Auðlindar­entu­skattur – 7 millj­arðar

Heimild:

 

júní 2017

Í Nor­egi er sér­stak­ur auðlindar­entu­skatt­ur lagður á raf­orku­fyr­ir­tæki sem nem­ur 34,3% af sér­stök­um skatt­stofni sem reiknaður er fyr­ir hverja virkj­un fyr­ir sig. Ef slík­ur skatt­ur væri rukkaður hér á landi myndi hann skila í kring­um 7 millj­örðum króna. Þetta kem­ur fram í svari fjár­málaráðherra við fyr­ir­spurn Odd­nýj­ar G. Harðardótt­ur, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Skatt­ur­inn er aðeins lagður á þær virkj­an­ir sem eru með upp­sett afl meira en 10.000 kVA (8 MW). Tekjumatið sem byggt er á í svar­inu nær ekki til hverr­ar virkj­un­ar held­ur upp­lýs­ing­um frá raf­orku­fyr­ir­tækj­un­um og er því tekið fram að um nálg­un sé að ræða. Miðað er við að meðalra­f­orku­verð sé 5,22 krón­ur á kílóWatts­stund. Varðandi lang­tíma­samn­inga var miðað við 3,23 krón­ur á kílóWatts­stund, en töl­ur um slíkt verð eru trúnaðar­mál og því miðað við meðal­verð hjá Lands­virkj­un.

Mat á tekj­um rík­is­sjóðs af auðlindar­entu­skatti að norskri fyr­ir­mynd, miðað við nú­ver­andi skatt­hlut­fall 34,3%, er sam­kvæmt fram­an­greind­um for­send­um kring­um 7 millj­arðar seg­ir í svar­inu.

Búrfellsvirkjun er ein virkjana Landsvirkjunar.

Búr­fells­virkj­un er ein virkj­ana Lands­virkj­un­ar. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

 

Fleira áhugavert: