Auðbrekka – Bíla­stæði tefja uppbyggingu

Heimild:  

 

Nóvember 2017

Óveru­leg­ur fjöldi bíla­stæða í fyr­ir­huguðu íbúðar­hverfi í Auðbrekku í Kópa­vogi hef­ur tafið fyr­ir upp­bygg­ingu hverf­is­ins. Bank­ar hafa enda verið treg­ir að lána fé í verk­efnið. Þetta hef­ur Morg­un­blaðið eft­ir ör­ugg­um heim­ild­um.

Upp­bygg­ing­in í Auðbrekku er hluti af þétt­ingu byggðar á höfuðborg­ar­svæðinu. Þar verður blönduð byggð íbúða og at­vinnu­hús­næðis.

Fram kom í Morg­un­blaðinu í byrj­un októ­ber 2015 að upp­bygg­ing nýs íbúðar­hverf­is í Auðbrekku myndi lík­lega hefjast vorið 2016. Var það sagt hálfu ári síðar en vænt­ing­ar voru um haustið 2014. Nú eru liðin rúm tvö ár síðan frétt­in birt­ist og er ein hús­bygg­ing far­in af stað.

Fleira áhugavert: