Lands­bank­inn Aust­ur­höfn – 9 milljarða framkvæmd

Heimild:  

 

Maí 2017

Smella á mynd til að stækka

Bankaráð Lands­bank­ans hef­ur ákveðið að byggja hús­næði fyr­ir starf­semi bank­ans við Aust­ur­höfn í Reykja­vík. Bank­inn hef­ur skoðað ýmsa kosti í hús­næðismál­um í sam­vinnu við ráðgjaf­ar­fyr­ir­tækið KPMG og Mann­vit verk­fræðistofu og var niðurstaða grein­ing­ar KPMG sú að Aust­ur­höfn væri ákjós­an­leg­asti kost­ur­inn.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu.

Mun nýta um 60% af flat­ar­máli húss­ins

Þar seg­ir að bank­inn muni nýta um 10.000 m2 í nýju húsi, um 60% af flat­ar­máli húss­ins, en selja eða leigja frá sér um 6.500 m2 sem munu nýt­ast fyr­ir versl­un og aðra þjón­ustu. Bank­inn mun fyrst og fremst nýta efri hæðir húss­ins þar sem fer­metra­verð er metið sam­bæri­legt og á skrif­stofu­hús­næði á öðrum góðum stöðum á höfuðborg­ar­svæðinu. Verðmæt­ustu hlut­ar húss­ins á neðri hæðum verða að stærst­um hluta seld­ir og um­fram­rými á efri hæðum leigt út.

„Það er ánægju­legt að lausn á hús­næðis­vanda bank­ans sé í sjón­máli. Starf­semi bank­ans í miðborg Reykja­vík­ur er í 13 hús­um, að lang­stærst­um hluta í leigu­hús­næði, og er hús­næðið bæði óhag­kvæmt og óhent­ugt. Þetta er eitt af þeim skref­um sem brýnt er að taka til að bæta rekst­ur­inn og gera Lands­bank­ann bet­ur í stakk bú­inn til að þró­ast í sí­breyti­legu um­hverfi. Við mun­um vanda til verka við úr­lausn þessa máls, enda mik­il­vægt að vel tak­ist til. Við vilj­um gæta sér­stak­lega að því að hús bank­ans við Aust­ur­stræti 11, sem hef­ur menn­ing­ar­legt og sögu­legt gildi, fái áfram að njóta sín,“ er haft eft­ir Helgu Björk Ei­ríks­dótt­ur, for­manni bankaráðs í til­kynn­ingu.

Aust­ur­höfn ákjós­an­leg­asti kost­ur­inn

Þeir þætt­ir sem horft var til í mati KPMG á mis­mun­andi staðar­val­kost­um voru hag­kvæmni, verðgildi húss­ins til framtíðar, sam­göng­ur, staðsetn­ing, skipu­lags­mál, sveigj­an­leiki hús­næðis og þjón­usta og mann­líf í ná­grenn­inu. Fjöl­breytt starf­semi bank­ans ger­ir það að verk­um að bank­inn tel­ur þörf á að vera með starf­semi sína miðsvæðis á höfuðborg­ar­svæðinu. Meðal kosta sem voru sér­stak­lega skoðaðir voru lóðir í grennd við Borg­ar­tún, Kringlu og Smáralind.

„Niðurstaðan var að Aust­ur­höfn er ákjós­an­leg­asti kost­ur­inn þegar tekið er til­lit til allra of­an­greindra atriða,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

Með flutn­ingi í nýtt hús­næði mun starf­semi sem í dag fer fram á um 21.000 m2 rúm­ast á um 10.000 m2. Þetta er um­tals­vert minna hús­næði en áður var talið að þyrfti und­ir starf­sem­ina.

„Mark­miðið með flutn­ing­um í nýtt hús er að ná fram hagræðingu, auka skil­virkni og mæta kröf­um um breytt vinnu­lag í fjár­málaþjón­ustu. Í því felst meðal ann­ars að vinnuaðstaða í hús­inu verður verk­efnamiðuð og starfs­fólk geti fært sig til eft­ir því sem verk­efni krefjast,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

„Hröð tækniþróun og örar breyt­ing­ar á fjár­mála­markaði krefjast nýrra vinnu­bragða og mun nán­ari sam­vinnu og sveigj­an­leika inn­an bank­ans. Það er mik­il­vægt að vera í hent­ugu skrif­stofu­hús­næði sem ger­ir slíka sam­vinnu mögu­lega þannig að við get­um áfram veitt viðskipta­vin­um okk­ar fyr­ir­mynd­arþjón­ustu. Með því að selja eða leigja um 40% húss­ins við Aust­ur­höfn, þar á meðal þá hluta sem eru metn­ir verðmæt­ast­ir, nýt­ur bank­inn þess að eiga lóð á góðum stað. Lands­bank­inn mun byggja hag­kvæmt hús sem mun falla vel að um­hverfi sínu. Þessi ákvörðun bankaráðs er fyrsta skrefið og nú hefst und­ir­bún­ings­vinn­an fyr­ir al­vöru,“ er haft eft­ir Lilju Björk Ein­ars­dótt­ur, banka­stjóra Lands­bank­ans.

Árleg­ur sparnaður upp á hálf­an millj­arð

Árleg­ur sparnaður vegna flutn­inga á starf­semi bank­ans í nýtt hús­næði er met­inn vera um 500 millj­ón­ir króna og því var ákvörðun um nýj­ar höfuðstöðvar aðkallandi. Áætlaður kostnaður við að reisa 16.500 m2hús er um 9 millj­arðar króna, að lóðar­verði meðtöldu. Að teknu til­liti til þess að bank­inn mun selja og/​eða leigja 6.500 m2 er gert ráð fyr­ir að kostnaður bank­ans við þann hluta húss­ins sem hann mun nýta verði um 5,5 millj­arðar króna. Á móti kæmi sölu­verðmæti þeirra fast­eigna sem bank­inn get­ur selt við flutn­ing­ana.

Fleira áhugavert: