Alli­ance reitur – Íbúðir og hót­el

Heimild:  

 

Janúar 2017

Hug­mynd­ir eru uppi um ný­bygg­ing­ar við hið sögu­fræga Alli­ance-hús úti á Granda. Þar er meðal ann­ars áformað að verði íbúðir og hót­el með 81 her­bergi. Bygg­ing­arn­ar verða alls 5.743 fer­metr­ar að flat­ar­máli.

Í kynn­ingu sem var lögð fram hjá um­hverf­is og skipu­lags­ráði Reykja­vík­ur kem­ur fram að bygg­ing­un­um er ætlað að mynda rand­byggð sem ramm­ar inn skjólgott úti­svæði.

Reykja­vík­ur­borg er nú­ver­andi eig­andi Grandag­arðs 2 (Alli­ance-húss­ins) og ganga áætlan­ir borg­ar­inn­ar út á að selja húsið ásamt bygg­ing­ar­rétti. Ef af fram­kvæmd­um verður þarf að færa göt­una Grandag­arð í norðurátt. Verk­fræðistofa vinn­ur að því að taka út um­ferðar­mál­in á svæðinu.

Fleira áhugavert: