Grensásvegur 12 – 785 Milljónir

Heimild:  

 

September 2017

Borg­ar­ráð samþykkti á fimmtu­dag­inn að heim­ila skrif­stofu eigna og at­vinnuþró­un­ar að kaupa 24 íbúðir á Grens­ás­vegi 12. Kaup­verðið er 785 millj­ón­ir króna.

Í grein­ar­gerð kem­ur fram að kaup­in á þess­um íbúðum séu liður í aukn­ingu á fé­lags­legu hús­næði, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Íbúðirn­ar verða í nú­ver­andi húsi á ann­arri og þriðju hæð og í óbyggðri fjórðu hæð. Sam­an­lögð birt stærð íbúðanna verður 1.424,9 fer­metr­ar. Íbúðirn­ar á ann­arri og þriðju hæð eru í bygg­ingu en þeim verður breytt, auk þess sem inn­dreg­inni fjórðu hæð verður bætt við.

Fleira áhugavert: