Ártúnshöfð – 4.000 íbúðir

Heimild:  

 

Júní 2017

Smella á mynd til að stækka

Samstarfsyfirlýsing um uppbyggingu á Ártúnshöfða vestan Breiðhöfða var undirrituð í dag.  Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson og fulltrúar lóðarhafa, Ingvi Jónasson hjá Klasa og Pétur Árni Jónsson hjá Heild, skrifuðu undir á einni af fjölmörgum nýjum byggingarlóðum.  Svæðið sem samkomulagið nær til er 273.000 fermetrar og er gert ráð fyrir að á þetta svæði geti komið 3 – 4.000 nýjar íbúðir.  Fyrirsjáanlegt er að á Ártúnshöfða verði eitt mesta uppbyggingarsvæðið í Reykjavík á næstu árum.

Aðilar að samkomulaginu við borgina eru Heild fasteignafélag hf. fyrir hönd Árlands ehf. og Klasi ehf. fyrir hönd Elliðaárvogs ehf.

Ungt fólk í öndvegi

Við undirbúningi uppbyggingar íbúðasvæðisins á Ártúnshöfða verður haft að leiðarljósi að skapa hagstæðar aðstæður á hluta svæðisins fyrir ungt fólk og/eða þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð eða kjósa að vera á leigumarkaði. Markmiðið er að skapa aðstæður til að byggja ódýrt húsnæði án þess að slegið sé af gæðakröfum, skapa möguleika fyrir deililausnir, bæði er lýtur að húsnæði, innviðum og samgöngum, eins og segir í yfirlýsingu. Vinna skal með þessi markmið á öllum stigum undirbúnings, deiliskipulagsgerðar, uppbyggingar- og söluferlis.

Samstarf um deiliskipulag og uppbyggingu

Aðilar að samkomulaginu munu standa sameiginlega að deiliskipulagstillögu sem afmarkast af þeim lóðum sem þeir ráða yfir á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog.  Einnig er gert ráð fyrir samstarfi um að gera lóðir byggingarhæfar og ráðstöfun þeirra.
Þó deiliskipulagstillaga miðist við lóðir samningsaðila verður tekið mið af fyrirliggjandi rammaskipulagi fyrir Elliðaárvog og Ártúnshöfða og er markmið samstarfsins að hámarka gæði skipulagsins á svæðinu og verða núgildandi lóðarmörk ekki látin hafa áhrif á útfærslu deiliskipulagstillögu heldur horft til heildarhagsmuna. Hafi aðrir lóðarhafar vestan Breiðhöfða  áhuga á að koma inn í samstarfið er það mögulegt.

Ingvi Jónasson hjá Klasa, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Pétur Árni Jónsson hjá HeildGott jafnvægi milli íbúða og atvinnustarfsemi

Kveðið er á um það í samningi að við deiliskipulagsvinnuna skuli sérstaklega horft til þess að skapa gott jafnvægi milli íbúðarhúsnæðis, atvinnuhúsnæðis og þjónustu í hverfinu, auk tenginga við almenningssamgöngur. Jafnframt verður unnin áætlun um nýtingarhlutfall lands og frummat á kostnaði við innviði og opin svæði. Frumkostnaðaráætlun skal ná til gatnagerðar, breytinga á lögnum sem þarf að afskrifa, kostnaðar við blágrænar lausnir svæðisins, gatnalýsingu og gerð opinna svæða. Enn fremur skal matið ná hlutfallslega til  annarra innviða, svo sem skóla og leikskóla, sem þjóna munu svæðinu ásamt öðrum framtíðarsvæðum í Elliðaárvogi/Ártúnshöfða.

Rammasamningur verður gerður til að ákvarða hlutfallslega kostnaðarþátttöku lóðarhafa á svæðinu við gerð innviða, greiðslutilhögun og tímasetningar greiðslna vegna innviðagerðar, hlutfall leiguíbúða á svæðinu, kauprétt á leiguíbúðum og listskreytingar. Þá verður horft til kostnaðarþátttöku í væntanlegri Borgarlínu sem og gatnagerðargjalda vegna uppbyggingar á svæðinu.

Þá verða sett viðmið varðandi veðsetningu lóða til þess að koma í veg fyrir óhóflega skuldsetningu þeirra.

Skipaður verður sérstakur stýrihópur lóðarhafa og Reykjavíkurborgar.

Fleira áhugavert: