Saga Íran – Írönsk kjarnorka

Heimild:    

 

Smella á örina á timalínuna hér að ofan, til að heyra umfjöllunina

Janúar 2016

Bandaríkin gengu hvað harðast fram gegn Írönum í deilunni um kjarnorkuáætlun íranska ríkisins, sem lauk með tímamótasamningum í síðustu viku. En Bandaríkin og Íran áttu lengi vel mikið og gott samstarf í kjarnorkumálum, og Bandaríkin voru það ríki sem hjálpaði Íran að taka fyrstu skrefin á braut kjarnorkunnar fyrir meira en sextíu árum.

 

Atóm fyrir frið

Upphaf kjarnorkuáætlunar Írana má rekja allt aftur til ársins 1953, þegar Dwight D. Eisenhower Bandaríkjaforseti kynnti í Sameinuðu þjóðunum áætlun sína um „atóm fyrir frið“.

Áætlunin gekk í stuttu máli út á að kjarnorkuveldi á borð við Bandaríkin myndu hjálpa óreyndar ríkjum að koma sér upp kjarnorkutækni, þætti sannað að hún yrði aðeins notuð í friðsamlegum tilgangi.

Fjórum árum síðar fengu Íranar sinn fyrsta kjarnaofn sendan beint frá Bandaríkjunum ásamt auðguðu úrani til að nota sem eldsneyti í ofninn.

Kjarnorkudraumur keisarans

Mohammed Reza Pahlavi, þáverandi Íranskeisara, var mikið í mun að gera Íran að kjarnorkuríki, sem honum fannst mikilvægt skref á braut nútímavæðingar ríkins, og myndi þar að auka hróður Írans á alþjóðavettvangi.

Á sjöunda og áttunda áratugnum jós keisarinn ríflega úr olíusjóðum ríkisins til að byggja upp kjarnorkutækni, og vestræn fyrirtæki kepptust um að hreppa samninga um byggingu kjarnorkuvera.

Þessa auglýsingu birtu bandarísk kjarnorkufyrirtæki í þarlendum tímaritum á áttunda áratugnum í von um að sannfæra almenning um ágæti kjarnorkunnar.

Kjarnorka á svörtum markaði

Babb kom í bátinn 1979 þegar harðlínuklerkar tóku völdin í íslömsku byltingunni í Íran. Í upphafi vildu þeir ekkert með kjarnorkudrauma keisarans hafa,

Skömmu eftir að blóðug styrjöld braust út milli grannríkjanna Írans og Írak árið 1980 snérist klerkunum þó hugur og þeir fóru að þreifa fyrir sér um að hefja kjarnorkuuppbyggingu á nýjan leik.

Þá var allt þó orðið vandsamara, þar sem vestræn fyrirtæki og ríkisstjórnir vildu ekkert lengur með Íran hafa. En klerkarnir gátu snúið sér annað: á svarta markaðinn, þar sem vafasamir pakistanskir kjarneðlisfræðingar biðu spenntir að selja þeim þessa forboðnu tækni.

Fleira áhugavert: