Framkvæmdir hefjast að nýju..

Heimild: 

 

Desember 2017

Tengd myndHof Ása­trú­ar­fé­lags­ins í Öskju­hlíð verður tekið í notk­un síðla næsta árs. Hlé er nú á fram­kvæmd­um við bygg­ing­una en þær hefjast að nýju eft­ir ára­mót­in. Bygg­ing­in reynd­ist flókn­ari í smíðum en ráð var fyr­ir gert og er það ástæðan fyr­ir töf­um á því að hún verði til­bú­in, en stefnt hafði verið að því að taka hana í notk­un næsta sum­ar.

Þetta staðfest­ir Hilm­ar Örn Hilm­ars­son, alls­herj­argoði Ása­trú­ar­fé­lags­ins, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Framkvæmdir við hof Ásatrúarmanna í Öskjuhlíð eru vel á veg ...

Fram­kvæmd­ir við hof Ása­trú­ar­manna í Öskju­hlíð eru vel á veg komn­ar. mbl.is/​RAX

Fé­lagið aug­lýsti ný­lega eft­ir nöfn­um á bygg­ing­una. Hilm­ar seg­ir að fjöldi til­lagna hafi borist, en ákvörðun um hvaða heiti verður notað verður tek­in þegar nær dreg­ur vígslu húss­ins. Bygg­ing hofs­ins er al­farið kostuð af Ása­trú­ar­fé­lag­inu sem hef­ur safnað fyr­ir bygg­ingu þess í fjöl­mörg ár. Hofið verður staðsett í trjálundi í námunda við Hangaklett og Hrafna­björg í Öskju­hlíð. Það er hannað af Magnúsi Jens­syni arki­tekt. Hofið sjálft verður hvelf­ing, að hluta niðurgraf­in, um 350 fer­metr­ar og mun rúma um 250 manns. Eld­ur mun loga í hvelf­ing­unni og hljómb­urður er miðaður við tón­leika­hald.

Í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu kem­ur fram að  þrjú önn­ur trú­fé­lög í Reykja­vík, Fé­lag múslima, Rúss­neska rét­trúnaðar­kirkj­an og Búdd­ista­fé­lag Íslands, hafa uppi áform um bygg­ingu trú­ar­legra sam­komu­húsa. Hef­ur þeim öll­um verið út­hlutað bygg­ing­ar­lóð.

Þór (Ása-Þór eða Öku-Þór) ) er þrumuguð í norrænni goðafræði

Fleira áhugavert: