1/4 Skólps fer ekki í neina hreinsun..

Heimild:  

 

September 2017

Fjórðungur landsmanna býr ekki við neina skólphreinsun þó svo öll þéttbýlissvæði hafi átt að vera komin með fullnægjandi skólphreinsun fyrir tólf árum. Að auki eru vísbendingar um að skólphreinsun sem þegar hefur verið komið upp uppfylli í sumum tilvikum ekki þær kröfur sem gerðar eru til hennar. Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu Umhverfisstofnunar um frárennslismál. Mjög hefur hægt á framkvæmdum við skólphreinsun síðustu ár.

Samkvæmt skýrslunni skortir hreinsun á öllum stærri fráveitum í þéttbýli á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Skólp frá höfuðborgarsvæðinu er hreinsað í eins þreps hreinsistöðvum. 71 prósent skólps frá þéttbýli er hreinsað með einhverjum hætti, 24 prósent eru ekkert hreinsuð og ekki er vitað hvort eða hvernig fimm prósent skólps frá þéttbýli er hreinsað.

Í skýrslunni er lagt til að skýrt verði hvar ábyrgð liggi við skólphreinsun og gerð heildstæð aðgerðaáætlun sem tekið er á tímasetningu og fjármögnun svo hægt sé að tryggja að hreinsun frárennslis komist í gott horf. Þá segja skýrsluhöfundar það mikilvægt að skólphreinsun á stærri þéttbýlissvæðum komist í viðunandi horf sem fyrst, enda hafi síðustu frestir runnið út í lok árs 2005. Að auki þurfi að skoða hvort eins þreps hreinsistöðvar í stærra þéttbýli uppfylli að fullu kröfur reglugerðar um fráveitur og skólp.

Mynd með færslu

Fleira áhugavert: