Varmadælan notar ókeypis orku..

Heimild:  

 

Stærsti orkugjafi okkar er sólin hún hitar upp andrúmsloftið í kringum okkur og jafnvel við lágt hitastig inniheldur loftið varmaorku. Varmadælan notar þessa ókeypis orku úr loftinu og flytur hana inn í viðkomandi byggingu með kælimiðlinum og dreyfir henni um það með loftblásara eða varmaskipti ef um vatnskerfi er að ræða.

Til þess að þetta getir virkað er varmadælan með fjóra aðalíhluti: Pressu, eimi, þensluventil og eimsvala í lokaðri hringrás sem innheldur kælimiðil. Eiginleikar kælimiðilsins sem sýður við -50°C gera það mögulegt að draga varmaorku úr útiloftinu og jafnvel við tiltölulega lágt hitastig fáum við talsvert meiri varmaorku en orkuna sem tækið notar í formi rafmagns.

Fleira áhugavert: