Höfðaborg – Tak­marka sturt­ur við 2 mínútur

Heimild:  mbl

 

Sönd­ug auðn þar sem áður var lón

 

Júní 2017

Íbúar ná sér í vatn úr nátt­úru­legri lind við brugg­hús í borg­inni. AFP

Yf­ir­völd í Höfðaborg hafa beint þeim til­mæl­um til íbúa að tak­marka sturt­ur við tvær mín­út­ur og sturta aðeins niður þegar það er „al­gjör­lega nauðsyn­legt.“ Ástæðan er versti þurrk­ur sem borg­ar­bú­ar hafa upp­lifað í 100 ár en yf­ir­völd hafa lýst yfir ham­fara­ástandi í héraðinu.

Í tveggja klukku­stunda fjar­lægð frá Höfðaborg stend­ur Theewaterskloof-stífl­an, aðal­vatns­lind borg­ar­inn­ar. Í dag er hún sönd­ug eyðimörk og stein­runn­ir ald­ing­arðar sem hurfu und­ir vatn á 8. ára­tug síðustu ald­ar blasa við.

Þar sem sigl­inga­klúbb­ur svæðis­ins var starf­rækt­ur liggja ónotaðar land­fest­ar þar sem segl­bát­ar möruðu áður í höfn­inni. Drátt­ar­braut­in end­ar nú í um 30 metra fjar­lægð frá vatns­yf­ir­borðinu.

„Ég hef unnið hér í 20 ár og aldrei séð svona lítið í lón­inu,“ seg­ir Lisa Wheeler, starfsmaður sigl­inga­klúbbs­ins.

Fyr­ir íbúa Höfðaborg­ar hafa þurrk­arn­ir leitt til auk­inna tak­mark­ana á vatns­notk­un; fyrr á þessu ári var bannað að busla í al­menn­ings­sund­laug­um en í dag er al­gjör­lega bannað að láta renna í sund­laug­ar borg­ar­inn­ar. Þá hef­ur fólki verið bannað að vökva garðana sína.

Uppistöðulón Theewaterskloof-stíflunnar er sandauðn.

Uppistöðulón Theewaterskloof-stífl­unn­ar er sandauðn. AFP

Sam­kvæmt nýj­ustu regl­um yf­ir­valda má hver íbúi aðeins nota 100 lítra af vatni á dag. Vatnið má auk þess aðeins nota til drykkj­ar, í mat­ar­gerð eða „nauðsyn­legra þrifa.“

Í síðustu viku greindi lík­ams­rækt­ar­stöðvakeðjan Virg­in Acti­ve frá því að öll­um gufu­klef­um í héraðinu yrði lokað.

„Það besta sem við get­um gert til að mæta þurrk­un­um er að stjórna eft­ir­spurn­inni, sem er það sem við erum að gera,“ sagði Xant­hea Limberg, yf­ir­maður vatns­veitu­mála, í sam­tali við AFP.

 

Eng­in ein­föld svör

Fyrr á þessu ári birtu borg­ar­yf­ir­völd lista yfir þá sem höfðu brotið hvað gróf­leg­ast gegn boðum og bönn­um í vatns­skort­in­um. Viðkom­andi aðilar verða sektaðir, og í sum­um til­vik­um, dregn­ir fyr­ir dóm­stóla.

Emb­ætt­is­menn hafa hins veg­ar sjálf­ir mætt gagn­rýni fyr­ir að að grípa ekki fyrr til ráðstaf­ana og fyr­ir að hafa hunsað viðvar­an­ir sér­fræðinga síðastliðin ár.

Landfestarnar liggja þar sem seglbátar flutu áður.

Landfestarnar liggja þar sem seglbátar flutu áður

Sum­ir borg­ar­búa hafa tekið upp á því að sækja sér vatn úr nátt­úru­legri lind fyr­ir utan brugg­hús í borg­inni. Marg­ir eru sann­færðir um að vegna þess hve lítið er í uppistöðulón­inu hafi gæði átappaðs vatns minnkað.

„Þetta er eina drekk­an­lega vatnið sem ég get komið hönd­um yfir,“ sagði einn íbúa við AFP en borg­ar­yf­ir­völd segja aðeins um orðróm að ræða.

Lofts­lags­vís­indamaður­inn Peter Johnst­on, sem starfar við Höfðaborg­ar­há­skóla, seg­ir vand­ann langvar­andi. Þrjár árstíðir hafi komið og farið með litlu regn­falli, sem sé eitt­hvað sem ger­ist á 100 ára fresti.

Mikl­ar sum­arrign­ing­ar hafa bjargað stór­um svæðum í suður­hluta Afr­íku frá þurrk­um vegna El Nino. En í Höfðaborg rign­ir helst á vet­urna og vís­inda­menn segja ómögu­legt að tryggja góða rignign­artíð.

„Jafn­vel þótt við fáum virki­lega blaut­an vet­ur þá mun aðeins hækka í lón­inu sem nem­ur 40-50%,“ seg­ir Johnst­on. „Þó að við fáum reglu­lega góða rign­ingu þá verðum við samt í sömu stöðu á sama tíma á næsta ári. Það er það sem er ógn­vekj­andi.“

Lisa Wheeler sýnir hvert vatnið náði áður.

Mörg lofts­lags­líkön benda til þess að hita­stig muni hækka og þurrk­ar versna um­hverf­is Höfðaborg. „Þetta þýðir að jafn­vel þótt ástandið verði óbreytt hvað varðar íbúa­fjölda og vatns­notk­un, þá ger­ir lang­tíma­út­litið ráð fyr­ir að minna vatn falli af himn­um,“ seg­ir Johnst­on.

Þetta þýðir að Höfðaborg þarf að leita nýrra vatns­upp­spretta.

Til skemmri tíma litið þurfa borg­ar­yf­ir­völd að horfa til þess að end­ur­nýta úr­gangs­vatn og bora niður á vatnsæðar und­ir Borðfjall­inu. Þá horfa þau til þess að byggja tvö vatns­vinnslu­ver til að af­salta salt­vatn.

„Tak­mark­an­ir verða veru­leik­inn um ófyr­ir­sjá­an­lega framtíð,“ sagði Limberg.

 

Fleira áhugavert: