Sundlaug Akureyrar – Nýjar rennibrautir

Heimild:  sundlaugar sidan

 

Janúar 2016

Rennibrautir Akureyri

September á þessu ári verður hafist handa við framkvæmdir á nýjum rennibrautum í sundlaug Akureyrar.

Hafist verður handa í september og gert er ráð fyrir að verkinu verði lokið i maí á næsta ári. Settar verða upp þrjár rennibrautir sem hafa fengið nöfnin Regnboginn, Klósettskálin og Aldan. Regnboginn verður 86 metra löng, Klósettskálin verður 28 metra löng og Aldan verður 9 metra og er hugsuð fyrir yngri börn. Gerður verður nýr Rennibrautir Akureyri1uppgönguturn og er gert ráð fyrir að hann verði upphitaður, yfirbyggður og vel loftræstur. Turninn verður 14,5 metra hár.

Samhliða uppsetningunni verður settur upp nýr heitur pottur. Potturinn verður tvískiptur þar sem annar hlutinn er með nuddi en hinn hlutinn er grynnri. Auk þess verður lendingarlaugin stækkuð.  Áætlaður kostnaður er um 270 milljónir króna.

 

 

Vinsælast á vefnum 2016-2017

nr.17

Sundlaug Akureyrar – Nýjar rennibrautir

Rennibrautir Akureyri

Fleira áhugavert: