist eft­ir, yrði áfram fyr­ir hendi. „Það hef­ur eng­inn hingað til verið að vafra þarna um heiðina,“ seg­ir Pét­ur. Aðeins ör­fá­ir menn, nokkr­ir tug­ir, hafi gengið yfir hana frá því hann man eft­ir sér. „Það er ekki fyrr en í sum­ar sem menn hafa verið að ganga þarna upp eft­ir.“

Meðal þeirra sem hafa gengið um Ófeigs­fjarðar­heiðina í sum­ar eru Tóm­as Guðbjarts­son hjartask­urðlækn­ir og Ólaf­ur Már Björns­son augn­lækn­ir. Þeir hafa birt tugi mynda af svæðinu á sam­fé­lags­miðlum, skrifað fjölda greina og Tóm­as oftsinn­is rætt hina fyr­ir­huguðu virkj­un í viðtöl­um. „Það er eðli­legt í þess­ari umræðu allri að sýna svæðið eins og lækn­arn­ir tveir hafa gert,“ bend­ir Ingólf­ur vara­odd­viti á. „Því eng­inn veit hvað átt hef­ur fyrr en misst hef­ur.“

Minn­ir um margt á Kára­hnjúka

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar, seg­ir að umræðan um Hvalár­virkj­un minni um margt á þá sem var í kring­um Kára­hnjúka. „Eitt hef­ur ekki breyst og það er að enn eru þau rök sett fram hvað varðar Hvalár­virkj­un að fáir komi á svæðið og því sé betra að virkja það,“ seg­ir hann. „Ferðamennska hef­ur enn sem komið er ekki verið mik­il á þess­um hluta lands­ins en það ger­ir svæðið ekk­ert minna verðmætt. Það eru þarna stór víðerni. Með Kára­hnjúka­virkj­un voru stór víðerni klof­in í herðar niður. Það er nokkuð sem við ætt­um að var­ast að gera aft­ur.“

Vatnsrennslið í Drynjanda, 70 metra háum fossi í Hvalá, myndi ...

Vatns­rennslið í Drynj­anda, 70 metra háum fossi í Hvalá, myndi skerðast veru­lega hluta úr ári og verða aðeins 1/​50 af því sem það er í dag. mbl.is/​Golli

Land­vernd hef­ur lagt til að í stað virkj­un­ar verði svæðið friðlýst og þar stofnaður þjóðgarður. Slíkt þyrfti ekki að taka lang­an tíma og gæti skapað nokk­ur heils­árs­störf og sum­arstörf að auki.

Fyr­ir nokkr­um ára­tug­um klofnaði sam­fé­lagið í Árnes­hreppi í deilu um kirkju­bygg­ing­ar. Virkj­ana­mál geta einnig verið eld­fim og skipt fólki í tvær fylk­ing­ar. Hrepps­bú­ar leggja hins veg­ar áherslu á það nú að láta málið ekki hafa áhrif á dag­lega lífið og sam­skipti sín á milli. „Þetta á að vera voðal­ega erfitt að mati margra og fólk á ekki að geta talað sam­an ef það hef­ur ekki sömu skoðun,“ seg­ir Vig­dís Gríms­dótt­ir, rit­höf­und­ur og skóla­stjóri Finn­bog­astaðaskóla. „En það er ekki þannig hér og nú. Fólk er ekki sam­mála, vin­ir manns vilja virkja. En þeir eru sömu vin­ir mín­ir fyr­ir það.“

Guðlaug­ur í Stein­stúni er sama sinn­is. „Mér finnst [umræðan] ekki hafa haft nein áhrif á nærsam­fé­lagið okk­ar. Við erum sam­hent sam­fé­lag og leys­um í sam­ein­ingu öll mál sem upp koma.“

Neisti eða náðar­högg

Öllum íbú­um Árnes­hrepps á Strönd­um er um­hugað um að fræj­um verði sáð til að byggja upp sterkt og blóm­legt mann­líf. Þá grein­ir hins veg­ar á um hver sé besta leiðin að því mark­miði. Þeir sem styðja virkj­un­ina binda von­ir við að hún sé hluti af lausn­inni. „Mín skoðun er sú að ungt fólk sem flutt hef­ur í burtu í gegn­um tíðina gæti mögu­lega komið aft­ur heim á æsku­stöðvarn­ar ef það fengi hér starf [á fram­kvæmda­tím­an­um]. Það myndi svo kannski verða sá stökkpall­ur sem fólk gæti nýtt sér til að setj­ast hér að,“ seg­ir odd­vit­inn.

Hrefna Þor­valds­dótt­ir, matráður í Finn­bog­astaðaskóla, er á önd­verðum meiði og tel­ur að fólk myndi síður setj­ast að í hreppn­um með til­komu virkj­un­ar.

„Ef fólk á þessu svæði hef­ur raun­veru­leg­an vilja til að byggja upp sam­fé­lagið og laða að sér ungt fólk, eins og ég veit svo sann­ar­lega að það hef­ur, þá er þessi virkj­un ekki svarið,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi hjá Land­vernd. „Hrepps­bú­ar vilja tvennt; fleira fólk og bætt­ar sam­göng­ur árið um kring. En það fær hvor­ugt með Hvalár­virkj­un.“

Um 30 manns hafa vetursetu í Árneshreppi á Ströndum. Hrefna ...

Um 30 manns hafa vet­ur­setu í Árnes­hreppi á Strönd­um. Hrefna Þor­valds­dótt­ir matráður Finn­bog­astaðaskóla geng­ur til vinnu ásamt barna­barni sínu sem býr ekki leng­ur í hreppn­um. Að baki þeim má sjá kirkju sem mik­ill styr stóð um fyr­ir ára­tug­um.mbl.is/​Golli

Að lok­um verður það hrepps­nefnd Árnes­hrepps sem tek­ur ákvörðun um hvort af virkj­un verður. Það er í henn­ar hönd­um að meta hvort hin brýna nauðsyn í þágu al­manna­hags­muna sé til staðar svo raska megi foss­um og vötn­um heiðar­inn­ar. „Já, það er víst eng­inn sem mun taka þann kal­eik frá okk­ur,“ seg­ir Eva odd­viti um ábyrgðina. Hún seg­ist ekki munu skor­ast und­an henni.

Ingólf­ur vara­odd­viti seg­ir hins veg­ar að enn sé margt ófrá­gengið. „Þetta er alltof stórt og viðamikið mál fyr­ir svona lítið sveit­ar­fé­lag að glíma við,“ seg­ir hann. „Þetta er mjög flókið og þess vegna er best að flýta sér hægt í öll­um ákv­arðana­tök­um. Enda ligg­ur ekk­ert á.“

Hver er hin brýna nauðsyn?

Á vernd­un óbyggðra víðerna, stöðuvatna og fossa var ít­rekað bent í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar á mats­skýrslu Hvalár­virkj­un­ar. Í nátt­úru­vernd­ar­lög­um seg­ir að standa beri vörð um víðerni og ekki raska foss­um og stöðuvötn­um nema brýna nauðsyn beri til og að al­manna­hags­mun­ir séu í húfi.

Var það niðurstaða stofn­un­ar­inn­ar að áhrif Hvalár­virkj­un­ar yrðu nei­kvæð eða veru­lega nei­kvæð á flesta þá þætti sem voru til skoðunar.

mbl.is/​Krist­inn Garðars­son

En eru al­manna­hags­mun­ir nú í húfi?

„Já, al­veg klár­lega,“ svar­ar Ásgeir Mar­geirs­son, for­stjóri HS Orku. „Það eru klár­ir al­manna­hags­mun­ir að innviðir lands­ins séu áreiðan­leg­ir, traust­ir og trygg­ir og að fólk fái raf­magn.“

Guðmund­ur Ingi, fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar, er í hópi þeirra sem eru á ann­arri skoðun. „Eins og mál­in líta út núna þá mun Hvalár­virkj­un og teng­ing­ar henn­ar við flutn­ingsnetið engu máli skipta hvað varðar raf­orku­ör­yggi á Vest­fjörðum nema ráðist verði í hring­teng­ingu raf­magns sem kæm­ist senni­lega aldrei á fyrr en að 15-20 árum liðnum ef vel gengi.“

Þar kem­ur Guðmund­ur Ingi inn á ein helstu rök­in í umræðunni um Hvalár­virkj­un: Af­hend­ingarör­yggi raf­orku á Vest­fjörðum og hring­teng­ingu henn­ar. Slíkri teng­ingu er ekki að fagna í fjórðungn­um í dag og raf­orku­ör­yggi er víða ábóta­vant. Hið ótrygga raf­magn skýrist af tvennu: Aðeins ein meg­in­flutn­ings­lína er inn á svæðið og bil­an­ir eru tíðar víðsveg­ar í dreifi­kerf­inu.

 

Með því að tengja Hvalárvirkjun við Vesturlínu í Reykhólasveit væri ...
Með því að tengja Hvalár­virkj­un við Vest­ur­línu í Reyk­hóla­sveit væri hægt að tryggja raf­orku­flutn­ing til Mjólkár ef bil­an­ir verða frá Gils­firði og í Kolla­fjörð. Þessi teng­ing hefði eng­in áhrif á bil­an­ir ann­ars staðar í kerf­inu. mbl.is/​Krist­inn Garðars­son

Stóra spurn­ing­in er hins veg­ar sú hvort Hvalár­virkj­un sé nauðsyn­leg á þess­um for­send­um.

1% ork­unn­ar fram­leitt með dísi­lol­íu

Hvalár­virkj­un mun eng­in áhrif hafa á hring­teng­ingu raf­magns fyrr en í fyrsta lagi að mörg­um árum liðnum. Tengja þyrfti raf­magnið inn á Ísa­fjörð, mögu­lega með sæ­streng eða loftlínu og jarðstrengj­um. Slíkt er kostnaðarsamt og auk þess aðrar leiðir en hring­teng­ing með þess­um hætti til skoðunar til að bæta ör­yggið.

Á Vest­fjörðum er fram­leitt minna en helm­ing­ur raf­orkunn­ar sem þar er notuð. Það sem uppá vant­ar er flutt frá meg­in­flutn­ings­kerf­inu inn á svæðið um Vest­ur­línu. Sú loftlína er bilana­gjörn. Til að auka af­hend­ingarör­yggið hef­ur Landsnet síðustu ár lagt áherslu á að bæta innviði svæðis­ins og koma upp vara­afls­stöðvum og var hlut­fall þeirr­ar orku sem fram­leidd var með dísi­lol­íu í fyrra 1% af heild­ar­orku­öfl­un Orku­bús Vest­fjarða.

Ætla að sam­tengja byggðakjarna

Nú er stefnt að því að sam­tengja byggðakjarna, m.a. á suður­fjörðunum, með hring­tengdu kerfi. „Þar höf­um við séð fyr­ir okk­ur að vera með bæði loftlínu- og jarðstrengja­kerfi og að leggja jarðstreng­ina í gegn­um jarðgöng þegar færi gefst,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi Ásmunds­son, for­stjóri Landsnets.

Ótryggt raf­magn á Vest­fjörðum hef­ur í gegn­um árin valdið skemmd­um á tölv­um og öðrum raf­búnaði auk al­mennra óþæg­inda sem raf­magns­leysi fylg­ir. En með aðgerðum síðustu ára er kerfið nú orðið ör­ugg­ara í rekstri.

Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.

Guðmund­ur Ingi Ásmunds­son, for­stjóri Landsnets. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Guðni Jó­hann­es­son orku­mála­stjóri og for­stjóri Landsnets eru sam­mála um að Hvalár­virkj­un myndi bæta raf­orku­ör­yggi á Vest­fjörðum. Hún myndi hins veg­ar ekki tryggja það. Til þess þarf hina um­töluðu hring­teng­ingu. „Svæðið mun enn búa við skert ör­yggi miðað við flest önn­ur landsvæði,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi. „Hvalár­virkj­un kem­ur okk­ur ekki á leiðar­enda í því ör­ygg­is­máli. En vel á veg.“

En með hvaða hætti gæti virkj­un­in bætt ástandið?

Verði sú leið far­in að tengja hana við Vest­ur­línu í Kollaf­irði í Reyk­hóla­sveit, eins og oft­ast er nú rætt um, væri hægt að nota raf­orku henn­ar tíma­bundið þegar út­leys­ing verður á um 120 kíló­metra kafla af hinni 160 kíló­metra löngu línu. Í þess­um til­vik­um yrði hins veg­ar ekki sam­tím­is hægt að flytja um­framorku út af svæðinu til viðskipta­vina.

Kæmi „sterk inn“ á Vest­ur­línu

En þó að Hvalár­virkj­un myndi koma „sterk inn“, eins og for­stjóri Landsnets orðar það, hvað 3/​4 hluta Vest­ur­línu varðar, verða bil­an­ir víðar í dreifi­kerfi Vest­fjarða og í dag eru þær hvað mest­ar á lín­um frá Mjólkár­virkj­un inn á suðurf­irðina. Á það myndi Hvalár­virkj­un eng­in áhrif hafa.

Á þetta legg­ur fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar áherslu. Hann seg­ir að ef vilji sé til að bæta af­hend­ingarör­yggið þá verði bilana­gjarn­ar lín­ur sett­ar í jörð. „Það ætti að taka mun skemmri tíma en að bíða eft­ir öll­um þess­um virkj­un­um.“

„All­ar þess­ar virkj­an­ir“ sem Guðmund­ur Ingi nefn­ir eru enn einn angi máls­ins. Í augna­blik­inu eru eng­ar teng­ing­ar við meg­in­flutn­ings­kerfi raf­orku í ná­grenni fyr­ir­hugaðrar Hvalár­virkj­un­ar. Flytja þyrfti raf­magnið um lang­an veg; fyrst yfir Ófeigs­fjarðar­heiði og að Ísa­fjarðar­djúpi og þaðan yfir Kolla­fjarðar­heiði að Vest­ur­línu í Reyk­hóla­sveit. Eng­in lína er á Ófeigs­fjarðar­heiði. Eng­in tengipunkt­ur er í Ísa­fjarðar­djúpi. Og eng­in lína ligg­ur yfir Kolla­fjarðar­heiðina.

mbl.is/​Krist­inn Garðars­son

Þegar Hvalár­virkj­un var sett í ork­u­nýt­ing­ar­flokk ramm­a­áætl­un­ar árið 2013, einn virkj­un­ar­kosta á Vest­fjörðum, mætti hún lít­illi and­stöðu. Skýr­ing­in er meðal ann­ars fólg­in í því að lengi hafði verið rætt um að kostnaður við að tengja hana við flutn­ings­kerfið væri of hár og var það m.a. niðurstaða skýrslu Landsnets árið 2009. Hún var því lengi vel ekki raun­hæf­ur kost­ur til orku­öfl­un­ar.

Þrennt kom til sem breytti þessu. Í fyrsta lagi hef­ur raf­orku­verð til stór­not­enda hækkað und­an­far­in ár og tekj­ur af fram­leiðslu og flutn­ingi raf­orku þar með. Fyr­ir um tveim­ur árum vöknuðu svo af al­vöru hug­mynd­ir um nýtt tengi­virki við Ísa­fjarðar­djúp. Um svipað leyti var farið að ræða um að fleiri fyr­ir­hugaðar virkj­an­ir á svæðinu gætu nýtt tengipunkt­inn, m.a. Aust­urgils­virkj­un. Í þings­álykt­un­ar­til­lögu 3. áfanga ramm­a­áætl­un­ar, sem enn bíður af­greiðslu Alþing­is, er lagt til að hún fari í ork­u­nýt­ing­ar­flokk. Skúfna­vatna­virkj­un, lít­il virkj­un sem Vest­ur­Verk áform­ar einnig að reisa, gæti svo verið sú þriðja sem nýtti teng­ing­una. „Þessi tengipunkt­ur við Djúp gæti þannig orðið safnþró fyr­ir tölu­vert mikla upp­bygg­ingu,“ seg­ir Guðni. „Þannig að þetta er ekki leng­ur spurn­ing fyr­ir okk­ur að tengja eina virkj­un held­ur nokkr­ar inn á kerfið,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi hjá Landsneti. „Það ger­breyt­ir mynd­inni.“

Vís­ir að hagræn­um for­send­um

Þar með var kom­inn vís­ir að hagræn­um for­send­um fyr­ir því að reisa og tengja Hvalár­virkj­un. Hins veg­ar er hún eina virkj­un­in af þess­um þrem­ur sem er í ork­u­nýt­ing­ar­flokki ramm­a­áætl­un­ar. For­stjóri Landsnets seg­ir ekki koma til greina að bíða með ákvörðun um tengipunkt­inn þar til ör­lög Aust­urgils­virkj­un­ar í ramm­a­áætl­un ráðast.

Landsnet mun ákveða hvernig teng­ing­um virkj­un­ar­inn­ar yrði háttað og meta svo kostnaðinn. Ákveðnir þætt­ir gjald­skrár fyr­ir­tæk­is­ins fara í að fjár­magna teng­ing­una við meg­in­flutn­ings­kerfið og fari kostnaður­inn um­fram þá greiðir fram­kvæmdaaðil­inn það sem útaf stend­ur. Viðræður við Vest­ur­Verk munu hefjast inn­an skamms.

Vesturlína er eina tenging Vestfjarða við meginflutningskerfi raforku. Meirihluti orkunnar ...

Vest­ur­lína er eina teng­ing Vest­fjarða við meg­in­flutn­ings­kerfi raf­orku. Meiri­hluti ork­unn­ar sem notuð er í fjórðungn­um er flutt á svæðið um þá línu. mbl.is/​Golli

Aðrir val­kost­ir til staðar

Orku­mála­stjóri seg­ir fyr­ir­séð að Landsnet þurfi að fara í fram­kvæmd­ir á Vest­fjörðum til að auka raf­orku­ör­yggið. „Við ætl­um ekki að hafa þetta svona um alla framtíð,“ seg­ir hann. „Hluta af slíkri innviðaupp­bygg­ingu er ekki hægt að ætl­ast til þess að ein­stak­ir fram­kvæmdaaðilar greiði fyr­ir, við þurf­um einnig að meta ör­yggið.“

Hann seg­ir að á end­an­um gæti þetta orðið póli­tísk spurn­ing. „Það er ekki nóg að svara því að þetta sé ekki hag­kvæmt, að tölv­an segi ein­fald­lega nei.“

Og póli­tík­in tók við sér fyr­ir nokkru. Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, fyrr­ver­andi iðnaðarráðherra, opnaði á mögu­leik­ann um nýj­an tengipunkt í Ísa­fjarðar­djúpi í umræðum á Alþingi snemma árs í fyrra. Í fram­hald­inu var gerð reglu­gerðarbreyt­ing um fram­kvæmd orku­laga. Í henni seg­ir m.a.: Flutn­ings­fyr­ir­tæk­inu [Landsneti] er heim­ilt að miða við áætl­un um hærra hlut­fall tekna við út­reikn­ing kerf­is­fram­lags ef […] teng­ing vinnsluaðila er sú fyrsta á nýju svæði sem skil­greint er sem virkj­anaklasi fyr­ir einn eða fleiri virkj­un­ar­kosti sam­kvæmt nýt­ing­ar­flokki áætl­un­ar um vernd og ork­u­nýt­ingu landsvæða.

Þar með var opnað á þann mögu­leika að fyrsti fram­kvæmdaaðil­inn, sem í þessu til­viki er Vest­ur­Verk, þurfi ekki einn að standa und­ir öll­um um­fram­kostnaði sem yrði vegna tengifram­kvæmd­anna. „Það er ekki inni í mynd­inni að ríkið leggi til neina pen­inga til verk­efn­is­ins,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi. „Þetta verður leyst á viðskipta­leg­um for­send­um og í sam­ræmi við raf­orku­lög.“

Fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar seg­ir lík­legt að kostnaður­inn verði hár og að Landsnet hafi þá ekki aðrar bjarg­ir en þær að velta hon­um yfir á gjald­skrá sína. „Þá erum við far­in að tala um að al­menn­ing­ur og fyr­ir­tæki í eigu al­menn­ings yrðu far­in að niður­greiða einkafram­kvæmd. Og hvernig hljóm­ar það?“

Spurður hvort raf­orku­verð til al­mennra neyt­enda gæti hækkað af þess­um sök­um seg­ir for­stjóri Landsnets það fara eft­ir því hvort aukn­ar tekj­ur af orku­flutn­ingi standi und­ir fjár­fest­ing­unni eður ei. Orku­mála­stjóri tel­ur að áhrif á gjald­skrá flutn­ings fyr­ir landið í heild yrðu lítt merkj­an­leg.

Hvalár­virkj­un myndi skapa aukn­ar tekj­ur bæði fyr­ir Landsnet og fram­leiðand­ann og yrði því að sögn for­stjóra Landsnets ekki dýr aðgerð til að bæta raf­orku­ör­yggið. „Miðað við aðra val­kosti til að bæta rekstr­arör­yggið á Vest­fjörðum er þetta í raun ódýr lausn.“

Nyrðra-Eyvindarfjarðarvatn yrði stíflað og þar gert uppistöðulón. Drangajökull sést í ...

Nyrðra-Ey­vind­ar­fjarðar­vatn yrði stíflað og þar gert uppistöðulón. Dranga­jök­ull sést í bak­sýn. mbl.is/​Golli

Fyr­ir utan þá al­mennu upp­bygg­ingu sem þegar er haf­in eru hinir val­kost­irn­ir fyrst og fremst tveir. Ann­ar er sá að virkja ann­ars staðar á Vest­fjörðum og þá jafn­vel með bygg­ingu smærri virkj­ana. Nokkr­ar slík­ar eru fyr­ir­hugaðar. Þær eru þó flest­ar í nokkuð fjar­lægri framtíð. „Hvalár­virkj­un virðist vera sá virkj­un­ar­kost­ur sem er næst í tíma af þeim sem eru yfir 10 mega­vött á svæðinu,“ seg­ir Elías Jónatans­son, for­stjóri Orku­bús Vest­fjarða. „En all­ir virkj­ana­kost­ir sem tengja má með ör­uggri teng­ingu inn á flutn­ings- og dreifi­kerfið kæmu til með að hjálpa til við að bæta ör­yggið.“

Hinn val­mögu­leik­inn er að tryggja ör­ugg­ari raf­orku­flutn­ing inn á Vest­f­irði í stað þess að virkja þar. Þá þyrfti að tvö­falda Vest­ur­línu. Sú aðgerð myndi kosta 6-10 millj­arða króna og við hana myndu eng­ar tekj­ur skap­ast í kerf­inu. „Það er ger­legt en mjög kostnaðarsamt,“ seg­ir for­stjóri Landsnets.

Ekki búið að selja ork­una

Enn er ekki búið að selja ork­una sem aflað yrði í Hvalár­virkj­un. „Við byggj­um ekki virkj­un­ina öðru­vísi en að raf­orkan sé seld,“ seg­ir Gunn­ar Gauk­ur Magnús­son, for­stjóri Vest­ur­Verks. Að hans sögn hafa kaup­end­ur þegar sýnt henni áhuga. Per­sónu­lega hugn­ast hon­um ekki að ork­an yrði nýtt til stóriðju. Hins veg­ar fari hann ekki með meiri­hluta í fyr­ir­tæk­inu.

Eng­in stóriðja er á Vest­fjörðum í dag og áhugi á slíku virðist ekki fyr­ir hendi. Hvalár­virkj­un myndi fram­leiða raf­magn sem er meira en það sem notað er í fjórðungn­um í dag. Því er ljóst að stór hluti þess, að minnsta kosti fyrstu árin og jafn­vel ára­tug­ina, yrði flutt­ur út af svæðinu. Þegar fram líða stund­ir er Gunn­ar Gauk­ur þó sann­færður um að hún yrði al­farið notuð inn­an svæðis­ins sam­hliða auk­inni at­vinnu­upp­bygg­ingu.

Verður ork­an úr Hvalár­virkj­un ein­hvern tíma notuð til að knýja kís­il­ver eða aðra stóriðju?

„Nei, það er ekki að fara að ger­ast,“ seg­ir Ásgeir Mar­geirs­son, for­stjóri HS Orku. „Ég sé það ekki fyr­ir. Þessi raf­orka verður öll notuð á Vest­fjörðum inn­an fárra ára­tuga.“

Hann seg­ist auk þess ekki sjá hvað geti verið slæmt við það að flytja orku frá Vest­fjörðum. „Við búum í einu landi, svo þessi nei­kvæða umræða um flutn­ing ork­unn­ar frá Vest­fjörðum er óskilj­an­leg. En ég skil and­stöðu við stóriðju. Hvalár­virkj­un er hins veg­ar ekki einu sinni af þeirri stærðargráðu að hún sé að fara að nýt­ast fyr­ir stóriðju.“

Mynd­in sem kveikti umræðuna

„Vilj­um við fórna svona perlu fyr­ir mega­vött til stóriðju? Slíkt væri brjálæði. […] Við þurf­um að skila svona perl­um til næstu kyn­slóða, ekki til HS Orku eða Vest­ur­verks.“

Tómas Guðbjartsson við Rjúkandafoss í ánni Rjúkanda í Ófeigsfirði.

Tóm­as Guðbjarts­son við Rjúk­anda­foss í ánni Rjúk­anda í Ófeigs­firði.

Þetta skrifaði hjartask­urðlækn­ir­inn, fjallamaður­inn og nátt­úru­unn­and­inn Tóm­as Guðbjarts­son í face­book­færslu fyrripart sum­ars. Í færsl­unni birti hann mynd af sér við Rjúk­anda­foss í ánni Rjúk­anda sem fell­ur af Ófeigs­fjarðar­heiði. Færsl­unni var deilt tæp­lega 1.800 sinn­um. Það er kannski ein­föld­un að segja að þessi mynd­birt­ing hafi hrundið and­mæl­um við fyr­ir­hugaða Hvalár­virkj­un af stað, ým­is­legt annað kom til, en ljóst er að hún vakti fólk alls staðar á land­inu til um­hugs­un­ar og hafði mik­il áhrif á umræðuna sem á eft­ir fylgdi.

Fleira áhugavert: