Getnaðarvarnarpillur í klósettið – Trans fiskar..

Heimild:  

 

Júlí 2017

Varúðarvert er að sturta getnaðarvarnarpillum, hreinsivörum, plasti og snyrtivörum niður um klósettið ef marka má niðurstöður nýlegar rannsóknar við háskólann í Exeter. Leiddi hún í ljós að efnamegnun af völdum þessara hluta getur haft víðtæk áhrif á heilsufar fiska og jafnvel breytt kyni þeirra.

Vísindamennirnir rannsökuðu ferskvatnsfisk í fimmtíu ám og lækjum víðsvegar um Bretland og komust að því að 20 prósent af karlkyns fiskum sýndu fram á lakari sæðiframleiðslu en aukna framleiðslu á eggjum. Voru þeir þannig farnir að sýna kvenleg einkenni. Jafnframt voru fiskarnir ekki jafn árásargjarnir og aðrir karlfiskar sem gerir það að verkum að þeir eru minna líklegir til að fjölga sér.

Þá benda niðurstöður rannsóknarinnar einnig til þess að afkvæmi þessara trans eða intersex fiska eru viðkvæmari fyrir efnamegnun en aðrir fiskar.

Orsökin fyrir þessum breytingum í fiskunum er talin vera efnamengun frá getnaðavarnarpillum sem sturtað hefur verið niður um salerni og út í lífríki hafsins en pillurnar innihalda hátt magn kvenhormónsins estrógen.

Þá leiddi rannsóknin það einnig í ljós að önnur lyf á borð við geðdeyfðarlyf höfðu sýnileg áhrif á náttúrulega hegðun fiskanna. Niðurstöðurnar verða kynntar á ráðstefnu bresku fiskeldissamtakana í næstu viku.

Fleira áhugavert: