Rottu­r ráðast á stúlku – 225 sár..

Heimild:  

 

September 2017

Frönsk 14 ára stúlka er al­var­lega slösuð eft­ir að hún varð fyr­ir árás rottu­geng­is á meðan hún svaf.

Stúlk­an, sem er lömuð fyr­ir neðan mitti, var sof­andi í her­bergi sínu í leigu­íbúð fjöl­skyld­unn­ar þegar rott­urn­ar lögðu til at­lögu. Fjöl­skyld­an er bú­sett í í borg­inni Rou­baix í norður­hluta Frakk­lands. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá heil­brigðis­starfs­mönn­um hlaut stúlk­an 45 sár í and­liti, 150 á hand­leggj­um og 30 á fót­leggj­um. BBC grein­ir frá þessu.

Faðir stúlk­unn­ar hyggst kæra leigu­sal­ann fyr­ir meinta van­rækslu. Seg­ir faðir­inn að lóðin um­hverf­is leigu­íbúðina sé illa hirt og að rusl flæði upp úr rusla­tunn­um í ná­grenn­inu sem hefði laðað rott­urn­ar að.

Faðir­inn seg­ir jafn­framt að allt hafi verið í himna lagi þegar fjöl­skyld­an gekk til svefns kvöldið áður. Þrír aðrir fjöl­skyldumeðlim­ir búa í íbúðinni. Þegar faðir­inn kom að dótt­ur sinni morg­un­inn eft­ir blasti hins veg­ar við hon­um ófög­ur sjón.

„Ég sá blóð streyma úr eyr­um henn­ar, ég var dauðhrædd­ur um að blætt hefði inn á heila,“ seg­ir faðir­inn í sam­tali við svæðis­blaðið Courrier-Picard.

Stúlk­an missti fram­an af nokkr­um fingr­um sem skurðlækn­um tókst ekki að lag­færa.

Fjöl­skyld­an hef­ur nú verið flutt í annað hús­næði og hef­ur franska lög­regl­an málið til rann­sókn­ar.

Fleira áhugavert: