Gagn­virk orku­sýn­ing í Ljósa­foss­stöð 2018

Heimild:  landsvirkjun  mbl

 

Orka til framtíðar

Ljósa­foss­stöð. mynd/Lands­virkj­un

„Orka til framtíðar“ er heiti gagn­virkr­ar orku­vís­inda­sýn­ing­ar sem opnuð er al­menn­ingi í gesta­stofu Ljósa­foss­stöðvar í til­efni af 50 ára af­mæli Lands­virkj­un­ar. Þemu sýn­ing­ar­inn­ar er raf­orkan sjálf, hvaða áhrif hún hef­ur á okk­ur og sam­fé­lagið.

Gaga­rín og Tví­horf arki­tekt­ar eru hönnuðir sýn­ing­ar­inn­ar og komu fjöldi fyr­ir­tækja og sér­fræðinga að sýn­ing­unni.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Lands­virkj­un, að sýn­ing­in sé gagn­virk með áherslu á leik og upp­lif­un, þar sem eðli og eig­in­leiki raf­orku birt­ist í marg­vís­leg­um mynd­um.

„Sýn­ing­ar­gest­ir eru leidd­ir inn í heim raf­orkunn­ar á nýj­an og skap­andi máta. Und­ir­stöðuatriði raf­magns­fræðinn­ar eru út­skýrð í gegn­um ein­fald­ar, skemmti­leg­ar og fal­leg­ar til­raun­ir sem hafa leitt til mik­il­vægra skrefa í raf­magns­sög­unni. Auk þess fræðast gest­ir um helstu orku­vinnsluaðferðir Lands­virkj­un­ar; vatns­afls­stöðvar, jarðvarma­stöðvar og vind­myll­ur. Enn frem­ur er orku­vinnsla og ork­u­nýt­ing sett í víðara sam­hengi og þró­un­in í heim­in­um skoðuð í sam­hengi við mik­il­væga þætti svo sem end­ur­nýj­an­leika og sjálf­bærni. Orku­auðlind­ir og nýt­ing þeirra varðar alla Íslend­inga og leit­ast verður við að opna augu gesta fyr­ir mik­il­vægi þess að há­marka afrakst­ur af orku­lind­un­um með sjálf­bærri nýt­ingu, verðmæta­sköp­un og hag­kvæmni að leiðarljósi.“

Þá seg­ir, að Ljósa­foss­stöð hafi verið gang­sett árið 1937 og standi við Ljósa­foss, út­fall Úlfljóts­vatns. Með til­komu stöðvar­inn­ar var fram­boð raf­magns fjór­faldað á höfuðborg­ar­svæðinu sem gerði íbú­um kleift að nota raf­magnselda­vél­ar í stað kola­véla. Þátt­ur í því að auka raf­orku­nýt­ingu frá Ljósa­foss­stöð var að bjóða íbú­um höfuðborg­ar­svæðis­ins að fá elda­vél frá Rafha í áskrift með raf­magn­inu.

 

Vinsælast á vefnum 2016-2017

nr.08

Gagn­virk orku­sýn­ing í Ljósa­foss­stöð 2017

Fleira áhugavert:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *