Pípulagnir – Ágæt aðsókn 25 útskrifast

Heimild:  

 

Desember 2017

Ágæt aðsókn hef­ur að und­an­förnu verið í nám pípu­lög­um og alls um 25 manns út­skrif­ast frá Tækni­skól­an­um með sveins­próf í grein­inni á þessu ári. Það er svipaður fjöldi og verið hef­ur mörg und­an­far­in ár.

„Mönn­um telst svo til að nýliðunin í fag­inu þurfi að vera 25-30 manns á ári, svo þetta nálg­ast þörf­ina,“ seg­ir Guðmund­ur Páll Ólafs­son, formaður Fé­lags pípu­lagn­inga­meist­ara, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

„Menn eru fljót­ir að fá vinnu og raun­ar eru flest­ir komn­ir vel af stað. Í dag eru meist­ar­ar áfram um að taka ungt fólk á samn­ing í iðninni. Til skamms tíma hafa þeir stólað mikið á er­lent vinnu­afl, en sjá nú æ oft­ar að það borg­ar sig að gefa sér tíma til að leiðbeina og þjálfa upp fag­fólk framtíðar­inn­ar,“ seg­ir Guðmund­ur Páll í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu.

Grein úr Mbl

Fleira áhugavert: