Kirkjusandur – 300 íbúða og atvinnuhverfi

Heimild:  

 

Mars 2017

Byggðin séð af hafi – Smella á mynd til að stækka

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka skrifuðu í dag undir samning um byggingarrétt og uppbyggingu á Kirkjusandi þar sem byggðar verða um 300 íbúðir af öllum stærðum og gerðum.

Kirkjusandsreitur liggur í beinu framhaldi af einu stærsta atvinnusvæði  borgarinnar við Borgartún ásamt því að liggja samhliða rótgróinni íbúðabyggð við Laugarnesveg og Kirkjusand. Svæðið er við sjávarsíðuna og mynni Laugardals.

Gert er ráð fyrir allt að 300 nýjum íbúðum í fjölbýli á 31.000 fermetrum en hverfið verður blanda atvinnu- og íbúðabyggðar þar sem atvinnuhúsnæði verður um 48.000 fermetrar.  Heildarstærð húsnæðis ofanjarðar verður um 79.000 fermetrar.

Gert er ráð fyrir almenningstorgi á svæðinu, nýjum leikskóla ásamt verslun og þjónustu sem nýtist íbúum hverfisins sem og öðrum borgarbúum. Bílastæði verða flest neðanjarðar og lögð er áhersla á góðar gönguleiðir og hjólastíga. Á næstu vikum verður gefin út nánari framkvæmdaáætlun um uppbyggingu á svæðinu.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist ánægður með að svæðið sé nú að fara í uppbyggingu. „Kirkjusandur er frábærlega staðsettur undir íbúðabyggð í grennd við gömlu rótgrónu hverfin hér í Teigunum og Lækjunum. Þarna verður ákveðið hlutfall leiguíbúða og fjölbreyttar íbúðagerðir þar sem stutt verður í alla verslun og þjónustu svo ég tali nú ekki um sjálfa Laugardalslaugina,“ segir Dagur.

 

Kirkjusandsreiturinn hefur verið skipulagður

Gert er ráð fyrir almenningstorgi á svæðinu.

Aðkoma að hverfinu frá Sundlaugarvegi

Útlitsmynd af íbúðargötu

Kirkjusandur var áður atvinnusvæði, en verður nú blönduð byggð: íbúða- og atvinnusvæði

Inngarður á Kirkjusandi

Hæðasnið af hverfinu

Deiliskipulagsuppdráttur

 

Fleira áhugavert: