Vatn & veitur og Efnissalan sameinast

Heimild:  

 

Október 2017

Fyrirtækið Vatn & veitur og Efnissala G.E. Jóhannssonar hafa sameinast undir nafni Vatns & veitna. Sameinað fyrirtæki verður sjálfstæð rekstrareining en hluti af Johan Rönning og munu viðskiptavinir Vatns & veitna njóta áfram þeirra kjara sem þeir hafa notið hjá fyrirtækinu.

Starfsemi fyrirtækisins verður sem fyrr sala og þjónusta til fagmanna á pípulagninga- og veitumarkaði.

Með sameiningunni standa vonir okkar til að auka þjónustu og vöruúrval enn frekar. Verslanir fyrirtækisins verða á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu, að Smiðjuvegi 42 og Klettagörðum 6.

Þessa dagana er unnið að því að samræma vöruúrval í báðum verslunum og auðvelt er fyrir viðskiptavini að nálgast allar vörur í þeirri verslun sem hentar betur. Viðskiptavinum Vatns & veitna stendur til boða aðgangur að reikningavef þar sem hægt er að sjá reikninga og hreyfingayfirlit. Reikninga er hægt að fá senda rafrænt með skeytamiðlun, samdægurs í tölvupósti eða mánaðarlega í pósti. Hægt er að óska eftir aðgangi að reikningavef á reikningar@ronning.is.

Í tilefni sameiningarinnar kynnum við nýjan framkvæmdastjóra Vatns & veitna, Rúnar Höskuldsson. Viðskiptastjóri verður Anna Linda Magnúsdóttir og sölustjóri Adolf Adolfsson.

Fleira áhugavert: