Sorpkvarnir – Heilbrigðiseftirlitið alfarið á móti eldhúskvörnum

Heimild:  

 

Febrúar 2017

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að fráveitukerfinu sé ekki ætlað að ferja malaðar matarleifar. Því leggst það alfarið á móti eldhúskvörnum í vöskum, hvort sem er í heimahúsum eða hjá matvælafyrirtækjum. Tekur eftirlitið þannig undir málflutning Veitna sem rekur fráveitukerfið í Reykjavík og víðar.

Í tilkynningunni segir að úrgangur eins og matarleifar setjist að hluta til í kerfinu, sérstaklega á straumlitlum stöðum.
„Með aukinni notkun eldhúskvarna (eða sorpkvarna) verða stíflur algengari ásamt því að súrnun og súlfíðmyndun eykst og framangreint leiðir til tæringar lagna. Æskilegast er að þessi úrgangur sé nýttur á einhvern máta, t.d. til jarð- og gasgerðar.
Ætla má að þar sem eldhúskvarnir eru til staðar á heimilum aukist efnafræðileg súrefnisþörf um allt að 75% frá því húshaldi. Álagið eykst ekki einungis á fráveitukerfið heldur einnig á viðtakann sjálfan, Faxaflóa, þangað sem skólpi er dælt frá Reykjavík, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi, Kópavogi og Garðabæ.“

Fyrr í mánuðinum bárust fréttir þess efnis að Heilbrigðiseftirlitið kannaði um þessar mundir hvernig fyrirkomulag förgunar fitu væri hjá matvælafyrirtækjum en ítrekað koma upp vandamál í fráveitukerfinu sem tengd eru henni.

Fleira áhugavert: