Dji­bútí – Tveggja millj­arða bor­samn­ing­ur

Heimild:  

 

Maí 2017

Fyrirhugað borverk Jarðborana er við Fiale öskjuna við Assal vatn.

Fyr­ir­hugað bor­verk Jarðbor­ana er við Fiale öskj­una við Assal vatn. Kort/​mbl.is

Jarðbor­an­ir hafa und­ir­ritað bor­samn­ing við rík­is­ra­f­orku­fyr­ir­tæki Dji­bútí, í Aust­ur-Afr­íku, um bor­un tveggja hola. Heild­ar­virði samn­ings­ins er um 20 millj­ón­ir doll­ara, eða um tveir millj­arðar króna. For­stjóri Jarðbor­ana seg­ir samn­ing­inn marka nýtt upp­haf að verk­efn­um fyr­ir­tæk­is­ins í Aust­ur-Afr­íku. Samn­ing­ur­inn er um bor­an­ir við Fiale-öskju við Assal-vatn í Dji­bútí.

Sig­urður Sig­urðsson, for­stjóri Jarðbor­ana, seg­ir samn­ing­inn marka nýtt upp­haf fyr­ir fyr­ir­tækið á þessu svæði. „Ég lít á þetta sem fyrstu skref okk­ar inn í Afr­íku,“ seg­ir Sig­urður. Hann seg­ir verk­efnið hafa vakið at­hygli annarra fyr­ir­tækja á Jarðbor­un­um og fleiri séu áhuga­sam­ir um sam­starf. Nú sé fyr­ir­tækið að skoða verk­efni í Eþíóp­íu.

Verk­efnið er fjár­magnað af rík­is­stjórn Dji­bútí og mun njóta styrkja og lána frá Alþjóðabank­an­um, Afr­íska þró­un­ar­bank­an­um og fleir­um. Virði samn­ings­ins er áætlað um 20 millj­ón­ir doll­ara en er þó breyt­ing­um háð, að sögn Sig­urðar, þar sem raf­orku­fyr­ir­tækið geti svo valið að bora ým­ist meira eða minna.

Rík­is­ra­f­orku­fyr­ir­tæki Dji­bútí, Electricité de Dji­bouti (EdD), sem sinn­ir flutn­ingi og dreif­ingu raf­orku í land­inu, und­ir­ritaði samn­ing­inn við Jarðbor­an­ir. Fyr­ir­hugað bor­verk Jarðbor­ana er við Fiale-öskj­una við Assal-vatn, milli Ghoubbet-flóa og Assal-vatns­ins, um 100 kíló­metra norðvest­ur af Dji­bútí-borg.

Samningurinn var undirritaður 21. maí.

Samn­ing­ur­inn var und­ir­ritaður 21. maí. Mynd/​Jarðbor­an­ir

Bor­un­ar­samn­ing­ur­inn, sem var und­ir­ritaður 21. maí síðastliðinn, fel­ur í sér bor­un tveggja 2.500 metra djúpra jarðhita­hola á ár­inu 2018 með mögu­leik­um á tveim­ur hol­um til viðbót­ar. Und­ir­bún­ing­ur verks­ins er haf­inn en raun­veru­leg­ar fram­kvæmd­ir hefjast upp úr næstu ára­mót­um og standa yfir í fjóra til fimm mánuði. Áætlað er að um 40 starfs­menn Jarðbor­ana komi að verk­inu. Stefnt er að því að nota bor­inn Tý, en hann er nú í notk­un í öðru verk­efni fyr­ir­tæk­is­ins í Ník­aragva.

Meg­in­til­gang­ur verk­efn­is­ins er að kanna jarðhita­svæðið og staðfesta auðlind­ina. Sig­urður seg­ir að ekki hafi mikið verið virkjað í Dji­bútí en að vís­bend­ing­in um jarðhita leyn­ist í Kenýu. „Í Kenýu, sem er á sama jarðhita­hrygg og Dji­bútí, hef­ur mikið verið virkjað und­an­far­in ár og það var litið til þess í þessu verk­efni.“

Íslenska bor­fyr­ir­tækið Jarðbor­an­ir er leiðandi á heimsvísu á sviði há­hita­bor­ana og hef­ur margra ára reynslu í bæði bor­un í há- og lág­hita. Rekst­ur fé­lags­ins hef­ur verið á Asor­eyj­um, Bretlandi, Dan­mörku, Írlandi, Ung­verjalandi, Þýskalandi, Ník­aragva, Fil­ipps­eyj­um, Karíbahafi (Dom­inica og Montserrat), Sviss og Nýja-Sjálandi. Nú sem stend­ur er fé­lagið í verk­efn­um á Íslandi, Karíbahafi og Ník­aragva.

Hér má sjá mynd af borsvæðinu.

Hér má sjá mynd af bor­svæðinu. Mynd/​Sig­urður Sig­urðsson

Fleira áhugavert: