Viðhald orku-,veitu,úrgangsmála, fl. – 372 Milljarðar

Heimild: 

 

Október 2017

Uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða 372 milljarðar króna

Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafaverkfræðinga hafa gefið út skýrslu um ástand innviða landsins, og metið þörfina á fjárfestingum. Mikill uppsöfnuð þörf er á innviðafjárfestingum.

Mikil þörf er á því að ráð­ast í inn­viða­fjár­fest­ingar hér á landi, en upp­söfnuð við­halds­þörf fjár­fest­inga í þeim er metin 372 millj­arðar króna, eða sem nemur um 11 pró­sentum af heild­ar­end­urstofn­virði inn­viða í land­in­u.

Til þeirra telj­ast meðal ann­ars hafn­ir, flug­vell­ir, veg­ir, orku­mann­virki, veitu­kerfi, úrgangs­mál og fast­eignir í eigu ríkis og sveit­ar­fé­laga.

Þetta kemur fram í viða­mik­illi skýrslu Sam­taka iðn­að­ar­ins og Félags ráð­gjafa­verk­fræð­inga, þar sem fjallað er um inn­viði í land­inu og stöðu ein­stakra þátta. Hún verður kynnt á fundi í Hörpu í dag. Í for­mála skýrsl­unnar segir dr. Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins, að nú sé réttur tíma­punktur til að huga að stór­felldum inn­viða­fjár­fest­ing­um. „Fjár­fest­ing í dag er hag­vöxtur á morg­un,“ segir Sig­urð­ur, en með skýrsl­unni vilja SI og Félag ráð­gjafa­verk­fræð­inga stuðla að umræðu um mik­il­vægi inn­viða­fjár­fest­inga í land­inu.

 Image result for Félag ráðgjafarverkfræðingaHeild­ar­end­urstofn­virði ofan­greindra inn­viða er áætlað 3.493 millj­arðar króna. Til sam­an­burðar stóðu heild­ar­eignir líf­eyr­is­sjóða lands­manna í 3.725 millj­örðum króna í lok júlí 2017.

Með end­urstofn­virði er átt við kaup­verð eða kostn­að­ar­verð ­sam­bæri­legra inn­viða með sömu fram­leiðslu og/eða þjón­ustu­getu, að því er segir í skýrsl­unni. „Færa má rök fyrir því að virði þess­ara eigna fyr­ir­ ­sam­fé­lagið sé mun meira þegar tekið er til­lit til þess hvað þær ­leggja til verð­mæta­sköp­unar efna­hags­lífs­ins. Af þessu má ljóst vera að veru­leg verð­mæti eru bundin í innviðum hag­kerf­is­ins. Af ein­stökum innviðum er end­urstofn­virðið hæst í orku­vinnslu (850–900 millj­arðar króna), vega­gerð (870–920 millj­arð­ar­ króna), fast­eignum ríkis og sveit­ar­fé­laga (440 millj­arðar króna), orku­flutn­ingum (320 millj­arðar króna) og flug­völlum (240–280 millj­arðar króna). Lægst er end­urstofn­virðið í úrgangs­mál­u­m (35–40 millj­arðar króna),“ segir í skýrsl­unni.

 

Innviðir, og ástandseinkunn þeirra, eins og hún birtist í skýrslunni.

 

Innviðir, og ástandseinkunn þeirra, eins og hún birtist í skýrslunni.

Að með­al­tali fá inn­viðir sem skýrslan nær til ástands­ein­kunn­ina 3,0 en ein­kunn­ar­gjöfin er á bil­inu 1 til 5 þar sem 1 er lægsta ­ein­kunn og 5 sú hæsta.

Miðað við þessa ein­kunn er staða inn­viða að með­al­tali við­un­andi en ekki góð. „Ein­kunnin seg­ir að búast megi við umtals­verðu við­haldi til þess að halda upp­i­ ­starf­semi þess­ara inn­viða og að nauð­syn­legt verði að leggja í fjár­fest­ingar í þeim til fram­tíðar lit­ið,“ segir í skýrsl­unni.

Fleira áhugavert: