Gosbrunnur á Lækjartorgi..

Heimild:  

 

Október 2017

Um­hverf­is- og skipu­lags­ráði Reykja­vík­ur­borg­ar ber­ast reglu­lega áhuga­verðar til­lög­ur og barst ráðinu ný­lega ein slík.

Af sam­ráðsvefn­um Betri Reykja­vík kom upp hug­mynd um gos­brunn á Lækj­ar­torg en hug­mynd­in var sett inn á vef­inn í upp­hafi þessa árs eða þann 31. janú­ar 2017. Er­indið var fimmta efsta hug­mynd janú­ar­mánaðar í flokkn­um skipu­lag á sam­ráðsvefn­um.

Eng­in viðbrögð hafa feng­ist frá um­hverf­is- og skipu­lags­stofn­un Reykja­vík­ur­borg­ar vegna hug­mynd­ar­inn­ar en í fund­ar­gerð Um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs seg­ir að skrif­stofa borg­ar­hönn­un­ar taki vel í hug­mynd­ina enda hef­ur mikið verið rætt um end­ur­komu lækj­ar­ins í ein­hverju formi. Torgið er nú í heild­ar­end­ur­skoðun og er í henni gert ráð fyr­ir vatni í ein­hverju formi á torg­inu.

 

Fleira áhugavert: