Dagleg sturta – Gott fyrir húðina?

Heimild:  

 

September 2017

Það getur verið hættulegt að fara í sturtu á hverjum degi

Ólíkt því sem margir halda þá á maður ekki að fara í sturtu á hverjum degi. Það er ekki gott fyrir húðina.
Örverur sem kallast microbiome eru bæði inni í líkamanum okkar og á honum. Þetta eru mikilvægar örverur og þær hjálpa við að halda okkur á lífi.
Rannsóknir hafa sýnt að daglegar sturtur með sjampó og sápu taka í burtu örverur úr hári og húð einstaklings. Ein rannsókn tengdi upplausn á þessum örverum við bólur.
Sem betur fer þá þarf það ekki að þýða að með því að fækka sturtuferðum að þá áttu eftir að lykta illa.
James Hamblin hætti að fara í sturtu og skrifaði fyrir The Atlantic að hann var „olíukennd, illa lyktandi skepna“ til að byrja með en fljótlega gat hann farið út á meðal almennings aftur án þess að setja mikið magn af svitalyktareyði á sig.
Eftir smá tíma er hugmyndin sú að vistkerfið þitt nær jöfnu ástandi og þú hættir að lykta illa. Ég meina, þú lyktar ekki eins og rósavatn eða rakspíri en þú lyktar ekki illa. Þú lyktar bara eins og manneskja.
Það er ekkert ákveðið viðmið um hversu oft maður á að fara í sturtu til að passa upp á að microbiome manns sé heilbrigt og maður lyktar vel.
Prófessor Stephen Schumack bendir á aðrar ástæður að maður ætti að fækka sturtuferðunum. Hann segir að maður á aðeins að fara í sturtu ef maður þarf þess.
Hugmyndin um daglega sturtu hefur aðeins verið algeng síðastliðin 50-60 ár. Þrýstingurinn að gera það er í raun félagslegur þrýstingur frekar en raunveruleg þörf. Þetta hefur orðið vinsælt þeirrar félagslegu þörf að lykta vel. En það eru bara kirtlarnir undir höndunum okkar sem framleiða svitalykt,
sagði hann við Sunday Morning Herald og bætti við að dagleg sturta er örugglega ekki rétta leiðin.
Með því að fara of oft í sturtu þá missum við náttúrulegar líkamsolíur sem við framleiðum til að vernda húðfrumurnar okkar.
Þannig ekki fara í sturtu á hverjum einasta degi. Farðu í sturtu þegar þú þarft þess. Í millitíðinni getur þú notað þvottapoka til að þrífa handarkrikana ef þér finnst lyktin slæm. Mundu bara að passa upp á örverurnar þínar!

Fleira áhugavert: