Hrær­ing­ar í jarðskorp­u Íslands

Heimild:  mbl bbc

 

Mars 2016

Jarðfræði Íslands er í sviðsljósi breska rík­is­út­varps­ins BBC sem birt­ir ít­ar­lega um­fjöll­un um hrær­ing­ar í jarðskorp­unni hér í fortíð og samtíð. Fréttamaður þess seg­ir fólk yf­ir­leitt ekki geta séð jörðina breyt­ast und­ir fót­um sér en á Íslandi sé ómögu­legt að hunsa það.

Í mynd­rænni um­fjöll­un­inni sem birt er á jarðvís­indasíðu BBC tal­ar frétta­kon­an Mel­issa Ho­gen­boom meðal ann­ars við ís­lenska jarðvís­inda­mann­inn Frey­stein Sig­munds­son frá Há­skóla Íslands sem leiðir hana í all­an sann­leik um fleka­hreyf­ing­ar, eld­hrær­ing­ar og gosið í Holu­hrauni.

Þar út­skýr­ir Frey­steinn meðal ann­ars að sama jarðfræðilega ferli hafi átt sér stað á Þing­völl­um og í gossprung­unni í Holu­hrauni. Á Þing­völl­um hafi sprung­an hins veg­ar verið svelt af kviku og því hafi jörðin sigið þar.

 

Hér má sjá áhugaverða og ít­ar­lega um­fjöll­un BBC Earth um jarðfræði Íslands

Smella á mynd til að sjá umfjöllun

bbc earth

Fleira áhugavert: