Ráðherrar ríkisstjórnarinnar 2017

Heimild:       

 

Hringbraut

Í nýrri ríkisstjórn liggur mesta reynslan hjá fjórum ráðherrum sem hafa áður haft embætti meðfram þingsetu. Þetta eru þau Bjarni Ben, Þorgerður Katrín, Kristján Þór og Guðlaugur Þór. Nýjir ráðherrar eru 7 talsins og þrír eru algerir nýliðar, það er, hafa ekki heldur setið á Alþingi.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Benedikt Jóhannesson og Þorsteinn Víglundsson eru nýjir ráðherrar sem hafa ekki setið á þingi áður, og tveir í flokki sem hefur aldrei verið til á Alþingi áður.

 

Vatnsiðnaður.net óskar ráðherrum ríkisstjórnarinnar til hamingju með embættin 

 

Stjórnarráð Íslands

Bjarni Benediktsson Bjarni Benediktsson,
forsætisráðherra
Benedikt Jóhannesson Benedikt Jóhannesson,fjármála- og efnahagsráðherra
Óttarr Proppé Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra Þorgerður K. Gunnarsdóttir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Kristján Þór Júlíusson Kristján Þór Júlíusson,
mennta- og menningarmálaráð-herra
Guðlaugur Þór Þórðarson Guðlaugur Þór Þórðarson,
utanríkisráðherra
Jón Gunnarsson Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Björt Ólafsdóttir Björt Ólafsdóttir,
umhverfis- og auðlindaráðherra
Sigríður Á. Andersen Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra Þorsteinn Víglundsson Þorsteinn Víglundsson,
félags- og jafnréttismálaráð-herra
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

 

RÚV (Nánar um ráðherrana)
Mynd með færslu
Bjarni Benediktsson hefur verið formaður Sjálfstæðisflokksins frá því snemma árs 2009, þegar Geir H. Haarde gaf ekki kost á sér til endurkjörs eftir hrun og veikindi. Bjarni var kosinn á þing í kosningunum 2003 og var þá strax gerður að formanni allsherjarnefndar Alþingis. Bjarni vakti fyrst athygli sem leikmaður Stjörnunnar í fótbolta. Hann hóf afskipti af stjórnmálum með stjórnarsetu í félagi ungra Sjálfstæðismanna í Garðabæ upp úr 1990 en síðan fór lítið fyrir honum uns hann fór á þing 2003. Hann starfaði sem lögmaður og var stjórnarformaður N1 og BNT.

 

Mynd með færslu
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á að baki nærri fjórtán ára feril sem þingmaður auk þess sem hann var borgarfulltrúi 1998 – 2006 eftir að hafa áður verið í nefndum í Borgarnesi. Guðlaugur Þór var heilbrigðisráðherra frá 2007 þar til ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar þraut örendi í janúar 2009, nokkrum mánuðum eftir fall bankanna og helstu stórfyrirtækja landsins. Á síðasta kjörtímabili var Guðlaugur varaformaður fjárlaganefndar Alþingis. Hann var formaður umhverfisnefndar áður en hann varð heilbrigðisráðherra.

 

Mynd með færslu
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar er nýliði á Alþingi en var aðstoðarmaður innanríkisráðherra síðustu tvö ár síðasta kjörtímabils. Áður var hún framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þórdís byrjaði að starfa í Sjálfstæðisflokknum árið 2007, í stjórn Þórs, Félags ungra Sjálfstæðismanna á Akranesi. Hún var síðar í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna og í umhverfisnefnd Akraneskaupstaðar árið 2008. Hún hefur verið í umhverfis- og samgöngunefnd Sjálfstæðisflokksins frá í fyrra.

 

Frá þingsetningu 2016.
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra varð þingmaður á miðju síðasta kjörtímabili þegar Pétur Blöndal féll frá. Hún hafði þó verið varaþingmaður um árabil og tók fyrst sæti á þingi í október 2008 og nokkrum sinnum frá 2012 til 2015. Hún var í ritstjórn Vefþjóðviljans í áratug og í stjórnum í félögum Sjálfstæðisflokksins með hléum frá 1996.

 

Mynd með færslu
Jón Gunnarsson fer með samgöngu-, byggða- og sveitarstjórnarmál í innanríkisráðuneytinu. Jón hefur setið á Alþingi í nær áratug fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann var formaður atvinnuveganefndar Alþingis á síðasta þingi. Undir þá nefnd féllu umhverfis- og stóriðjumál sem var tíðum deilt um síðustu árin, ekki síst um áfangaáætlun virkjanakosta. Jón hefur verið bóndi og unnið að markaðsmálum auk þess sem hann rak eigið fyrirtæki um skeið. Hann var framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar áður en hann var kosinn á þing. Jón hefur starfað innan Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1982 þegar hann var kosinn í kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins´i Norðurlandskjördæmi vestra.

 

Mynd með færslu
Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra hefur verið bæjarstjóri víðar en flestir þeir sem gegnt hafa því starfi. Hann var bæjarstjóri á Dalvík frá 1986 til 1994 og eftir það í þrjú ár á Ísafirði. Hann var bæjarstjóri á Akureyri frá 1998 til 2006 og bæjarfulltrúi allan þann tíma, og reyndar til 2009. Kristján Þór var kosinn á þing árið 2007 og gegndi embætti heilbrigðisráðherra á síðasta kjörtímabili.

 

Mynd með færslu
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra varð fyrst þekktur sem rokkari í hljómsveitinni Ham og síðar einn af kunnari bóksölum landsins auk þess að keppa í forkeppni Eurovision á Íslandi með hljómsveitinni Dr. Spock og í lokakeppninni með Pollapönki. Óttarr hóf stjórnmálaferil sinn með framboði til borgarstjórnar á vegum Besta flokksins. Hann var í borgarstjórn til ársins 2013 þegar hann var kosinn á þing fyrir Bjarta framtíð. Óttarr var kosinn formaður Bjartrar framtíðar á landsfundi flokksins 2015 þegar Guðmundur Steingrímsson, stofnandi flokksins, lét af því embætti.

 

Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar á fundi efnahags- og viðskiptanefndar eftir kosningar 2016.
Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, var kosin á þing fyrir Bjarta framtíð í alþingiskosningunum árið 2013. Hún hafði áður unnið við mannauðsmál hjá Vinun og Capacent auk þess að vera formaður Geðhjálpar 2011 til 2013. Áður hafði hún unnið sem stuðningsfulltrúi á geðdeildum Landspítalans meðfram námi.

 

Mynd með færslu
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra vann lengi að stofnun Viðreisnar eftir að hópur Evrópusinnaðra Sjálfstæðismanna taldi sig svikinn þegar ekkert varð af þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarumsóknarinnar að Evrópusambandinu. Benedikt hefur löngum fengist við fjárfestingar og gegnt stjórnarformennsku hjá fyrirtækjum, nefndum og ráðum. Hann stofnaði fyrirtækið Talnakönnun árið 1984 og hefur verið framkvæmdastjóri Útgáfufélagsins Heims, sem hann á sjálfur, frá árinu 2000. Það gefur út tímarit á borð við Frjálsa verslun og Vísbendingu sem Benedikt ritstýrði.

 

Mynd með færslu
Þorgerður Katrín myndi væntanlega seint flokkast sem nýliði á Alþingi enda var hún bæði þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Hún tekur engu að síður sæti sem nýr þingmaður Viðreisnar.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sat á þingi fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins um fjórtán ára skeið, frá árinu 1999 til 2013. Á þeim tíma var hún meðal annars menntamálaráðherra í sex ár og varaformaður Sjálfstæðisflokksins frá 2005 til 2010. Hún var yfirmaður samfélags- og dægurmáladeildar RÚV áður en hún var kosin á þing og forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins að þingferli loknum. Þorgerður gekk til liðs við Viðreisn nokkrum mánuðum fyrir kosningar, ásamt Þorsteini Pálssyni, fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins.

 

Mynd með færslu
Þorsteinn Víglundsson, félagsmála- og jafnréttisráðherra, var framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í þrjú ár áður en hann gaf kost á sér í framboð fyrir Viðreisn. Þar áður var hann framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda frá 2010 til 2013 og þar áður forstjóri/framkvæmdastjóri BM Vallár í átta ár. Þorsteinn var í stjórn Samtaka iðnaðarins frá 2004 til 2010 og varaformaður síðustu fjögur árin. Hann var varaformaður og formaður Gildis lífeyrissjóðs frá 2014 til 2016.

Vinsælast á vefnum 2016-2017

nr.16

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar 2017

Fleira áhugavert: