Vatnssvæði Íslands – Vatn rennur sína leið..

Heimild:  

 

Vatn rennur sína leið óháð mörkun sveitarfélaga

Á leið sinni til okkar í vatnskranann, í stöðuvatn eða til sjávar, rennur vatn yfir mörk sveitarfélaga. Því er mikilvægt að samstarf milli sveitarfélaga innan hvers vatnasvæðis náist þvert á slík mörk í heilsteyptri vatnastjórnun. Vatnið myndar samfellt kerfi frá fjalli til fjöru og þannig er mikilvægt að skoða vatnasvið t.d.áar í heild sinni. Vatnasvæðisnefnd er vettvangur til þess að tryggja samvinnu sveitarfélaga innan vatnasvæðis.

Sveitarfélögin eru lykillinn að árangri

Sveitarfélögin eru í lykilstöðu til að koma á heildstæðri og samræmdri stjórn vatnamála þar sem allir aðilar bera ábyrgð svo að markmið um gott vatnaumhverfi náist innan alls vatnasvæðisins.

Sveitarfélögin

  • hafa beinan og náinn aðgang að almenningi og gegna því mikilvægu hlutverki í að virkja og hvetja íbúa til þátttöku,
  • hafa aðgang að upplýsingum um álag á vatn og óæskileg áhrif á vatn,
  • eru í góðri aðstöðu til að setja umhverfismarkmið og fara út í aðgerðir svo vernda eða bæta megi vatnaumhverfi,
  • veita leyfi fyrir starfsemi sem getur haft óæskileg áhrif á vatn, s.s. vatnsaflsvirkjunum, fráveitukerfum, hafnarstarfsemi, margs konar mengandi starfsemi og landnotkun, og geta því haft aðhald og séð til þess að besta tækni sé notuð,
  • bera ábyrgð á skipulagningu allrar uppbyggingar og landnotkunar og veita íbúum þjónustu sem gæti haft neikvæð áhrif á vatnaumhverfi, s.s.neysluvatn, hreinsun skólps og veitingu þess í viðtaka.

Fleira áhugavert: