Saur­meng­un – Marg­vís­leg sýk­ing­ar­hætta..

Heimild:  

 

Júli 2017

Marg­vís­leg sýk­ing­ar­hætta er af völd­um saur­meng­un­ar. Hætt­an ræðst aft­ur á móti af því hvaða sýkl­ar, s.s. bakt­erí­ur, veir­ur og sníkju­dýr, eru í megn­un­inni og í hversu miklu magni. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu sem Land­lækn­ir birti á vef sín­um í dag.

Saur­mengaður sjór get­ur þannig valdið sýk­ingu í húð og al­menn­um veik­ind­um, sér­stak­lega melt­ing­ar­færa­ein­kenn­um ef hann nær að menga mat­væli og drykkjar­vatn.

Ekki búið að til­kynna um veik­indi af völd­um saur­meng­un­ar­inn­ar

Sótt­varna­lækn­ir hef­ur upp­lýst lækna á höfuðborg­ar­svæðinu um sýk­ing­ar­hætt­una og beðið þá um að til­kynna veik­indi sem rekja má til meng­un­ar­inn­ar. Á vef Land­lækn­is er þó tekið fram að eng­in slík veik­indi hafi borist til sótt­varna­lækn­is.

„Sótt­varna­lækn­ir hvet­ur al­menn­ing til að vera á varðbergi gagn­vart meng­un í sjó og við strend­ur. Fari meng­un fram úr viðmiðun­ar­mörk­um ætti ekki að stunda sjó­böð að óþörfu. Gæta þarf að því að hlut­ir í fjör­um geta einnig verið mengaðir og því þarf að hand­fjatla þá með varúð,“ seg­ir á vef Land­lækn­is.

 

Fleira áhugavert: