„Hafnartorg“ eða „Harbour Square“

Heimild:  

 

Nú fara fram mestu framkvæmdir sem gerðar hafa verið í miðborginni við hafnarsvæðið í Reykjavík. Svæðið er þekkt sem „Hafnartorg“ eða „Harbour Square“ og tengir verkefnið gamla miðbæinn við nýju menningarbygginguna Hörpu og dregur þar með úr skiptingunni á milli hins gamla og nýja. Þar að auki mun þetta verkefni, sem samanstendur af sjö mismunandi byggingum, skapa opinbert rými sem örvar hreyfingu í gegnum svæðið frá aðliggjandi stöðum. Hafnartorgið mun mæta vaxandi þörf á húsnæðisrými í hinni vinsælu miðborg Reykjavíkur með verslunum, kaffihúsum og veitingastöðum, ásamt íbúðum og nútíma skrifstofum.

Niðurstaðan verður samræmt svæði sem sameinar nær óaðfinnanlega gamla bæinn og nýja hafnarsvæðið, ásamt því að halda fast í hina litríku hefð Reykjavíkur. Kærkomin viðbót við vaxandi borg.

Helstu tölur:
• Fjöldi bygginga: 7
• Heildarstærð: 23.350 m2
• Fjöldi íbúða: 76
• Þjónusta og verslun: 8.000 m2
• Skrifstofuhúsnæði: 6.400 m2
• Bílastæði: Neðanjarðar sem tengjast Hörpu
• Verklok: Áætluð 2018

• Fullbúið svæðið metið á 10 milljarða (samkv. Rúv – Jan 2016)

 

Ýmsir þættir hafa mótað verkefnið. Afgerandi þáttur er vöntun á rými fyrir bæði verslanir og íbúðir í hinni vinsælu miðborg Reykjavíkur. Að heiðra sögu staðarins og varðveisla fornleifa átti sinn stað í ferlinu. Með þetta að leiðarljósi sameinast byggingarnar inn í núverandi mynstur borgarinnar og tengjast við höfnina, sem er steinsnar í burtu.

Rými á jarðhæð eru ætluð verslun og þjónustu, en efri hæðirnar fráteknar fyrir lúxus íbúðir og skrifstofuými. Gróðursælir garðar á þökum bygginganna verða aðgengilegir öllum íbúum og mynda leynt athvarf innan um litrík húsþök Reykjavíkur.

Í meginatriðum skapar verkefnið fjölþætt rými sem sameinar starf, fjölskyldulíf og afþreyingu, ásamt því að styðja við núverandi starfsemi í hinni líflegu og litríku miðborg.

Arkitektastofan PK Arkitektar sem einnig hafa unnið við friðarsúluna eftir Yoko Ono og íslenska sendiráðið í Berlín, leiða verkefnið.

 

Hafnartorg mun saman standa af 76 lúxus íbúðum af ýmsum stærðum, meðal annars stílhreinum stúdíóíbúðum og þakíbúðum með útsýni. Mikið hefur verið lagt í val á innréttingum, til marks um hversu vandað verkefnið er. Sérlega vönduð heimilistæki eru í öllum íbúðum og einstaklega þægileg staðsetning nálægt menningu, sögu og verslun. Lúxus fasteignir í hjarta Reykjavíkur  á þröskuldi hinnar íslensku arfleifðar.

Miðborg Reykjavíkur er sívinsæl meðal listamanna, stjórnmálamanna, atvinnurekenda og þeirra sem hreyfa við og hrista upp í menningu við skjálftamiðju þjóðarinnar. Með greiðan aðgang nokkrum af bestu verslunum landsins, tísku verslunum og heimsklassa veitingastöðum, er ekki fjarlægt markmið að hafa pied- à-terre í hjarta borgarinnar.

Skrifstofurýmin eru tilvalin fyrir:
• Lögmannsstofur
• Fyrirtæki í eignastýringu
• Ráðgjafafyrirtæki
• Arkitekta
• Einkarekna banka
• PR fyrirtæki
• Hönnunarstofur
• og aðra starfsemi

Reginn, eitt stærsta fasteignafyrirtæki landsins, hefur nú þegar keypt öll verslunarrýmin á jarðhæð. Reginn sem stýrir Smáralind, stærstu verslunarmiðstöð Íslands, hefur reynslu og færni í að leigja út verslunarrými. Öryggi þeirra í að leigja út rými til vinsælla vörumerkja mun gera Hafnartorgið að einum af aðal verslunarstöðum þjóðarinnar sem eflaust mun laða enn fleiri erlenda aðila til landsins.

Þar að auki verða skrifstofurými um 6400m í tveimur byggingum. Þessi rými eru tilvalin fyrir  sívaxandi innlend og erlend fyrirtæki sem vilja setja upp skrifstofur í öruggu, áhugaverðu og fjölhæfu umhverfi í hjarta Reykjavíkur.

land er aðili að EES-samningnum, og lagalegt umhverfi innan hans er á margan hátt svipað og innan ESB. Efnahagslega er Ísland stöðugur markaður og áætlaður hagvöxtur er í kringum 3%. Þessar horfur eru ekki síst vegna vaxandi ferðaþjónustu sem hefur orðið ein af helstu atvinnugreinum landsins undanfarin ár. Góðum ferþegaflutningum inn og úr landinu er vissulega að þakka, ásamt sameinginlegu þjóðarátaki í markaðssetningu og einstökum náttúruperlum. Metfjöldi flugfélaga leggja leið sína í gegnum Keflavíkurflugvöll sem er bein afleiðing af þessari vaxandi atvinnugrein. Þar sem fleiri og fleiri ferðamenn velja að verja tíma sínum á Íslandi, aðlagar borgin sig til móts við mismunandi smekk, kröfur og áhugamál, án þess að víkja frá þeirri gestrisni sem Íslendingar eru þekktir fyrir.

Samkvæmt Hagstofu Íslands hefur fasteignamarkaðurinn vaxið jafnt og þétt undanfarinn áratug, sem endurspeglast bæði í verðmæti eigna og þeirri staðreynd að eigendur fasteigna standa undir 60% af markaðnum. Í miðbæ Reykjavíkur er mikil eftirspurn eftir fasteignum og einingar í 101 Reykjavík, hjarta borgarinnar, eru sögulega meðal verðmætustu eigna á Íslandi. Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að þetta muni breytast. Þróunin undanfarin fimm ár bendir til þess að markaðsvirði muni halda áfram að hækka á meðan 3% hagvexti er spáð á ári.

Eftirspurn eftir gistirými fyrir ferðamenn er í sögulegu hámarki, sem þýðir að vel staðsettar pied-à-terre íbúðir geta auðveldlega orðið aðlaðandi valkostur fyrir auðuga ferðamenn í leit að fyrsta flokks staðsetningu og lúxus þægindum.

Að lokum, að eiga fasteign á Íslandi þýðir að þú getur komið í heimsókn þegar þér dettur í hug, á stað sem nú þegar er eins og annað heimili, með öllum þeim nútíma þægindum sem þú hefur vanist.

Fleira áhugavert: