Upphitun húsnæðis – Nýting afgangsvarma

Heimild:  

 

Agúst 2017

Í haust verður hleypt af stokkunum evrópsku verkefni þar sem leitað verður leiða til að nýta afgangsvarma frá ýmsum athöfnum í þéttbýli til upphitunar húsnæðis. Sjónum verður beint að mismunandi hitagjöfum í þeim borgum sem taka þátt í verkefninu, svo sem afgangsvarma frá loftræstikerfum, fráveitukerfum og viftum í lestargöngum. Talið er að nái megi fram verulegum orkusparnaði með því að fullnýta þennan varma í fjarvarmaveitum. Sænska ráðgjafarstofan IVL stýrir verkefninu en heildarkostnaðaráætlun þess hljóðar upp á 4 milljónir evra (um 500 milljónir ísl. kr.).
(Sjá frétt Aktuell hållbarhet 16. ágúst).

Fleira áhugavert: