Hótel Hafnarstræti – Stærsta hótel norðurlands?

Heimild:  

 

Apríl 2017

KEA fjár­fest­ing­ar­fé­lag ætl­ar að byggja 150 her­bergja hót­el við Hafn­ar­stræti 80 á Ak­ur­eyri eða á svo­kallaðri Um­ferðarmiðstöðvar­lóð. Um er að ræða stærsta hót­elið sem verður starf­rækt á Ak­ur­eyri sem og reynd­ar á Norður­landi öllu. Sagt er frá ákvörðun­inni á heimasíðu KEA.

KEA keypti lóðina fyr­ir um tveim­ur árum en síðan þá hef­ur verið unnið að breyt­ing­um á skipu­lagi lóðar­inn­ar svo af bygg­ingu hót­els geti orðið. Enn hef­ur ekki verið gefið upp und­ir hvaða vörumerki hót­elið mun starfa.

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni er hönn­un­ar­vinna kom­in vel af stað, en hún á að taka mið af ásýnd bæj­ar­mynd­ar Ak­ur­eyr­ar. Reiknað er með að fram­kvæmda­tími verði um 2 ár og er stefnt að opn­un á vor­mánuðum 2019. Það er AVH á Ak­ur­eyri sem hann­ar hót­elið og liggja frumdrög að hönn­un nú þegar fyr­ir.

 

Myndaniðurstaða fyrir hafnarstræti 80 akureyri

Fleira áhugavert: