Kol­díoxíðgleypir – Byltingarkennd tækni..

Heimild:  

 

Desember 2017

Stofnendur Climeworks, Jan Wurzbacher og Christoph Gebald, við búnaðinn sinn ...

Stofn­end­ur Cli­meworks, Jan Wurzbacher og Christoph Gebald, við búnaðinn sinn við Hell­is­heiðar­virkj­un. mbl.is/​Golli

Stofn­end­ur sviss­neska lofts­lags­rann­sókna­fyr­ir­tæk­is­ins Cli­meworks, þeir Jan Wurzbacher og Christoph Gebald, kynntu nýja og bylt­ing­ar­kennda tækni á blaðamanna­fundi í Hell­is­heiðar­virkj­un.

Um er að ræða eins kon­ar kol­díoxíðgleyp sem dreg­ur kolt­víoxíð úr and­rúms­loft­inu sem síðan má selja í ýms­an iðnað eða dæla beint ofan í jörðina þar sem er að finna basalt-lög, líkt og víða á Íslandi.

„All­ar rann­sókn­ir benda til þess að við náum ekki mark­miðum Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins, þ.e. að stöðva aukn­ingu í út­blæstri gróður­húsaloft­teg­unda á heimsvísu og ná að halda hnatt­rænni hlýn­un inn­an við 2°C með því einu að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda. Við verðum líka að vinna að því að hreinsa and­rúms­loftið,“ seg­ir Christoph Gebald.

Fleira áhugavert: