Sólarorka – Væn­leg­asti orkukost­ur­inn?

Heimild:  

 

Maí 2015

3725860708 50e3dd08c7 zBanda­rísk yf­ir­völd verða að gera bet­ur í að stuðla að þróun sól­ar­orku þar sem að hún er væn­leg­asti kost­ur­inn til að upp­fylla orkuþörf jarðarbúa til lengri tíma litið og draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda. Þetta var niðurstaða viðamik­ill­ar skýrslu MIT-há­skóla um sól­ar­orku.

Í skýrsl­unni kom meðal ann­ars fram að hægt verði að fram­leiða fjölda tera­vatta af raf­magni með sól­ar­orku fyr­ir árið 2050 jafn­vel þó að eng­ar tækninýj­ung­ar komi til. Því er lagt til í skýrsl­unni að banda­rísk yf­ir­völd stuðli að mik­illi upp­bygg­inu í sól­ariðnaðinum á næstu ára­tug­um.

„Skýrsl­an sýn­ir er að við verðum að ein­beita okk­ur að nýrri tækni og stefnu sem ger­ir það mögu­legt að sól­ar­orka verði hag­kvæm­ur kost­ur,“ seg­ir Rich­ard Schma­len­see, pró­fess­or em­er­ít­us í hag­fræði og stjórn­un við Sloan-stjórn­un­ar­skóla MIT.

Þannig ætti bæði al­rík­is­stjórn­in og stjórn­ir ein­stakra ríkja í Banda­ríkj­un­um að beina niður­greiðslum til sól­ar­orku í að reyna að gera hana hag­kvæm­ari og umb­una fyr­ir fram­leiðslu henn­ar. Þá er mælt ein­dregið með því að fé verði veitt til rann­sókna og þró­un­ar á nýj­um þunn­um sólarfilm­um sem eru fram­leidd­ar úr efn­um sem nóg er til af á jörðinni.

Sól­ar­orka sé einn af ör­fá­um orku­kost­um sem ekki bygg­ist á kol­efni sem geti vaxið mikið. Því álykta skýrslu­höf­und­ar að afar lík­legt sé að sól­ar­orku­fram­leiðsla verði auk­in mikið og hún sé lyk­ilþátt­ur í að glíma við lofts­lags­breyt­ing­ar.

Frétt Compu­ter World af rann­sókn MIT-há­skóla á sól­ar­ork

Fleira áhugavert: