Viking Link – 650 Km, 1400 MW

Heimild:  

 

Desember 2015

Það er verið að leggja sæstreng milli Bretlands og Noregs og milli Noregs og Þýskalands. Þeir strengir verða 700 km annars vegar og um 570 km hins vegar.  Og nú lítur út fyrir að einnig verði senn lagður þriðji ámóta HVDC-sæstrengurinn; milli Bretlands og Danmerkur. Til stendur að sá rafstrengur verði um 650 km langur.

Kapallinn milli Bretlands og Danmerkur er nefndur Viking Link og á að hafa flutningsgetu sem nemur allt að 1.400 MW. Ef áætlanir ganga eftir verður fjárfestingarákvörðunin tekin 2018 og kapallinn kominn i rekstur um fjórum árum síðar eða 2022. Þessi ártöl eru þó ennþá háð óvissu, því töluverð rannsóknavinna er eftir áður en unnt er að taka formlega ákvörðun um lagningu strengsins.

Nýlega ákváðu dönsku raforkuflutningsfyrirtækin UK National Grid og danska Energinet að ráðast í útboð vegna athugunar á hafsbotninum milli landanna. Bæði fyrirtækin álíta rafstreng milli landanna vera mjög áhugavert verkefni, sem geti haft margvísleg jákvæð áhrif.

Bresk stjórnvöld sækjast eftir því að fá meiri og fjölbreyttari aðgang að raforku, ekki síst grænni raforku, og dönsk stjórnvöld sjá þetta sem tækifæri til aukinnar eftirspurnar eftir danskri vindorku. Eins og áður sagði þá er búist við að formleg ákvörðun um að ráðast i verkefnið og hvernig það verði fjármagnað, verði tekin árið 2018. Og minna má á að það er mögulegt að um svipað leiti verði tekin lokaákvörðun um lagningu sæstrengs milli Íslands og Bretlands.

Fleira áhugavert: