OR eignast rafmagns og vatnsmæla ..á ný

Heimild: 

 

Desember 2014

Orkuveita Reykjavíkur hefur ákveðið að taka á ný við mælum fyrir rafmagn og heitt og kalt vatn hjá viðskiptavinum á þjónustusvæði sínu. Gildandi samningur rennur út 31. maí 2015.

Í stuttu máli

Mælamálið varðar
  • eignarhald á rafmagns- og vatnsmælum.
  • rekstur rafmagns- og vatnsmæla.
  • óháð eftirlit með mælum.
Fjöldi mæla á þjónustusvæði OR
  • 94.000 mælar fyrir rafmagn.
  • 54.000 mælar fyrir heitt vatn.
  • 2.600 mælar í fyrirtækjum og stofnunum fyrir kalt vatn.
Orkuveitan greiðir um 395 milljónir króna til Frumherja í leigugjald vegna orku- og rennslismæla á árinu 2014.

Orkuveitan og forverar hennar sáu fyrr á árum um mælana eða til 2001 þegar Frumherji hf. keypti þá í kjölfar útboðs og leigði Orkuveitunni til afnota. Frumherji hefur síðan átt og rekið mælasafnið.

Núgildandi þjónustusamningur Orkuveitunnar og Frumherja var gerður eftir útboð árið 2008. Hann rann út í maí 2014 og var þá framlengdur til eins árs eða til maíloka 2015. Ekki eru frekari möguleikar á framlengingu í samningnum.

Eignarhald mæla flyst því til Orkuveitunnar, þjónusta verður boðin út að einhverju leyti og eftirlit með mælum verður í höndum óháðs aðila, lögum samkvæmt.

Verð á rafmagni og vatni breytist ekki vegna þessa.

Orkuveitan byggir ákvörðun sína aðallega á því að:

  • Mælarnir eru hluti af dreifikerfinu sem er kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Megininntak í stefnuyfirlýsingu Orkuveitunnar og eigenda hennar er einmitt að hlúa beri sem mest og best að kjarnastarfseminni.
  • Ör tækniþróun er á sviði mælabúnaðar og fyrirtækið þarf að stýra þeirri uppbyggingu og þróun án milliliða milli fyrirtækisins og viðskiptavina.
  • Orkuveitan hefur góða fjárhagslega burði til að taka mælana í hús til sín, enda hefur viðsnúningur í rekstri hennar tekist betur en áætlað var. Til lengri tíma stuðlar ákvörðunin svo að hagræðingu og sparnaði í rekstri, viðskiptavinum Orkuveitunnar til hagsbóta.
  • Óheppilegt getur verið að Orkuveitan sjálf eigi ekki mælitækin sem mæla grunn tekjustreymis hennar.
  • Viðskiptasambandið við þá sem fyrirtækið þjónar verður milliliðalaust. Jafnframt sæta mælarnir óháðu eftirliti samkvæmt lögum.

Viðræður fulltrúa Orkuveitunnar og Frumherja standa nú yfir um hvernig staðið verður að því að ljúka samstarfinu við samningslok. Þar koma nokkrar leiðir til álita, með mislöngum aðlögunartíma að breyttu fyrirkomulagi.

Forsagan

Fulltrúar Frumherja hf. og Orkuveitu Reykjavíkur undirrituðu samkomulag 14. mars 2001 um kaup á mælum, rekstur mælakerfis og prófun mæla. Frumherji tók þar með að sér alla starfsemi prófunarstöðva, eignaðist rafmagns- og rennslismæla og annaðist uppsetningu þeirra á þjónustusvæðinu. Næstu árin eignaðist Frumherji mæla á Vesturlandi, í Þorlákshöfn, Hveragerði, Grundarfirði og Stykkishólmi auk þess sem mælum hefur fjölgað með fjölgun

 

 

Fleira áhugavert: