Árborg – Óhreinsað skólp í Ölfusá næstu árin..

Heimild:  

 

September 2017

Nokk­ur ár í skólp­hreins­istöð í Árborg ( Stjórnvörld hafa þegar dregið framkvæmdir í 12 ár eða frá árinu 2005, þegar frestur var úti )

Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Árborgar.

Ásta Stef­áns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Árborg­ar. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Áætlaður kostnaður sveit­ar­fé­lags­ins Árborg­ar vegna fyrsta áfanga við skólp­hreins­istöð er um 450-500 millj­ón­ir króna á verðlagi dags­ins í dag.Fram­kvæmd­ir við skólp­hreins­istöðina hefjast í fyrsta lagi í árs­byrj­un 2019 því skólp­hreins­istöðin er enn í um­hverf­is­mati og verður lík­lega fram á næsta ár, að sögn Ástu Stef­áns­dótt­ur fram­kvæmda­stjóra Árborg­ar. Óhreinsað skólp Sel­fyss­inga mun því renna áfram óhreinsað út í Ölfusá næstu árin og til­heyr­ir þeim fjórðungi lands­mann sem býr ekki við neina skólp­hreins­un, eins og fram kem­ur í nýrri skýrslu um frá­rennslis­mál sveit­ar­fé­laga.

Öll þétt­býl­is­svæði höfðu frest til árs­ins 2005 til að vera kom­in með full­nægj­andi skólp­hreins­un. Í skýrslu Um­hverf­is­stofn­un­ar um frá­rennslis­mál sveit­ar­fé­laga kem­ur fram að við gerð henn­ar voru áætlan­ir sveit­ar­fé­laga um upp­bygg­ingu frá­veitna ekki skoðaðar.

Hefðu viljað vera byrjuð á skólp­hreins­istöð

Skólp­hreins­istöðin í Árborg mun ein­göngu gróf­hreinsa skolpið og sem renn­ur í gegn­um rist­ar sem sía föst efni frá. Þetta er fyrsta stig skolp­hreins­un­ar. Skólp­inu verður þaðan veitt gegn­um lagn­ir út í Ölfusá þar sem áin er straum­hörð og skólpið þynn­ist því fljótt.

„Við hefðum gjarn­an viljað vera byrjuð á þessu,“ seg­ir Ásta spurð hvort það hafi ekki tekið of lang­an tíma að koma upp skólp­hreinsi­kerfi í sveit­ar­fé­lag­inu.

Þar sem þetta er fyrsta stig skolp­hreins­un­ar kæmi til greina í framtíðinni að hreinsa skolpið frek­ar en þá þyrfti að koma upp ann­arri skólp­hreins­istöð við hlið þess­ar­ar sem myndi hreinsa skolpið enn frek­ar. „Við ætl­um að byrja á þessu og sjá hverju þetta skil­ar,“ seg­ir Ásta.

Loks allt skólp komið í sama kerfi

Heil­brigðis­eft­ir­litið mæl­ir reglu­lega saur­meng­un í Ölfusá. Þær mæl­ing­ar hafa ým­ist verið und­ir æski­leg­um viðmiðum eða yfir. „Auðvitað kem­ur alltaf öðru hvoru í ljós meng­un. Það er óhjá­kvæmi­legt,“ seg­ir Ásta spurð út í sýni­lega meng­un af frá­veitu skolps­ins út í Ölfusá. Í þessu sam­hengi bend­ir Ásta á að áður hafi óhreinsuðu skólpi verið veitt út í ána á ýms­um stöðum en nú sé allt skólp­kerfið komið í sama kerfi og þar af leiðandi sé kom­in for­senda fyr­ir því að hreinsa það enn frek­ar.

Sveit­ar­fé­lagið hef­ur þegar fest kaup á búnaðinum sem verður notaður í verkið og einnig er hönn­un skolp­hreins­istöðvar­inn­ar lokið. Skólp­hreins­istöðin verður í landi Geita­ness sem er fyr­ir neðan byggðina við Sel­foss og stend­ur skammt frá flug­vell­in­um. Sveit­ar­fé­lagið festi kaup á um­ræddri jörð meðal ann­ars í þessu skyni fyr­ir nokkr­um árum.

Skólp­hreins­istöðin verður á Geita­nesi við Ölfusá. map.is

Fleira áhugavert: