Náttúrulaugar – Gerla og bakt­eríu­meng­un­..

Heimild:  

 

Hellulaug er í flæðamálinu við Flókalund.

Hellu­laug er í flæðamál­inu við Flóka­lund. Af vef Flóka­lund­ar

„Fyr­ir tutt­ugu árum eða jafn­vel fyr­ir tíu árum var þetta ekki vanda­mál. Það fóru fáir í þess­ar laug­ar og það var eins­leit­ur hóp­ur og ekki verið að bera með sér nein­ar skæðar bakt­erí­ur. Hins veg­ar hef­ur öld­in verið nokkuð önn­ur undafar­in ár,“ seg­ir Jón Reyn­ir Sig­ur­vins­son, formaður Heil­brigðis­nefnd­ar Vest­fjarða, í sam­tali við mbl.is vegna gerla- og bakt­eríu­meng­un­ar í nátt­úru­laug­um lands­ins. Aðsókn hafi auk­ist mjög í laug­arn­ar, ekki síst vegna vax­andi ferðamanna­straums. Áður hafi laug­arn­ar hreinsað sig sjálf­ar.

„Við erum með tvenns kon­ar laug­ar. Við erum með laug­ar sem haldið er utan um og sveit­ar­fé­lög eða aðrir reka á sína ábyrgð. Eru með leyfi frá heil­brigðis­eft­ir­liti og öðrum aðilum þar sem allt á að vera í sam­ræmi við lög og reglu­gerðir. Þær eru hreinsaðar og eft­ir­lit með þeim og ef eitt­hvað er ekki í lagi er gripið inn í. Síðan eru það þess­ar mann­gerðu laug­ar úti í nátt­úr­unni. Þær eru nær all­ar úti og hver sem er get­ur í raun farið í þær. Eign­ar­haldið er stund­um óljóst og alls eng­inn ábyrg­ur,“ seg­ir hann enn­frem­ur.

Ekk­ert í raun hægt að gera komi kvört­un

Eðli máls­ins sam­kvæmt fari í nátt­úru­laug­arn­ar alls kon­ar bakt­erí­ur og gerl­ar og sumt sé mjög óæski­legt. Bent hef­ur verið á að óhreinsað baðvatn geti aukið mjög lík­urn­ar á slím­himnu-, maga- og húðsýk­ing­um. „Þetta hef­ur valdið okk­ur sem sinn­um heil­brigðis­eft­ir­liti á öllu land­inu nokkr­um vand­ræðum. Komi eitt­hvað upp á kem­ur kvört­un til okk­ar en við get­um í raun ekk­ert gert. Á að loka þessu? Hvernig þá?,“ seg­ir Jón Reyn­ir. Þó ekki sé vitað um að fólk hafi orðið fyr­ir skaða af því að fara í laug­arn­ar þurfi að skoða málið.

Þannig séu nátt­úru­laug­arn­ar í raun á gráu svæði. Vak­in var at­hygli á því í fund­ar­gerð Heil­brigðis­eft­ir­lits Vest­fjarða frá 25. ág­úst, sem var send til allra sveit­ar­fé­laga á Vest­fjörðum, að dæmi séu um að sýni úr slík­um baðstöðum hafi sýnt yfir 200 þúsund gerla í desi­lítra. Há­mark sé eitt þúsund í desi­lítr­an­um en helst ekki meira en 500. Sjálf­ur sé hann á því að það væri æski­legt að vara fólk við því að fara í laug­arn­ar. Fólk viti að minnsta kosti hvað það feli í sér en það telji ann­ars vænt­an­lega óhætt að fara í þær.

Færi sjálf­ur ekki í nátt­úru­laug­ar í dag

Kross­nes­laug. mbl.is/​Birk­ir Fann­dal Har­alds­son

„Til þess þarf auðvitað eitt­hvað fjár­magn og ekki hef­ur Heil­brigðis­eft­ir­litið tök á því og tek­ur hvorki ákv­arðanir í þeim efn­um né ber ábyrgð á mál­inu. Eng­inn ber í raun ábyrgð á því nema auðvitað að ein­hver taki að sér að axli hana eins og ríki og sveit­ar­fé­lög. Vanda­málið er hins veg­ar ekki stórt og margt brýnna en það ætti samt að vera ein­hvers staðar í röðinni. Þetta mætti vera í ein­hverri áætl­un. Vit­an­lega mætti gera eitt­hvað strax, setja upp ein­hver varnaðarorð og sums staðar hef­ur það verið gert,“ seg­ir hann.

Hins veg­ar sé þá í mesta lagi tekið fram að fólk fari í laug­ina á eig­in ábyrgð án frek­ari skýr­inga. Heil­brigðis­eft­ir­litið sinni mál­inu þó með því að taka annað slagið sýni svo til séu upp­lýs­ing­ar um stöðuna. „Ég myndi ekki fara í þess­ar nátt­úru­laug­ar í dag. Ég gerði það mjög mikið fyr­ir svona þrjá­tíu árum síðan og varð ekki meint af. Ég held að ég hafi farið í nær all­ar laug­ar lands­ins sem eru all­marg­ar. Kannski erum við kom­in á þann stað að ekki sé hægt að njóta þess að fara í nátt­úru­laug­ar. Nema þá að taka ákveðna áhættu.“

„Það er í sjálfu sér ekk­ert hægt að gera annað en að fræða fólk um skaðsemi þess að fara í nátt­úru­laug­ar sem eru full­ar af gerl­um,“ seg­ir Ant­on Helga­son, framkvæmda­stjóri Heil­brigðis­eft­ir­lits Vest­fjarða. Í sýna­töku Heil­brigðis­eft­ir­lits Vest­fjarða á gerl­um- og bakt­erí­um í nátt­úru­laug­um á Vest­fjörðum kem­ur fram að magn þeirra er langt um­fram viðmiðun­ar­mörk.

„Það þarf að kveða niður þenn­an klórdraug. Klór er allra meina bót. Hann er sótt­vörn sem drep­ur gerla baðgesta,“ seg­ir Ant­on og bæt­ir við að það sé ekk­ert heil­næmt við að fara í svo­kallaða nátt­úru­laug sem er full af gerl­um og bakt­erí­um. Hann bend­ir á að bað í slík­um laug­um gæti reynst ung­um börn­um sér­stak­lega slæmt. „Við erum með skjalfest dæmi um bæði húðsýk­ing­ar og eyrna­bólg­ur sem rekja má til nátt­úru­lauga,“ seg­ir Ant­on.

Hann seg­ir ástandið slæmt sér­stak­lega eft­ir að gef­in var út bók með nátt­úru­laug­um og nátt­úrpott­um lands­ins sem marg­ar hverj­ar eru í einka­eigu. „Menn fara ofan í all­ar laug­ar og potta al­veg sama hversu mik­ill drullupytt­ur þetta er,“ seg­ir Ant­on.

Hann seg­ir heil­brigðis­eft­ir­litið hvorki með tæki né tól til að sinna eft­ir­lit­inu því  ekki er alltaf vitað hverj­ir eru eig­end­ur laug­anna. Öðru máli gegn­ir um sundlaug­ar eru rekn­ar af sveit­ar­fé­lög­um og yfir þær gilda ákveðnar regl­ur en ekki hinar.

Kross­nes­laug í Árnes­hreppi, sund­laug í Reykjar­f­irði og fleiri laug­ar á land­inu eru dæmi um sund­laug­ar þar sem gerla- og bakt­eríu­meng­un var mik­il.

Fleira áhugavert: